Fimm aldir frá komu skúrksins til Mexíkó Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 4. mars 2019 07:00 Cortés hittir Montesúma annan, konung Asteka. Nordicphotos/Getty Hernán Cortés kom til Júkatanskaga fyrir 500 árum, innlimaði svæðið í spænska konungsríkið og stráfelldi frumbyggja. Sagnfræðingur og kennari við MH segir að litið sé á Cortés sem skúrk nú til dags. Fimm hundruð ár eru liðin í dag frá því Spánverjinn Hernán Cortés nam land á Júkatanskaga í Mexíkó. Koma hans á skagann breytti sögu svæðisins, færði það undir spænsku krúnuna og leiddi til falls Astekaveldisins. Stefán Ásgeir Guðmundsson, sögukennari í Menntaskólanum við Hamrahlíð, segir í samtali við Fréttablaðið að það sé einfaldlega ómögulegt að svara því hvernig Mexíkó væri nú ef Cortés og fylgdarlið hans hefðu ekki lagt í þessa för. Aðspurður um áhrif Cortés og hans manna segir Stefán: „Það sem kemur fyrst upp í hugann eru að sjálfsögðu örlög frumbyggja. Öll menning og heimsmynd þeirra var brotin niður. Óhemjumikið mannfall, aðallega vegna sjúkdóma sem fylgdu Spánverjum. Til dæmis er talað um að fjöldi frumbyggja á því svæði sem er Mexíkó í dag hafi farið úr 25 milljónum niður í eina milljón milli 1500 og 1600.“ Hann bætir því við að einnig sé vert að nefna áhrif evrópskra plantna og dýra frá Evrópu á Ameríku. „Til dæmis áhrif allra grasbíta á gróðurfar og náttúru Mexíkó.“ Þrátt fyrir að hafa fært svæðið undir spænsku krúnuna á sínum tíma er Cortés því ekki hampað sem hetju nú til dags. „Í dag er Cortés skúrkurinn. Það var hann sem eyðilagði heim frumbyggja með tilheyrandi hörmungum fyrir þá. Þetta viðhorf endurspeglast meðal annars í því að hvergi er styttu að finna af Cortés í Mexíkó, á meðan töluvert er til af minnismerkjum frumbyggja, líkt og styttur af Cuauhtémoc, einum leiðtoga Asteka,“ segir Stefán og bætir við: „Einnig má segja að hin opinbera saga sé kennd þannig. En auðvitað var Cortés eingöngu maður sinnar kynslóðar og þess tíma þegar Spánverjar voru að leita eftir nýjum tækifærum utan Evrópu.“ Stefán gekk sjálfur í háskóla í Mexíkó. Hann segir að ekki hafi verið mikið rætt um Cortés dagsdaglega. „En þeim mun meira um hver staða frumbyggja er í dag. Þessar um það bil tíu milljónir frumbyggja sem ennþá tala sín tungumál hafa „gleymst“ í svokallaðri nútímavæðingu Mexíkó, hreinlega verið skilin eftir. Þetta er sá hópur sem býr við verstar aðstæður,“ segir hann. Að lokum segir Stefán að þótt venjulega sé talað um kaflaskipti i sögunni þegar landafundirnir miklu áttu sér stað sé það bara ein sýn á málið. Önnur sé að gjörðir Spánverja í Ameríku hafi verið eðlilegt framhald af atburðum sem áttu sér stað á Íberíuskaga aldirnar á undan. „Það er, kristnir menn telja sig vera í eins konar krossferð gegn villutrúarmönnum. Þeir voru að vinna ríkidæmi og nýjar sálir. Cortés er því eingöngu að halda áfram því ferli sem forfeður hans voru búnir að gera aldirnar á undan gegn Márum. Eingöngu á nýju landsvæði og þá gegn frumbyggjum í nýja heiminum.“ Birtist í Fréttablaðinu Mexíkó Tímamót Mest lesið Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó Menning Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Lífið Æstur aðdáandi óð í Grande Bíó og sjónvarp Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Lífið „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Lífið Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Tónlist Lögmálið um lítil typpi Lífið Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Lífið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið Fleiri fréttir Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Sjá meira
Hernán Cortés kom til Júkatanskaga fyrir 500 árum, innlimaði svæðið í spænska konungsríkið og stráfelldi frumbyggja. Sagnfræðingur og kennari við MH segir að litið sé á Cortés sem skúrk nú til dags. Fimm hundruð ár eru liðin í dag frá því Spánverjinn Hernán Cortés nam land á Júkatanskaga í Mexíkó. Koma hans á skagann breytti sögu svæðisins, færði það undir spænsku krúnuna og leiddi til falls Astekaveldisins. Stefán Ásgeir Guðmundsson, sögukennari í Menntaskólanum við Hamrahlíð, segir í samtali við Fréttablaðið að það sé einfaldlega ómögulegt að svara því hvernig Mexíkó væri nú ef Cortés og fylgdarlið hans hefðu ekki lagt í þessa för. Aðspurður um áhrif Cortés og hans manna segir Stefán: „Það sem kemur fyrst upp í hugann eru að sjálfsögðu örlög frumbyggja. Öll menning og heimsmynd þeirra var brotin niður. Óhemjumikið mannfall, aðallega vegna sjúkdóma sem fylgdu Spánverjum. Til dæmis er talað um að fjöldi frumbyggja á því svæði sem er Mexíkó í dag hafi farið úr 25 milljónum niður í eina milljón milli 1500 og 1600.“ Hann bætir því við að einnig sé vert að nefna áhrif evrópskra plantna og dýra frá Evrópu á Ameríku. „Til dæmis áhrif allra grasbíta á gróðurfar og náttúru Mexíkó.“ Þrátt fyrir að hafa fært svæðið undir spænsku krúnuna á sínum tíma er Cortés því ekki hampað sem hetju nú til dags. „Í dag er Cortés skúrkurinn. Það var hann sem eyðilagði heim frumbyggja með tilheyrandi hörmungum fyrir þá. Þetta viðhorf endurspeglast meðal annars í því að hvergi er styttu að finna af Cortés í Mexíkó, á meðan töluvert er til af minnismerkjum frumbyggja, líkt og styttur af Cuauhtémoc, einum leiðtoga Asteka,“ segir Stefán og bætir við: „Einnig má segja að hin opinbera saga sé kennd þannig. En auðvitað var Cortés eingöngu maður sinnar kynslóðar og þess tíma þegar Spánverjar voru að leita eftir nýjum tækifærum utan Evrópu.“ Stefán gekk sjálfur í háskóla í Mexíkó. Hann segir að ekki hafi verið mikið rætt um Cortés dagsdaglega. „En þeim mun meira um hver staða frumbyggja er í dag. Þessar um það bil tíu milljónir frumbyggja sem ennþá tala sín tungumál hafa „gleymst“ í svokallaðri nútímavæðingu Mexíkó, hreinlega verið skilin eftir. Þetta er sá hópur sem býr við verstar aðstæður,“ segir hann. Að lokum segir Stefán að þótt venjulega sé talað um kaflaskipti i sögunni þegar landafundirnir miklu áttu sér stað sé það bara ein sýn á málið. Önnur sé að gjörðir Spánverja í Ameríku hafi verið eðlilegt framhald af atburðum sem áttu sér stað á Íberíuskaga aldirnar á undan. „Það er, kristnir menn telja sig vera í eins konar krossferð gegn villutrúarmönnum. Þeir voru að vinna ríkidæmi og nýjar sálir. Cortés er því eingöngu að halda áfram því ferli sem forfeður hans voru búnir að gera aldirnar á undan gegn Márum. Eingöngu á nýju landsvæði og þá gegn frumbyggjum í nýja heiminum.“
Birtist í Fréttablaðinu Mexíkó Tímamót Mest lesið Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó Menning Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Lífið Æstur aðdáandi óð í Grande Bíó og sjónvarp Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Lífið „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Lífið Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Tónlist Lögmálið um lítil typpi Lífið Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Lífið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið Fleiri fréttir Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Sjá meira