Wow í vanskilum með iðgjaldaframlög Birgir Olgeirsson og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 4. mars 2019 22:30 Upplýsingafulltrúi WOW segir þetta hafa verið gert vegna lausafjárþrenginga flugfélagsins. Vísir/Vilhelm Wow air hefur ekki greitt mótframlagsgreiðslur í lífeyris- og séreignarsparnað síðustu þrjá mánuði og voru starfsmenn fyrst látnir vita í dag. Í skriflegu svari til fréttastofu frá Svanhvíti Friðriksdóttur, upplýsingafulltrúa Wow air, segir að vegna skammtíma lausafjárþrenginga WOW air hafi félagið neyðst til þess að fresta mótframlagsgreiðslum í lífeyris- og séreignarsparnað síðustu þrjá mánuði. Hlutur starfsmanna hafi þó verið greiddur að fullu. Þá segir að WOW air hafi verið í góðum samskiptum við lífeyris- og séreignasjóði. Gengið verði frá greiðslum í þessum mánuði. Starfsfólk WOW air hafi verið upplýst um stöðuna fyrr í dag. „Þetta eru bara vanskil,“ segir Magnús M. Norðdahl, deildarstjóri lögfræðideildar Alþýðusambands Íslands, í samtali við fréttastofu um málið. Hann segir þetta þó ekki hegningarlagabrot þar sem WOW air sé bara í vanskilum með sinn hluta. „Ef þeir hefðu ekki skilað því sem þeir drógu af starfsmönnum, hvort sem það er í séreign eða sameign, þá hefði það verið fjárdráttur,“ segir Magnús. Fyrirtækjum ber skylda til að greiða iðgjaldaframlög í lífeyrissjóði samkvæmt lögum um lífeyrissjóði og séreignasparnað ber einnig skylda til að greiða samkvæmt kjarasamningum. „Þeir eru bara í vanskilum með þetta hvoru tveggja,“ segir Magnús. Hann segir allt of algengt að fyrirtæki lendi í vanskilum með launatengd gjöld. „Því miður þá verður að segjast eins og er að ábyrgðarsjóður launa, sem er fjármagnaður með sérstöku gjaldi sem allt atvinnulífið í landinu borgar, og borgar kröfur sem verða til sem svokallaðar forgangskröfur í þrotabúum, þá er þetta allt of algengt. Þar á meðal eru kröfur um vangreidd laun launafólks og iðgjöld til lífeyrissjóða. Það eru háar fjárhæðir sem eru greiddar úr ábyrgðarsjóði launa hvert ár.“ Fréttir af flugi Lífeyrissjóðir WOW Air Mest lesið Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Viðskipti innlent Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Viðskipti innlent Steinunn frá UNICEF til Festu Viðskipti innlent Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Sýn tapaði 239 milljónum Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Verða ekki Framúrskarandi nema uppfylla lög um kynjahlutfall Framúrskarandi fyrirtæki „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Sjá meira
Wow air hefur ekki greitt mótframlagsgreiðslur í lífeyris- og séreignarsparnað síðustu þrjá mánuði og voru starfsmenn fyrst látnir vita í dag. Í skriflegu svari til fréttastofu frá Svanhvíti Friðriksdóttur, upplýsingafulltrúa Wow air, segir að vegna skammtíma lausafjárþrenginga WOW air hafi félagið neyðst til þess að fresta mótframlagsgreiðslum í lífeyris- og séreignarsparnað síðustu þrjá mánuði. Hlutur starfsmanna hafi þó verið greiddur að fullu. Þá segir að WOW air hafi verið í góðum samskiptum við lífeyris- og séreignasjóði. Gengið verði frá greiðslum í þessum mánuði. Starfsfólk WOW air hafi verið upplýst um stöðuna fyrr í dag. „Þetta eru bara vanskil,“ segir Magnús M. Norðdahl, deildarstjóri lögfræðideildar Alþýðusambands Íslands, í samtali við fréttastofu um málið. Hann segir þetta þó ekki hegningarlagabrot þar sem WOW air sé bara í vanskilum með sinn hluta. „Ef þeir hefðu ekki skilað því sem þeir drógu af starfsmönnum, hvort sem það er í séreign eða sameign, þá hefði það verið fjárdráttur,“ segir Magnús. Fyrirtækjum ber skylda til að greiða iðgjaldaframlög í lífeyrissjóði samkvæmt lögum um lífeyrissjóði og séreignasparnað ber einnig skylda til að greiða samkvæmt kjarasamningum. „Þeir eru bara í vanskilum með þetta hvoru tveggja,“ segir Magnús. Hann segir allt of algengt að fyrirtæki lendi í vanskilum með launatengd gjöld. „Því miður þá verður að segjast eins og er að ábyrgðarsjóður launa, sem er fjármagnaður með sérstöku gjaldi sem allt atvinnulífið í landinu borgar, og borgar kröfur sem verða til sem svokallaðar forgangskröfur í þrotabúum, þá er þetta allt of algengt. Þar á meðal eru kröfur um vangreidd laun launafólks og iðgjöld til lífeyrissjóða. Það eru háar fjárhæðir sem eru greiddar úr ábyrgðarsjóði launa hvert ár.“
Fréttir af flugi Lífeyrissjóðir WOW Air Mest lesið Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Viðskipti innlent Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Viðskipti innlent Steinunn frá UNICEF til Festu Viðskipti innlent Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Sýn tapaði 239 milljónum Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Verða ekki Framúrskarandi nema uppfylla lög um kynjahlutfall Framúrskarandi fyrirtæki „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Sjá meira