Gætu þurft að ganga mun lengra í aðgerðaplaninu Sighvatur Arnmundsson skrifar 7. mars 2019 06:45 Þau Sólveig Anna Jónsdóttir og Ragnar Þór Ingólfsson standa í ströngu þessa dagana. Fréttablaðið/Eyþór Ekki fékkst niðurstaða í Félagsdómi í gær um lögmæti boðaðs verkfalls Eflingar sem fara á fram á morgun. Atkvæðagreiðsla vegna næstu aðgerða hjá VR og Eflingu gengur hins vegar vel. Deiluaðilar munu hittast hjá ríkissáttasemjara í dag. Formaður VR er ekki bjartsýnn á að þar myndist umræðugrundvöllur. „Ég vona að það komi eitthvað fram á fundinum sem getur myndað einhvers konar umræðugrundvöll. Ég á samt ekki von á því miðað við hvernig afstaða Samtaka atvinnulífsins hefur verið gagnvart okkar kröfugerð,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, um fund deiluaðila hjá ríkissáttasemjara í dag. Lögum samkvæmt verða aðilar að hittast innan fjórtán daga frá því að viðræðum er slitið og þurfti því að boða til fundarins í síðasta lagi í dag. Undirbúningur verkfallsaðgerða Eflingar, VR, Verkalýðsfélags Akraness og Verkalýðsfélags Grindavíkur heldur áfram. Varðandi framhaldið segir Ragnar að svo geti farið að ganga þurfi mun lengra í aðgerðaplaninu en orðið er til þess að fá samningsaðila að borðinu eins og gerst hafi 2015. „Þá var farið að glitta í að farið yrði í verkfallsaðgerðir eftir að allsherjarverkföll voru samþykkt. Þá fyrst komu menn að borðinu og ég á nú von á því að við klárum þetta áður en það kemur til átaka. Það er okkar stefna og einlæga von.“ Ekki fékkst hins vegar niðurstaða í Félagsdómi í gær um lögmæti boðunar fyrstu aðgerða Eflingar eins og búist var við. Það mun því ekki skýrast fyrr en í dag hvort hótelþernur muni leggja niður störf klukkan 10 í fyrramálið á alþjóðlegum baráttudegi kvenna. VR náði í gær lágmarksþátttöku í atkvæðagreiðslu meðal sinna félagsmanna sem fyrirhugaðar aðgerðir munu ná til. „Við náðum þessum 20 prósentum í hádeginu. Við erum komin yfir lágmarkið á aðeins rúmlega sólarhring og ég er bara himinlifandi með þá niðurstöðu,“ segir Ragnar Þór. Atkvæðagreiðslan mun standa yfir þangað til 12. mars þannig að Ragnar segir að það stefni í mjög góða þátttöku. „Við erum búin að funda með trúnaðarmönnum á þeim vinnustöðum sem aðgerðirnar ná til. Fram undan eru svo fundir með sjálfu starfsfólkinu.“ Ragnar segir að margir félagsmenn hafi samband þessa dagana. „Í aðdraganda svona aðgerða hringja alltaf margir inn. Bæði þeir sem hafa áhyggjur og þeir sem eru að lýsa yfir stuðningi. Það er mjög eðlilegt. Það ber á meiri stuðningi en við höfum fundið fyrir áður.“ Um miðjan dag í gær hafði lágmarksþátttaka náðst í þremur af sjö verkfallsboðunum Eflingar. Verði aðgerðirnar samþykktar hjá VR og Eflingu og samningar takist ekki fyrir þann tíma myndu þeir starfsmenn sem um ræðir leggja niður störf 22. mars og aftur í tvo daga í lok mánaðarins. Fjögur þriggja daga verkföll í apríl myndu svo fylgja í kjölfarið og að lokum yrði farið í allsherjarverkfall frá og með 1. maí. Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir Ragnar Þór hrifinn af kjarapakkanum Meirihluti borgarstjórnar felldi í gær fjórar tillögur Sjálfstæðisflokksins sem lagðar voru fram til að liðka fyrir kjarasamningum. Borgarstjóri sagði tillögurnar lýðskrum. Formaður VR telur tillögurnar gott innlegg í umræðuna. 6. mars 2019 06:00 Setja alla orkuna í næsta verkfall ef málið tapast Formaður Eflingar segir að talsverður hópur félagsmanna hafi haft samband og kvartað undan óeðlilegum afskiptum atvinnurekenda af atkvæðagreiðslu Eflingar um verkföll. 6. mars 2019 15:03 Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Ekki púað á Snorra Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Fleiri fréttir Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir hafa verið njósnað um son hans Sjá meira
Ekki fékkst niðurstaða í Félagsdómi í gær um lögmæti boðaðs verkfalls Eflingar sem fara á fram á morgun. Atkvæðagreiðsla vegna næstu aðgerða hjá VR og Eflingu gengur hins vegar vel. Deiluaðilar munu hittast hjá ríkissáttasemjara í dag. Formaður VR er ekki bjartsýnn á að þar myndist umræðugrundvöllur. „Ég vona að það komi eitthvað fram á fundinum sem getur myndað einhvers konar umræðugrundvöll. Ég á samt ekki von á því miðað við hvernig afstaða Samtaka atvinnulífsins hefur verið gagnvart okkar kröfugerð,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, um fund deiluaðila hjá ríkissáttasemjara í dag. Lögum samkvæmt verða aðilar að hittast innan fjórtán daga frá því að viðræðum er slitið og þurfti því að boða til fundarins í síðasta lagi í dag. Undirbúningur verkfallsaðgerða Eflingar, VR, Verkalýðsfélags Akraness og Verkalýðsfélags Grindavíkur heldur áfram. Varðandi framhaldið segir Ragnar að svo geti farið að ganga þurfi mun lengra í aðgerðaplaninu en orðið er til þess að fá samningsaðila að borðinu eins og gerst hafi 2015. „Þá var farið að glitta í að farið yrði í verkfallsaðgerðir eftir að allsherjarverkföll voru samþykkt. Þá fyrst komu menn að borðinu og ég á nú von á því að við klárum þetta áður en það kemur til átaka. Það er okkar stefna og einlæga von.“ Ekki fékkst hins vegar niðurstaða í Félagsdómi í gær um lögmæti boðunar fyrstu aðgerða Eflingar eins og búist var við. Það mun því ekki skýrast fyrr en í dag hvort hótelþernur muni leggja niður störf klukkan 10 í fyrramálið á alþjóðlegum baráttudegi kvenna. VR náði í gær lágmarksþátttöku í atkvæðagreiðslu meðal sinna félagsmanna sem fyrirhugaðar aðgerðir munu ná til. „Við náðum þessum 20 prósentum í hádeginu. Við erum komin yfir lágmarkið á aðeins rúmlega sólarhring og ég er bara himinlifandi með þá niðurstöðu,“ segir Ragnar Þór. Atkvæðagreiðslan mun standa yfir þangað til 12. mars þannig að Ragnar segir að það stefni í mjög góða þátttöku. „Við erum búin að funda með trúnaðarmönnum á þeim vinnustöðum sem aðgerðirnar ná til. Fram undan eru svo fundir með sjálfu starfsfólkinu.“ Ragnar segir að margir félagsmenn hafi samband þessa dagana. „Í aðdraganda svona aðgerða hringja alltaf margir inn. Bæði þeir sem hafa áhyggjur og þeir sem eru að lýsa yfir stuðningi. Það er mjög eðlilegt. Það ber á meiri stuðningi en við höfum fundið fyrir áður.“ Um miðjan dag í gær hafði lágmarksþátttaka náðst í þremur af sjö verkfallsboðunum Eflingar. Verði aðgerðirnar samþykktar hjá VR og Eflingu og samningar takist ekki fyrir þann tíma myndu þeir starfsmenn sem um ræðir leggja niður störf 22. mars og aftur í tvo daga í lok mánaðarins. Fjögur þriggja daga verkföll í apríl myndu svo fylgja í kjölfarið og að lokum yrði farið í allsherjarverkfall frá og með 1. maí.
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir Ragnar Þór hrifinn af kjarapakkanum Meirihluti borgarstjórnar felldi í gær fjórar tillögur Sjálfstæðisflokksins sem lagðar voru fram til að liðka fyrir kjarasamningum. Borgarstjóri sagði tillögurnar lýðskrum. Formaður VR telur tillögurnar gott innlegg í umræðuna. 6. mars 2019 06:00 Setja alla orkuna í næsta verkfall ef málið tapast Formaður Eflingar segir að talsverður hópur félagsmanna hafi haft samband og kvartað undan óeðlilegum afskiptum atvinnurekenda af atkvæðagreiðslu Eflingar um verkföll. 6. mars 2019 15:03 Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Ekki púað á Snorra Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Fleiri fréttir Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir hafa verið njósnað um son hans Sjá meira
Ragnar Þór hrifinn af kjarapakkanum Meirihluti borgarstjórnar felldi í gær fjórar tillögur Sjálfstæðisflokksins sem lagðar voru fram til að liðka fyrir kjarasamningum. Borgarstjóri sagði tillögurnar lýðskrum. Formaður VR telur tillögurnar gott innlegg í umræðuna. 6. mars 2019 06:00
Setja alla orkuna í næsta verkfall ef málið tapast Formaður Eflingar segir að talsverður hópur félagsmanna hafi haft samband og kvartað undan óeðlilegum afskiptum atvinnurekenda af atkvæðagreiðslu Eflingar um verkföll. 6. mars 2019 15:03