„Við erum á réttri leið en það gengur allt of hægt“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 4. mars 2019 20:44 „Við erum á réttri leið en það gengur allt of hægt.“ Þetta segir Kristalina Georgieva, starfandi forseti Alþjóðabankans, sem stödd er hér á landi en á málþingi sem fram fór í dag kynnti hún niðurstöður nýrrar skýrslu á vegum Alþjóðabankans sem fjallar um konur, viðskipti og lög. (e. Women, Business and the Law 2019). „Í meðalhagkerfi í heiminum í dag hafa konur aðeins þrjá fjórðu þeirra réttinda sem karlar njóta. Og ef við förum upp um fimm stig á tíu ára tímabili, þá tæki það fimmtíu ár að loka kynjabilinu.“ Hún segir einkum þrennt vera jákvætt við niðurstöður skýrslunnar. Í fyrsta lagi það að það eru þegar nokkur ríki þar sem 100% jafnrétti hefur verið náð gagnvart lögum og fleiri ríki komast þar ansi nálægt. Ísland er þeirra á meðal en Norðurlönd eru fremst í fylkingu hvað þetta varðar. Það sem vantar uppá hér á landi til að fá fullt hús stiga snýr að skýrum lífeyrisréttindum á því tímabili sem börn eru í dagvistun. Í öðru lagi séu framfarir að eiga sér stað á mikilvægum svæðum sem hafa verið aftarlega á merinni. „Eins og hvað varðar rétt kvenna til að eiga eignir og réttinn til að velja sér starfsvettvang. Og þrátt fyrir þetta eru konur kerfisbundið aftar körlum í öllum heimshlutum,“ segir Georgieva. Í þriðja lagi leiðir skýrslan í ljós að framfarir hafi orðið alls staðar í heiminum. Á sama tíma séu Miðausturlönd og Norður-Afríka þó það svæði þar sem hvað lengst er í land. „Þar hafa konur innan við helming þeirra réttinda sem karlar hafa,“ segir Georgieva. „Helstu skilaboðin eru þau að við getum ekki stuðlað að friðsælum heimi nema með því að nýta krafta alls fólks, karla og kvenna,“ segir Georgieva. Hún segir það markmið Alþjóðabankans að leitast við að draga úr fátækt og í því sambandi sé meðal annars afar mikilvægt að efla menntun stúlkna. „Við viljum að stúlkur alist upp í heimi þar sem þær geta ráðið því hvenær þær giftist, hverjum þær giftist, hvenær þær eignist börn, hvar þær vinni og hvort þær vilji stofna fyrirtæki.“ Jafnréttismál Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Fleiri fréttir ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Sjá meira
„Við erum á réttri leið en það gengur allt of hægt.“ Þetta segir Kristalina Georgieva, starfandi forseti Alþjóðabankans, sem stödd er hér á landi en á málþingi sem fram fór í dag kynnti hún niðurstöður nýrrar skýrslu á vegum Alþjóðabankans sem fjallar um konur, viðskipti og lög. (e. Women, Business and the Law 2019). „Í meðalhagkerfi í heiminum í dag hafa konur aðeins þrjá fjórðu þeirra réttinda sem karlar njóta. Og ef við förum upp um fimm stig á tíu ára tímabili, þá tæki það fimmtíu ár að loka kynjabilinu.“ Hún segir einkum þrennt vera jákvætt við niðurstöður skýrslunnar. Í fyrsta lagi það að það eru þegar nokkur ríki þar sem 100% jafnrétti hefur verið náð gagnvart lögum og fleiri ríki komast þar ansi nálægt. Ísland er þeirra á meðal en Norðurlönd eru fremst í fylkingu hvað þetta varðar. Það sem vantar uppá hér á landi til að fá fullt hús stiga snýr að skýrum lífeyrisréttindum á því tímabili sem börn eru í dagvistun. Í öðru lagi séu framfarir að eiga sér stað á mikilvægum svæðum sem hafa verið aftarlega á merinni. „Eins og hvað varðar rétt kvenna til að eiga eignir og réttinn til að velja sér starfsvettvang. Og þrátt fyrir þetta eru konur kerfisbundið aftar körlum í öllum heimshlutum,“ segir Georgieva. Í þriðja lagi leiðir skýrslan í ljós að framfarir hafi orðið alls staðar í heiminum. Á sama tíma séu Miðausturlönd og Norður-Afríka þó það svæði þar sem hvað lengst er í land. „Þar hafa konur innan við helming þeirra réttinda sem karlar hafa,“ segir Georgieva. „Helstu skilaboðin eru þau að við getum ekki stuðlað að friðsælum heimi nema með því að nýta krafta alls fólks, karla og kvenna,“ segir Georgieva. Hún segir það markmið Alþjóðabankans að leitast við að draga úr fátækt og í því sambandi sé meðal annars afar mikilvægt að efla menntun stúlkna. „Við viljum að stúlkur alist upp í heimi þar sem þær geta ráðið því hvenær þær giftist, hverjum þær giftist, hvenær þær eignist börn, hvar þær vinni og hvort þær vilji stofna fyrirtæki.“
Jafnréttismál Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Fleiri fréttir ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Sjá meira