Skíðagöngukappinn Snorri Eyþór Einarsson náði í gær einum besta árangri sem íslenskur keppandi í skíðagöngu hefur náð þegar hann endaði í 18. sæti á HM í alpagreinum í 50 kílómetra skíðagöngu. Mótinu lauk í gær í Seefeld í Austurríki og fékk hann 16.04 FIS-stig sem þýðir að hann er kominn með 50,03 stig í heildina.
Snorri var númer 52 á ráslistanum sem fór eftir heimslista FIS sem þýðir að Snorri var í 52. sæti meðal keppenda. Norðmaðurinn Hans Christer Holund náði forskotinu snemma og var í sérflokki með Alexander Bolshunov þar á eftir en það voru samkvæmt Skíðasambandi Ísland um 20 manns í næsta holli, þar á meðal Snorri og fór svo að hann lenti í 18. sæti á 1:51.14,9, rúmri mínútu á eftir Holund en innan við 20 sekúndum á eftir Sjur Roethe sem tók bronsverðlaunin.
„Þetta gekk vel og ég er afar sáttur. Það komu smá hnökrar eftir 15 kílómetra og svo aftur eftir 30 en það er frábært að ná 18. sætinu,“ sagði Snorri í samtali við Skíðasambandið eftir gönguna í Seefeld í gær.
„Þetta gekk bara allt vel, við vorum búnir að setja upp áætlun sem stóðst. Það tókst að halda í við hópinn og með því tókst mér að safna orku fyrir lokasprettinn,“ sagði Snorri um besta árangur sinn frá upphafi.
„Það er undir mér komið að festa mig í sessi þarna. Ég vissi að á góðum degi gæti ég náð þessum árangri.“
Snorri í 18. sæti í Seefeld
Kristinn Páll Teitsson skrifar

Mest lesið




Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent
Enski boltinn


„Komum Gylfa Þór meira í boltann“
Fótbolti


Hildur fékk svakalegt glóðarauga
Fótbolti

Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði
Íslenski boltinn

Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja
Enski boltinn