Hóta að tilkynna lögreglu um áreitni í garð Meghan og Katrínar á samfélagsmiðlum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. mars 2019 14:44 Hertogaynjurnar Katrín og Meghan á leið til kirkju á jóladag. vísir/getty Breska konungsfjölskyldan hefur gefið út reglur fyrir þá sem fylgja henni á samfélagsmiðlum. Þar segir að þeir sem skilja eftir særandi ummæli í athugasemdakerfi miðlanna geti átt von á því að vera bannaðir frá því að fylgja fjölskyldunni þar eftir eða jafnvel að ummælin verði tilkynnt til lögreglunnar.Today we have published guidelines for interacting with The Royal Family, @ClarenceHouse and @KensingtonRoyal social media channels. Read in full here: https://t.co/b57TjSn09d — The Royal Family (@RoyalFamily) March 4, 2019 Konungsfjölskyldan grípur til þessa ráðs vegna þeirrar gríðarlegu áreitni sem hertogaynjurnar Meghan og Katrín verða fyrir á Twitter og Instagram. Hefur til að mynda andstyggilegum athugasemdum verið beint gegn Meghan vegna uppruna hennar og þá hefur særandi ummælum einnig verið beint að Katrínu. Þá hefur það valdið sérstökum áhyggjum innan konungsfjölskyldunnar að meiðandi ummælum er beint gegn annarri hvorri hertogaynjunni undir þeim formerkjum að viðkomandi sé með hinni hertogaynjunni í liði, í Team Meghan eða Team Kate. Nú biður fjölskyldan fylgjendur sína um að sýna kurteisi, virðingu og vinsemd í athugasemdum á miðlunum en þetta er í fyrsta sinn sem konungshöllin hefur sent frá sér einhvers konar leiðbeiningar varðandi samfélagsmiðla sína. Í yfirlýsingu sem sett var á miðlana í dag segir að konungsfjölskyldan vilji „skapa umhverfi þar sem hægt sé að eiga í samræðum og setja inn athugasemdir, spurningar eða annað á öruggan máta. Við biðjum hvern þann sem fylgir okkur á samfélagsmiðlum að sýna kurteisi, vinsemd og virðingu gagnvart öllum öðrum sem taka þátt á okkar miðlum.“ Bretland Kóngafólk Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Leita aðstoðar vegna óhóflegrar áreitni í garð Meghan og Katrínar á samfélagsmiðlum Bandaríska fréttastofan CNN hefur þetta eftir heimildarmanni sínum. 30. janúar 2019 23:48 Heldur úti „leynilegum“ Instagram-reikningi Meghan Markle hertogynjan af Sussex heldur að sögn vinar hennar úti "leynilegum“ Instagram-reikningi til að forðast fjölmiðla og halda sambandi við vini sína. 21. janúar 2019 19:01 Varar við því að Markle gæti hlotið sömu örlög og Díana prinsessa Bandaríski leikarinn George Clooney sagði að ljósmyndasnápar, eða svokallaðir papparassar, gangi jafn hart fram gagnvart Meghan Markle, hertogynjunni af Sussex, og Díönu prinsessu heitinni. 12. febrúar 2019 21:19 Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Erlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Sjá meira
Breska konungsfjölskyldan hefur gefið út reglur fyrir þá sem fylgja henni á samfélagsmiðlum. Þar segir að þeir sem skilja eftir særandi ummæli í athugasemdakerfi miðlanna geti átt von á því að vera bannaðir frá því að fylgja fjölskyldunni þar eftir eða jafnvel að ummælin verði tilkynnt til lögreglunnar.Today we have published guidelines for interacting with The Royal Family, @ClarenceHouse and @KensingtonRoyal social media channels. Read in full here: https://t.co/b57TjSn09d — The Royal Family (@RoyalFamily) March 4, 2019 Konungsfjölskyldan grípur til þessa ráðs vegna þeirrar gríðarlegu áreitni sem hertogaynjurnar Meghan og Katrín verða fyrir á Twitter og Instagram. Hefur til að mynda andstyggilegum athugasemdum verið beint gegn Meghan vegna uppruna hennar og þá hefur særandi ummælum einnig verið beint að Katrínu. Þá hefur það valdið sérstökum áhyggjum innan konungsfjölskyldunnar að meiðandi ummælum er beint gegn annarri hvorri hertogaynjunni undir þeim formerkjum að viðkomandi sé með hinni hertogaynjunni í liði, í Team Meghan eða Team Kate. Nú biður fjölskyldan fylgjendur sína um að sýna kurteisi, virðingu og vinsemd í athugasemdum á miðlunum en þetta er í fyrsta sinn sem konungshöllin hefur sent frá sér einhvers konar leiðbeiningar varðandi samfélagsmiðla sína. Í yfirlýsingu sem sett var á miðlana í dag segir að konungsfjölskyldan vilji „skapa umhverfi þar sem hægt sé að eiga í samræðum og setja inn athugasemdir, spurningar eða annað á öruggan máta. Við biðjum hvern þann sem fylgir okkur á samfélagsmiðlum að sýna kurteisi, vinsemd og virðingu gagnvart öllum öðrum sem taka þátt á okkar miðlum.“
Bretland Kóngafólk Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Leita aðstoðar vegna óhóflegrar áreitni í garð Meghan og Katrínar á samfélagsmiðlum Bandaríska fréttastofan CNN hefur þetta eftir heimildarmanni sínum. 30. janúar 2019 23:48 Heldur úti „leynilegum“ Instagram-reikningi Meghan Markle hertogynjan af Sussex heldur að sögn vinar hennar úti "leynilegum“ Instagram-reikningi til að forðast fjölmiðla og halda sambandi við vini sína. 21. janúar 2019 19:01 Varar við því að Markle gæti hlotið sömu örlög og Díana prinsessa Bandaríski leikarinn George Clooney sagði að ljósmyndasnápar, eða svokallaðir papparassar, gangi jafn hart fram gagnvart Meghan Markle, hertogynjunni af Sussex, og Díönu prinsessu heitinni. 12. febrúar 2019 21:19 Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Erlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Sjá meira
Leita aðstoðar vegna óhóflegrar áreitni í garð Meghan og Katrínar á samfélagsmiðlum Bandaríska fréttastofan CNN hefur þetta eftir heimildarmanni sínum. 30. janúar 2019 23:48
Heldur úti „leynilegum“ Instagram-reikningi Meghan Markle hertogynjan af Sussex heldur að sögn vinar hennar úti "leynilegum“ Instagram-reikningi til að forðast fjölmiðla og halda sambandi við vini sína. 21. janúar 2019 19:01
Varar við því að Markle gæti hlotið sömu örlög og Díana prinsessa Bandaríski leikarinn George Clooney sagði að ljósmyndasnápar, eða svokallaðir papparassar, gangi jafn hart fram gagnvart Meghan Markle, hertogynjunni af Sussex, og Díönu prinsessu heitinni. 12. febrúar 2019 21:19