Farþegum Wow air fækkaði um þriðjung á milli ára Kjartan Kjartansson skrifar 6. mars 2019 11:56 Wow air hefur átt undir högg að sækja síðustu misseri. Vísir/Vilhelm Rúmlega þriðjungsfækkun varð á farþegum sem Wow air flutti til og frá landsins í febrúar borið saman við sama mánuð í fyrra. Framboð á sætum dróst saman um meira en fjórðung en sætanýting minnkað lítillega. Í tilkynningu frá Wow air kemur fram að félagið hafi flutt 139.000 farþega í febrúar. Það var 34% færri en í sama mánuði í fyrra. Sætanýtingin var 84%, borið saman við 88% árið áður. Framboð á sætum dróst saman um 28%. Hlutfall farþega í tengiflugi var svo gott sem óbreytt á milli ára. Það var 39% í febrúar en 40% árið áður. Í yfirlýsingu sem er höfð eftir Skúla Mogensen, forstjóra Wow air, lýsir hann ánægju með að stundvísi félagsins hafi batnað verulega á milli ára. Rekstrarvandi Wow air hefur verið til stöðugrar umfjöllunar undanfarna mánuði. Félagið sagði upp á fjórða hundrað starfsmanna og fækkaði í flugvélaflota sínum í desember. Undanfarið hafa viðræður staðið yfir um að bandaríska fjárfestingafélagið Indigo Partners fjárfesti í Wow air. Þær viðræður virðast þó hafa gengið brösuglega. Um mánaðamótin bárust fréttir af því að fyrirtækið hafi ekki greitt mótframlagsgreiðslur í lífeyris- og séreignarsparnað síðustu þrjá mánuði. Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Gætu þurft að taka á sig tugprósenta afföll Fulltrúar Indigo Partners krefjast þess að skuldabréfaeigendur WOW air taki á sig tugprósenta afskriftir og að endanlegur hlutur Skúla Mogensen verði minni en áður hefur verið rætt um. Skilyrðin ollu Skúla miklum vonbrigðum. 6. mars 2019 06:30 Telur viðræðurnar stranda á eignarhlut Skúla Stærsti ásteytingarsteinninn í viðræðum Indigo Partners og WOW air er stærð eignarhlutar stofnanda flugfélagsins eftir fjárfestingu bandaríska sjóðsins, að sögn heimildarmanns bresks viðskiptablaðs. 4. mars 2019 15:30 Wow í vanskilum með iðgjaldaframlög Hafa haldið eftir mótframlagsgreiðslum í þrjá mánuði en starfsmenn voru látnir vita í dag. 4. mars 2019 22:30 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Rúmlega þriðjungsfækkun varð á farþegum sem Wow air flutti til og frá landsins í febrúar borið saman við sama mánuð í fyrra. Framboð á sætum dróst saman um meira en fjórðung en sætanýting minnkað lítillega. Í tilkynningu frá Wow air kemur fram að félagið hafi flutt 139.000 farþega í febrúar. Það var 34% færri en í sama mánuði í fyrra. Sætanýtingin var 84%, borið saman við 88% árið áður. Framboð á sætum dróst saman um 28%. Hlutfall farþega í tengiflugi var svo gott sem óbreytt á milli ára. Það var 39% í febrúar en 40% árið áður. Í yfirlýsingu sem er höfð eftir Skúla Mogensen, forstjóra Wow air, lýsir hann ánægju með að stundvísi félagsins hafi batnað verulega á milli ára. Rekstrarvandi Wow air hefur verið til stöðugrar umfjöllunar undanfarna mánuði. Félagið sagði upp á fjórða hundrað starfsmanna og fækkaði í flugvélaflota sínum í desember. Undanfarið hafa viðræður staðið yfir um að bandaríska fjárfestingafélagið Indigo Partners fjárfesti í Wow air. Þær viðræður virðast þó hafa gengið brösuglega. Um mánaðamótin bárust fréttir af því að fyrirtækið hafi ekki greitt mótframlagsgreiðslur í lífeyris- og séreignarsparnað síðustu þrjá mánuði.
Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Gætu þurft að taka á sig tugprósenta afföll Fulltrúar Indigo Partners krefjast þess að skuldabréfaeigendur WOW air taki á sig tugprósenta afskriftir og að endanlegur hlutur Skúla Mogensen verði minni en áður hefur verið rætt um. Skilyrðin ollu Skúla miklum vonbrigðum. 6. mars 2019 06:30 Telur viðræðurnar stranda á eignarhlut Skúla Stærsti ásteytingarsteinninn í viðræðum Indigo Partners og WOW air er stærð eignarhlutar stofnanda flugfélagsins eftir fjárfestingu bandaríska sjóðsins, að sögn heimildarmanns bresks viðskiptablaðs. 4. mars 2019 15:30 Wow í vanskilum með iðgjaldaframlög Hafa haldið eftir mótframlagsgreiðslum í þrjá mánuði en starfsmenn voru látnir vita í dag. 4. mars 2019 22:30 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Gætu þurft að taka á sig tugprósenta afföll Fulltrúar Indigo Partners krefjast þess að skuldabréfaeigendur WOW air taki á sig tugprósenta afskriftir og að endanlegur hlutur Skúla Mogensen verði minni en áður hefur verið rætt um. Skilyrðin ollu Skúla miklum vonbrigðum. 6. mars 2019 06:30
Telur viðræðurnar stranda á eignarhlut Skúla Stærsti ásteytingarsteinninn í viðræðum Indigo Partners og WOW air er stærð eignarhlutar stofnanda flugfélagsins eftir fjárfestingu bandaríska sjóðsins, að sögn heimildarmanns bresks viðskiptablaðs. 4. mars 2019 15:30
Wow í vanskilum með iðgjaldaframlög Hafa haldið eftir mótframlagsgreiðslum í þrjá mánuði en starfsmenn voru látnir vita í dag. 4. mars 2019 22:30