Hóta að tilkynna lögreglu um áreitni í garð Meghan og Katrínar á samfélagsmiðlum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. mars 2019 14:44 Hertogaynjurnar Katrín og Meghan á leið til kirkju á jóladag. vísir/getty Breska konungsfjölskyldan hefur gefið út reglur fyrir þá sem fylgja henni á samfélagsmiðlum. Þar segir að þeir sem skilja eftir særandi ummæli í athugasemdakerfi miðlanna geti átt von á því að vera bannaðir frá því að fylgja fjölskyldunni þar eftir eða jafnvel að ummælin verði tilkynnt til lögreglunnar.Today we have published guidelines for interacting with The Royal Family, @ClarenceHouse and @KensingtonRoyal social media channels. Read in full here: https://t.co/b57TjSn09d — The Royal Family (@RoyalFamily) March 4, 2019 Konungsfjölskyldan grípur til þessa ráðs vegna þeirrar gríðarlegu áreitni sem hertogaynjurnar Meghan og Katrín verða fyrir á Twitter og Instagram. Hefur til að mynda andstyggilegum athugasemdum verið beint gegn Meghan vegna uppruna hennar og þá hefur særandi ummælum einnig verið beint að Katrínu. Þá hefur það valdið sérstökum áhyggjum innan konungsfjölskyldunnar að meiðandi ummælum er beint gegn annarri hvorri hertogaynjunni undir þeim formerkjum að viðkomandi sé með hinni hertogaynjunni í liði, í Team Meghan eða Team Kate. Nú biður fjölskyldan fylgjendur sína um að sýna kurteisi, virðingu og vinsemd í athugasemdum á miðlunum en þetta er í fyrsta sinn sem konungshöllin hefur sent frá sér einhvers konar leiðbeiningar varðandi samfélagsmiðla sína. Í yfirlýsingu sem sett var á miðlana í dag segir að konungsfjölskyldan vilji „skapa umhverfi þar sem hægt sé að eiga í samræðum og setja inn athugasemdir, spurningar eða annað á öruggan máta. Við biðjum hvern þann sem fylgir okkur á samfélagsmiðlum að sýna kurteisi, vinsemd og virðingu gagnvart öllum öðrum sem taka þátt á okkar miðlum.“ Bretland Kóngafólk Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Leita aðstoðar vegna óhóflegrar áreitni í garð Meghan og Katrínar á samfélagsmiðlum Bandaríska fréttastofan CNN hefur þetta eftir heimildarmanni sínum. 30. janúar 2019 23:48 Heldur úti „leynilegum“ Instagram-reikningi Meghan Markle hertogynjan af Sussex heldur að sögn vinar hennar úti "leynilegum“ Instagram-reikningi til að forðast fjölmiðla og halda sambandi við vini sína. 21. janúar 2019 19:01 Varar við því að Markle gæti hlotið sömu örlög og Díana prinsessa Bandaríski leikarinn George Clooney sagði að ljósmyndasnápar, eða svokallaðir papparassar, gangi jafn hart fram gagnvart Meghan Markle, hertogynjunni af Sussex, og Díönu prinsessu heitinni. 12. febrúar 2019 21:19 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Fleiri fréttir Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Sjá meira
Breska konungsfjölskyldan hefur gefið út reglur fyrir þá sem fylgja henni á samfélagsmiðlum. Þar segir að þeir sem skilja eftir særandi ummæli í athugasemdakerfi miðlanna geti átt von á því að vera bannaðir frá því að fylgja fjölskyldunni þar eftir eða jafnvel að ummælin verði tilkynnt til lögreglunnar.Today we have published guidelines for interacting with The Royal Family, @ClarenceHouse and @KensingtonRoyal social media channels. Read in full here: https://t.co/b57TjSn09d — The Royal Family (@RoyalFamily) March 4, 2019 Konungsfjölskyldan grípur til þessa ráðs vegna þeirrar gríðarlegu áreitni sem hertogaynjurnar Meghan og Katrín verða fyrir á Twitter og Instagram. Hefur til að mynda andstyggilegum athugasemdum verið beint gegn Meghan vegna uppruna hennar og þá hefur særandi ummælum einnig verið beint að Katrínu. Þá hefur það valdið sérstökum áhyggjum innan konungsfjölskyldunnar að meiðandi ummælum er beint gegn annarri hvorri hertogaynjunni undir þeim formerkjum að viðkomandi sé með hinni hertogaynjunni í liði, í Team Meghan eða Team Kate. Nú biður fjölskyldan fylgjendur sína um að sýna kurteisi, virðingu og vinsemd í athugasemdum á miðlunum en þetta er í fyrsta sinn sem konungshöllin hefur sent frá sér einhvers konar leiðbeiningar varðandi samfélagsmiðla sína. Í yfirlýsingu sem sett var á miðlana í dag segir að konungsfjölskyldan vilji „skapa umhverfi þar sem hægt sé að eiga í samræðum og setja inn athugasemdir, spurningar eða annað á öruggan máta. Við biðjum hvern þann sem fylgir okkur á samfélagsmiðlum að sýna kurteisi, vinsemd og virðingu gagnvart öllum öðrum sem taka þátt á okkar miðlum.“
Bretland Kóngafólk Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Leita aðstoðar vegna óhóflegrar áreitni í garð Meghan og Katrínar á samfélagsmiðlum Bandaríska fréttastofan CNN hefur þetta eftir heimildarmanni sínum. 30. janúar 2019 23:48 Heldur úti „leynilegum“ Instagram-reikningi Meghan Markle hertogynjan af Sussex heldur að sögn vinar hennar úti "leynilegum“ Instagram-reikningi til að forðast fjölmiðla og halda sambandi við vini sína. 21. janúar 2019 19:01 Varar við því að Markle gæti hlotið sömu örlög og Díana prinsessa Bandaríski leikarinn George Clooney sagði að ljósmyndasnápar, eða svokallaðir papparassar, gangi jafn hart fram gagnvart Meghan Markle, hertogynjunni af Sussex, og Díönu prinsessu heitinni. 12. febrúar 2019 21:19 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Fleiri fréttir Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Sjá meira
Leita aðstoðar vegna óhóflegrar áreitni í garð Meghan og Katrínar á samfélagsmiðlum Bandaríska fréttastofan CNN hefur þetta eftir heimildarmanni sínum. 30. janúar 2019 23:48
Heldur úti „leynilegum“ Instagram-reikningi Meghan Markle hertogynjan af Sussex heldur að sögn vinar hennar úti "leynilegum“ Instagram-reikningi til að forðast fjölmiðla og halda sambandi við vini sína. 21. janúar 2019 19:01
Varar við því að Markle gæti hlotið sömu örlög og Díana prinsessa Bandaríski leikarinn George Clooney sagði að ljósmyndasnápar, eða svokallaðir papparassar, gangi jafn hart fram gagnvart Meghan Markle, hertogynjunni af Sussex, og Díönu prinsessu heitinni. 12. febrúar 2019 21:19