Fox News sagt hafa setið á frétt um Trump og klámmyndaleikkonu Kjartan Kjartansson skrifar 5. mars 2019 12:58 Ef marka má frásögn New Yorker drápu stjórnendur Fox News frétt sem hefði komið Trump illa í kosningabaráttunni árið 2016. Vísir/EPA Fjölmiðlamógúllinn Rupert Murdoch lét hægrisinnuðu fréttastöðina Fox News sitja á frétt um meint kynferðislegt samband Donalds Trump við klámmyndastjörnu vegna þess að hann vildi að Trump ynni forsetakosningarnar árið 2016. Þá er þáverandi stjórnandi stöðvarinnar sagður hafa látið framboð Trump vita af spurningu í sjónvarpskappræðum fyrir fram. Í ítarlegri umfjöllun tímaritsins New Yorker um náin tengsl Trump og Fox News, sem er í eigu Murdoch, er haft eftir heimildarmönnum innan sjónvarpsstöðvarinnar að Diana Falzone, fréttamaður hennar, hafi fengið sannanir fyrir því að Trump hefði átt í kynferðislegu sambandi við Stephanie Clifford, þekkt undir sviðsnafninu Stormy Daniels, á meðan kosningabaráttan var í gangi. Falzone hafi fengið fréttina staðfesta og séð tölvupósta á milli lögmanna Daniels og Michaels Cohen, þáverandi lögmanns Trump. Í póstunum ræddu þeir um greiðslu fyrir þögn Daniels um samband hennar við Trump. Hún hafi unnið fréttina frá mars til október árið 2016. Fréttin hafi hins vegar gengið á milli ritstjóra hjá Fox News sem frestuðu því að birta hana. Falzone á að hafa sagt samstarfsmönnum sínum að Ken LaCorte, yfirmaður fréttavefs Fox News hafi sagt henni: „Góð blaðamennska, krakki, en Rupert vill að Donald Trump vinni. Slepptu þessu bara.“ LaCorte neitar því að hafa sagt þetta við Falzone. Samstarfsmenn hennar staðfestu þó við New Yorker að hafa heyrt hana lýsa samtali þeirra á þennan hátt á sínum tíma.Spurningum lekið Þetta var þó ekki eina hjálpin sem framboð Trump á að hafa borist frá Fox News í kosningabaráttunni, að sögn New Yorker. Starfsmenn stöðvarinnar eru þannig sagðir hafa látið Trump vita af því að Megyn Kelly, stjórnandi sjónvarpskappræðna frambjóðenda í forvali Repúblikanaflokksins, ætlaði sér að spyrja hann krefjandi spurninga, þar á meðal um ásakanir um illa meðferð hans á konum. Talsmaður Fox News hafnaði alfarið að nokkur þaðan hefði látið Trump vita af spurningum í kappræðunum. Blaðamaður New Yorker segir erfitt að staðfesta eða hrekja frásögnina. Roger Ailes, einn stofnenda og forstjóri Fox News, sem á að hafa haft frumkvæði að því að láta Trump vita um spurningarnar lést árið 2017. Trump gagnrýndi sjálfur CNN-fréttastöðina harðlega þegar Donna Brazile, þáverandi starfsmaður stöðvarinnar, sagði af sér eftir ásakanir um að hún hafi látið framboð Hillary Clinton fá spurningar í sjónvarpskappræðum fyrir fram. Bandaríkin Donald Trump Fjölmiðlar Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Fleiri fréttir Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Sjá meira
Fjölmiðlamógúllinn Rupert Murdoch lét hægrisinnuðu fréttastöðina Fox News sitja á frétt um meint kynferðislegt samband Donalds Trump við klámmyndastjörnu vegna þess að hann vildi að Trump ynni forsetakosningarnar árið 2016. Þá er þáverandi stjórnandi stöðvarinnar sagður hafa látið framboð Trump vita af spurningu í sjónvarpskappræðum fyrir fram. Í ítarlegri umfjöllun tímaritsins New Yorker um náin tengsl Trump og Fox News, sem er í eigu Murdoch, er haft eftir heimildarmönnum innan sjónvarpsstöðvarinnar að Diana Falzone, fréttamaður hennar, hafi fengið sannanir fyrir því að Trump hefði átt í kynferðislegu sambandi við Stephanie Clifford, þekkt undir sviðsnafninu Stormy Daniels, á meðan kosningabaráttan var í gangi. Falzone hafi fengið fréttina staðfesta og séð tölvupósta á milli lögmanna Daniels og Michaels Cohen, þáverandi lögmanns Trump. Í póstunum ræddu þeir um greiðslu fyrir þögn Daniels um samband hennar við Trump. Hún hafi unnið fréttina frá mars til október árið 2016. Fréttin hafi hins vegar gengið á milli ritstjóra hjá Fox News sem frestuðu því að birta hana. Falzone á að hafa sagt samstarfsmönnum sínum að Ken LaCorte, yfirmaður fréttavefs Fox News hafi sagt henni: „Góð blaðamennska, krakki, en Rupert vill að Donald Trump vinni. Slepptu þessu bara.“ LaCorte neitar því að hafa sagt þetta við Falzone. Samstarfsmenn hennar staðfestu þó við New Yorker að hafa heyrt hana lýsa samtali þeirra á þennan hátt á sínum tíma.Spurningum lekið Þetta var þó ekki eina hjálpin sem framboð Trump á að hafa borist frá Fox News í kosningabaráttunni, að sögn New Yorker. Starfsmenn stöðvarinnar eru þannig sagðir hafa látið Trump vita af því að Megyn Kelly, stjórnandi sjónvarpskappræðna frambjóðenda í forvali Repúblikanaflokksins, ætlaði sér að spyrja hann krefjandi spurninga, þar á meðal um ásakanir um illa meðferð hans á konum. Talsmaður Fox News hafnaði alfarið að nokkur þaðan hefði látið Trump vita af spurningum í kappræðunum. Blaðamaður New Yorker segir erfitt að staðfesta eða hrekja frásögnina. Roger Ailes, einn stofnenda og forstjóri Fox News, sem á að hafa haft frumkvæði að því að láta Trump vita um spurningarnar lést árið 2017. Trump gagnrýndi sjálfur CNN-fréttastöðina harðlega þegar Donna Brazile, þáverandi starfsmaður stöðvarinnar, sagði af sér eftir ásakanir um að hún hafi látið framboð Hillary Clinton fá spurningar í sjónvarpskappræðum fyrir fram.
Bandaríkin Donald Trump Fjölmiðlar Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Fleiri fréttir Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Sjá meira