Vilja liðka fyrir kjaraviðræðum og leggja fram „kjarapakka“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 4. mars 2019 10:45 Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, segir að Reykjavíkurborg geti vel liðkað fyrir yfirstandandi kjaraviðræðum. Vísir/vilhelm Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins kynntu á blaðamannafundi í ráðhúsinu í morgun tillögu sem Reykjavíkurborg gæti samþykkt sem innlegg í yfirstandandi kjaraviðræður. Eyþór Laxdal Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, segir í samtali við fréttastofu að núna væri samið um kjör við mjög óhefðbundnar aðstæður og því hafi Sjálfstæðismenn fundið sig knúna til að leggja sitt af mörkum til að liðka fyrir viðræðum. Staðan í húsnæðismálum væri alvarleg og þarna gæti Reykjavíkurborg stigið inn í og ekki síst í ljósi þess að óánægja hefði verið með innlegg ríkisstjórnarinnar til kjaramála. Tillaga Sjálfstæðisflokksins er svokallaður „kjarapakki“ sem er í fjórum liðum. Tillagan verður lögð fram á borgarstjórnarfundi á morgun.Sjálfstæðisflokkurinn gerir grein fyrir áhrifum þess að lækka útsvar um 0,52%SjálfstæðisflokkurinnÍ fyrsta lagi vilja Sjálfstæðismenn að álagningarhlutfall útsvars fyrir árið 2019 lækki og verði 14,00% í staðinn fyrir 14,52% eins og staðan er núna. Lagt er til að aðgerðin verði fjármögnuð með aðhaldi og útboðum á öllum sviðum borgarinnar. Í öðru lagi er farið fram á að rekstrargjöld heimilanna lækki um 36 þúsund krónur á heimili í Reykjavíkurborg að jafnaði á ársgrundvelli. Það verði gert með lækkun arðgreiðsluáforma Orkuveitu Reykjavíkur.Sjálfstæðisflokkurinn vill lækka rekstrargjöld heimilanna um 32.000 kr.SjálfstæðisflokkurinnSjálfstæðisflokkurinn vill auka framboð á hagstæðum byggingarlóðum og vilja fulltrúarnir skipuleggja Keldnasvæðið án skilyrða um aðrar fjárveitingar ríkisins. „Þannig er hægt að byggja á hagstæðum stað í Reykjavík í staðinn fyrir að leita á Selfoss eða Reykjanesbæ eins og hefur gerst,“ segir Eyþór. Þá vilja borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lækka byggingarréttargjöld sem hafi veruleg áhrif á húsnæðiskostnað hvort sem viðkomandi greiðir af lánum eða leigir. „Því er lagt til að borgarstjórn samþykki að stilla byggingarréttargjöldum í borgarlandinu í hóf með því að tryggja framboð fjölbreyttra lóða“. Borgarstjórn Kjaramál Reykjavík Tengdar fréttir Vilja fjölga skattþrepum og hækka skattleysismörk Láglaunafólk og lífeyrisþegar geta fengið að minnsta kosti 20 þúsund króna lækkun staðgreiðslu á mánuði kæmust tillögurnar til framkvæmda 7. febrúar 2019 11:59 Tilkynntu um nýtt skattþrep fyrir lágtekjufólk Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, tilkynnti um nýtt skattþrep sem á að lækka skattbyrði lágtekjufólks. 19. febrúar 2019 17:16 Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Sjá meira
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins kynntu á blaðamannafundi í ráðhúsinu í morgun tillögu sem Reykjavíkurborg gæti samþykkt sem innlegg í yfirstandandi kjaraviðræður. Eyþór Laxdal Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, segir í samtali við fréttastofu að núna væri samið um kjör við mjög óhefðbundnar aðstæður og því hafi Sjálfstæðismenn fundið sig knúna til að leggja sitt af mörkum til að liðka fyrir viðræðum. Staðan í húsnæðismálum væri alvarleg og þarna gæti Reykjavíkurborg stigið inn í og ekki síst í ljósi þess að óánægja hefði verið með innlegg ríkisstjórnarinnar til kjaramála. Tillaga Sjálfstæðisflokksins er svokallaður „kjarapakki“ sem er í fjórum liðum. Tillagan verður lögð fram á borgarstjórnarfundi á morgun.Sjálfstæðisflokkurinn gerir grein fyrir áhrifum þess að lækka útsvar um 0,52%SjálfstæðisflokkurinnÍ fyrsta lagi vilja Sjálfstæðismenn að álagningarhlutfall útsvars fyrir árið 2019 lækki og verði 14,00% í staðinn fyrir 14,52% eins og staðan er núna. Lagt er til að aðgerðin verði fjármögnuð með aðhaldi og útboðum á öllum sviðum borgarinnar. Í öðru lagi er farið fram á að rekstrargjöld heimilanna lækki um 36 þúsund krónur á heimili í Reykjavíkurborg að jafnaði á ársgrundvelli. Það verði gert með lækkun arðgreiðsluáforma Orkuveitu Reykjavíkur.Sjálfstæðisflokkurinn vill lækka rekstrargjöld heimilanna um 32.000 kr.SjálfstæðisflokkurinnSjálfstæðisflokkurinn vill auka framboð á hagstæðum byggingarlóðum og vilja fulltrúarnir skipuleggja Keldnasvæðið án skilyrða um aðrar fjárveitingar ríkisins. „Þannig er hægt að byggja á hagstæðum stað í Reykjavík í staðinn fyrir að leita á Selfoss eða Reykjanesbæ eins og hefur gerst,“ segir Eyþór. Þá vilja borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lækka byggingarréttargjöld sem hafi veruleg áhrif á húsnæðiskostnað hvort sem viðkomandi greiðir af lánum eða leigir. „Því er lagt til að borgarstjórn samþykki að stilla byggingarréttargjöldum í borgarlandinu í hóf með því að tryggja framboð fjölbreyttra lóða“.
Borgarstjórn Kjaramál Reykjavík Tengdar fréttir Vilja fjölga skattþrepum og hækka skattleysismörk Láglaunafólk og lífeyrisþegar geta fengið að minnsta kosti 20 þúsund króna lækkun staðgreiðslu á mánuði kæmust tillögurnar til framkvæmda 7. febrúar 2019 11:59 Tilkynntu um nýtt skattþrep fyrir lágtekjufólk Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, tilkynnti um nýtt skattþrep sem á að lækka skattbyrði lágtekjufólks. 19. febrúar 2019 17:16 Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Sjá meira
Vilja fjölga skattþrepum og hækka skattleysismörk Láglaunafólk og lífeyrisþegar geta fengið að minnsta kosti 20 þúsund króna lækkun staðgreiðslu á mánuði kæmust tillögurnar til framkvæmda 7. febrúar 2019 11:59
Tilkynntu um nýtt skattþrep fyrir lágtekjufólk Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, tilkynnti um nýtt skattþrep sem á að lækka skattbyrði lágtekjufólks. 19. febrúar 2019 17:16