Dagskrárstjóri um Hatara: „Það er engin ástæða til að örvænta“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 5. mars 2019 18:32 Skarphéðinn Guðmundsson, dagskrárstjóri Ríkisútvarpsins, segir að engin ástæða sé til að hafa miklar áhyggjur af því að framlag Íslands til Eurovision verði dæmt úr keppni fyrir að brjóta í bága við lög Eurovision. Mynd/Rúv Skarphéðinn Guðmundsson, dagskrárstjóri Ríkisútvarpsins, segir að engin ástæða sé til að hafa miklar áhyggjur af því að framlag Íslands til Eurovision verði dæmt úr keppni fyrir að brjóta í bága við lög Eurovision. „Það er engin ástæða til að örvænta eða að hafa áhyggjur af því að þannig geti farið að þessu sinni enda höfum við á síðustu dögum verið í góðu samtali og það eru allir á einu máli um það að markmiðið okkar allra er að ná sem lengst í keppninni,“ segir Skarphéðinn sem var gestur í síðdegisútvarpinu á Rás 2 í dag.Mikið þurfi að ganga á til að vera dæmdur úr keppni Skarphéðinn segir að aðstandendur keppninnar séu fullkomlega meðvitaðir um íslenska atriðið og fyrir hvað það stendur. „Það þarf mjög mikið til til að eitthvað gerist eða eitthvað í þá áttina til þess að atriði séu talin brjóta í bága við reglur keppninnar. Dæmin hafa sýnt það að það þarf mikið til. Við höfum séð fram á atriði sem hafa farið mjög nærri því að geta talist pólitísk án þess að vera dæmd úr keppni,“ segir Skarphéðinn sem bendir á að aðstandendur keppninnar fylgist að sjálfsögðu grannt með gangi mála.Skarphéðinn Guðmundsson er dagskrárstjóri RÚV.vísir/stefánEkki lagt það í vana sinn að múlbinda listamenn Aðspurður hvort búið sé að tala sérstaklega við liðsmenn Hatara um hvað sé leyfilegt í keppninni svarar Skarphéðinn: „Við erum ekki búin að leggja þeim einhverjar línur sérstaklega um hvað má segja og hvað má ekki segja. Við höfum ekki lagt lag okkar við það að múlbinda keppendur í Eurovision eða almennt listamenn hérna á RÚV en hins vegar gilda bara ákveðnar reglur um keppnina og við erum búin að fara yfir þessar reglur í sameiningu bara sem lið í því að undirbúa okkur fyrir Eurovision keppnina. Eftir að hafa farið yfir það þá eru allir samstíga í því að það hefur enginn áhuga á öðru en að ná sem lengst í keppninni og leggja allt í sölurnar og reyna að halda hérna gott partí 18. maí á laugardegi.“ Ekki borist formlegt erindi frá Ísrael Skarphéðinn segir að þrátt fyrir að það sé mikið fjaðrafok á samfélagsmiðlum og jafnvel í ísraelskum fjölmiðlum sé mikilvægast að RÚV hafi ekki borist formlegt erindi eða fyrirspurnir frá Ísrael. „Umræður á samfélagsmiðlum, fréttaflutningur þar sem verið er að fjalla um umræður á samfélagsmiðlum það er ekki tilefni til að rjúka til og bregðast við með einhverjum formlegum hætti. Það er bara fullkomlega eðlilegur hluti af samfélagi nútímans að fólk hefur áhuga á að tala um allan fjandann og ekki hvað síst það sem gerist í fjölmiðlum og það sem er í sjónvarpinu og útvarpinu og út um allt. Það er bara mjög áhugavert og gaman að hafa skoðun á slíku. Það er ekki fyrr en við höfum einhver formleg erindi eða formlegar fyrirspurnir um eitthvað sem við sjáum ástæðu til að þurfa að bregðast við með einum eða öðrum hætti,“ segir Skarphéðinn. Örfáir dagar til stefnu Fjöllistahópurinn Hatari er frá því í gær í „fjölmiðlapásu“ til þess að geta einbeitt sér að atriðinu sjálfu því hópurinn þarf að skila af sér atriðinu fullkláruðu eftir helgi. „Það gerir sér enginn grein fyrir hvað það er ótrúlega umfangsmikið verkefni sem felst í því að þurfa að klára þetta atriði ekki bara lagið sjálft heldur uppsetninguna á atriðinu og útfærsluna á því. Það eru bara nokkrir dagar til stefnu,“ segir Skarphéðinn. Eurovision Ísrael Tónlist Tengdar fréttir Hatari í viðtali við ísraelska sjónvarpsstöð: Fáni Palestínumanna líklega ekki á sviðinu í Tel Aviv Hljómsveitin Hatari vann Söngvakeppni Sjónvarpsins á laugardagskvöldið en sveitin hafði betur gegn Friðriki Ómari í einvígi í úrslitum Söngvakeppninnar. Hatari verður því fulltrúi Íslands í Ísrael í maí og er nú þegar byrjað að fjalla um sveitina í miðlum í Ísrael. 5. mars 2019 15:15 „Það er enginn að banna neinum eitt eða neitt“ „Nei, það verða engin viðurlög við því,“ segir Felix Bergsson, fararstjóri íslenska hópsins í Eurovision, hlæjandi aðspurður um hvort það muni hafa einhverjar afleiðingar fari Hatari úr fjölmiðlafríi sem tilkynnt var um í gær. 5. mars 2019 15:45 „Hreyfingar geta sagt svo miklu meira en orð“ Sólbjört Sigurðardóttir, einn þriggja dansara í atriði Hatara, segir að líkamshreyfingar geti sagt miklu meira en það sem hægt er að færa í orð og því leggja liðsmenn Hatara ríka áherslu á hið sjónræna í atriðinu því danshreyfingarnar eru hluti af frásögninni. Danshreyfingarnar geti ýmist verið í samhljómi við tónlistina og á skjön við hana. 5. mars 2019 09:00 Mest lesið Diane Keaton er látin Lífið Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum Lífið Hristir hausinn yfir fyrra líferni Lífið Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Lífið „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Lífið Kossaflens á klúbbnum Lífið „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Lífið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ Lífið Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Lífið Fleiri fréttir Diane Keaton er látin Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Hristir hausinn yfir fyrra líferni Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Hamingja í hverjum munnbita „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú „Þetta er virkilega fallegt samfélag“ Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Sjá meira
Skarphéðinn Guðmundsson, dagskrárstjóri Ríkisútvarpsins, segir að engin ástæða sé til að hafa miklar áhyggjur af því að framlag Íslands til Eurovision verði dæmt úr keppni fyrir að brjóta í bága við lög Eurovision. „Það er engin ástæða til að örvænta eða að hafa áhyggjur af því að þannig geti farið að þessu sinni enda höfum við á síðustu dögum verið í góðu samtali og það eru allir á einu máli um það að markmiðið okkar allra er að ná sem lengst í keppninni,“ segir Skarphéðinn sem var gestur í síðdegisútvarpinu á Rás 2 í dag.Mikið þurfi að ganga á til að vera dæmdur úr keppni Skarphéðinn segir að aðstandendur keppninnar séu fullkomlega meðvitaðir um íslenska atriðið og fyrir hvað það stendur. „Það þarf mjög mikið til til að eitthvað gerist eða eitthvað í þá áttina til þess að atriði séu talin brjóta í bága við reglur keppninnar. Dæmin hafa sýnt það að það þarf mikið til. Við höfum séð fram á atriði sem hafa farið mjög nærri því að geta talist pólitísk án þess að vera dæmd úr keppni,“ segir Skarphéðinn sem bendir á að aðstandendur keppninnar fylgist að sjálfsögðu grannt með gangi mála.Skarphéðinn Guðmundsson er dagskrárstjóri RÚV.vísir/stefánEkki lagt það í vana sinn að múlbinda listamenn Aðspurður hvort búið sé að tala sérstaklega við liðsmenn Hatara um hvað sé leyfilegt í keppninni svarar Skarphéðinn: „Við erum ekki búin að leggja þeim einhverjar línur sérstaklega um hvað má segja og hvað má ekki segja. Við höfum ekki lagt lag okkar við það að múlbinda keppendur í Eurovision eða almennt listamenn hérna á RÚV en hins vegar gilda bara ákveðnar reglur um keppnina og við erum búin að fara yfir þessar reglur í sameiningu bara sem lið í því að undirbúa okkur fyrir Eurovision keppnina. Eftir að hafa farið yfir það þá eru allir samstíga í því að það hefur enginn áhuga á öðru en að ná sem lengst í keppninni og leggja allt í sölurnar og reyna að halda hérna gott partí 18. maí á laugardegi.“ Ekki borist formlegt erindi frá Ísrael Skarphéðinn segir að þrátt fyrir að það sé mikið fjaðrafok á samfélagsmiðlum og jafnvel í ísraelskum fjölmiðlum sé mikilvægast að RÚV hafi ekki borist formlegt erindi eða fyrirspurnir frá Ísrael. „Umræður á samfélagsmiðlum, fréttaflutningur þar sem verið er að fjalla um umræður á samfélagsmiðlum það er ekki tilefni til að rjúka til og bregðast við með einhverjum formlegum hætti. Það er bara fullkomlega eðlilegur hluti af samfélagi nútímans að fólk hefur áhuga á að tala um allan fjandann og ekki hvað síst það sem gerist í fjölmiðlum og það sem er í sjónvarpinu og útvarpinu og út um allt. Það er bara mjög áhugavert og gaman að hafa skoðun á slíku. Það er ekki fyrr en við höfum einhver formleg erindi eða formlegar fyrirspurnir um eitthvað sem við sjáum ástæðu til að þurfa að bregðast við með einum eða öðrum hætti,“ segir Skarphéðinn. Örfáir dagar til stefnu Fjöllistahópurinn Hatari er frá því í gær í „fjölmiðlapásu“ til þess að geta einbeitt sér að atriðinu sjálfu því hópurinn þarf að skila af sér atriðinu fullkláruðu eftir helgi. „Það gerir sér enginn grein fyrir hvað það er ótrúlega umfangsmikið verkefni sem felst í því að þurfa að klára þetta atriði ekki bara lagið sjálft heldur uppsetninguna á atriðinu og útfærsluna á því. Það eru bara nokkrir dagar til stefnu,“ segir Skarphéðinn.
Eurovision Ísrael Tónlist Tengdar fréttir Hatari í viðtali við ísraelska sjónvarpsstöð: Fáni Palestínumanna líklega ekki á sviðinu í Tel Aviv Hljómsveitin Hatari vann Söngvakeppni Sjónvarpsins á laugardagskvöldið en sveitin hafði betur gegn Friðriki Ómari í einvígi í úrslitum Söngvakeppninnar. Hatari verður því fulltrúi Íslands í Ísrael í maí og er nú þegar byrjað að fjalla um sveitina í miðlum í Ísrael. 5. mars 2019 15:15 „Það er enginn að banna neinum eitt eða neitt“ „Nei, það verða engin viðurlög við því,“ segir Felix Bergsson, fararstjóri íslenska hópsins í Eurovision, hlæjandi aðspurður um hvort það muni hafa einhverjar afleiðingar fari Hatari úr fjölmiðlafríi sem tilkynnt var um í gær. 5. mars 2019 15:45 „Hreyfingar geta sagt svo miklu meira en orð“ Sólbjört Sigurðardóttir, einn þriggja dansara í atriði Hatara, segir að líkamshreyfingar geti sagt miklu meira en það sem hægt er að færa í orð og því leggja liðsmenn Hatara ríka áherslu á hið sjónræna í atriðinu því danshreyfingarnar eru hluti af frásögninni. Danshreyfingarnar geti ýmist verið í samhljómi við tónlistina og á skjön við hana. 5. mars 2019 09:00 Mest lesið Diane Keaton er látin Lífið Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum Lífið Hristir hausinn yfir fyrra líferni Lífið Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Lífið „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Lífið Kossaflens á klúbbnum Lífið „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Lífið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ Lífið Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Lífið Fleiri fréttir Diane Keaton er látin Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Hristir hausinn yfir fyrra líferni Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Hamingja í hverjum munnbita „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú „Þetta er virkilega fallegt samfélag“ Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Sjá meira
Hatari í viðtali við ísraelska sjónvarpsstöð: Fáni Palestínumanna líklega ekki á sviðinu í Tel Aviv Hljómsveitin Hatari vann Söngvakeppni Sjónvarpsins á laugardagskvöldið en sveitin hafði betur gegn Friðriki Ómari í einvígi í úrslitum Söngvakeppninnar. Hatari verður því fulltrúi Íslands í Ísrael í maí og er nú þegar byrjað að fjalla um sveitina í miðlum í Ísrael. 5. mars 2019 15:15
„Það er enginn að banna neinum eitt eða neitt“ „Nei, það verða engin viðurlög við því,“ segir Felix Bergsson, fararstjóri íslenska hópsins í Eurovision, hlæjandi aðspurður um hvort það muni hafa einhverjar afleiðingar fari Hatari úr fjölmiðlafríi sem tilkynnt var um í gær. 5. mars 2019 15:45
„Hreyfingar geta sagt svo miklu meira en orð“ Sólbjört Sigurðardóttir, einn þriggja dansara í atriði Hatara, segir að líkamshreyfingar geti sagt miklu meira en það sem hægt er að færa í orð og því leggja liðsmenn Hatara ríka áherslu á hið sjónræna í atriðinu því danshreyfingarnar eru hluti af frásögninni. Danshreyfingarnar geti ýmist verið í samhljómi við tónlistina og á skjön við hana. 5. mars 2019 09:00