Ævintýrasöngleikur í Iðnó 8. mars 2019 14:00 Rakel, formaður Fúríu, og Agnes Wild leikstjóri hlakka mikið til frumsýningarinnar. fréttablaðið/sigtryggur ari Nemendur Kvennó eru að tínast á æfingu í Iðnó eftir skóla þegar þetta viðtal fer fram. Rakel Svavarsdóttir, formaður leikfélagsins Fúríu, er mætt áður og búin að hengja upp leiktjöld ásamt fleirum. „Við erum að setja upp söngleikinn Srekk í fyrsta sinn hér á Íslandi og erum stolt af því,“ segir Rakel. „Það er sýning fyrir alla fjölskylduna.“ Hún segir Agnesi Wild leikstjóra eiga hugmyndina. „Agnes vann með okkur í fyrra og við fengum hana aftur því hún er æðisleg. Hún hefur séð Srekk erlendis, hann hefur verið sýndur á Broadway og West-End. Fyrst vorum við í stjórn leikfélagsins svolítið efins út af krefjandi búningum og leikmynd en svo fengum við flinkan hönnuð, Evu Björg Harðardóttur, sem hjálpaði okkur með þann þátt og Aníta Rós Þorsteinsdóttir er höfundur dansa.“ Sviðið í Iðnó má ekki minna vera þegar svona fjölmenn sýning er annars vegar en nemendur Kvennó kunna á það því þeir hafa sýnt þar í nokkur ár, að sögn Rakelar. „Í fáeinum atriðum er allur leikhópurinn á sviðinu í einu, samtals 29 manns,“ segir hún brosandi. En eru góðir söngvarar í skólanum? „Já, það er fullt af vönum söngvurum og svo er fjöldi fólks í sýningunni sem hafði aldrei sungið áður en við erum með frábæra söngstýru, Sigrúnu Harðardóttur, hún er góð að kenna fólki og því verður þetta mjög flott.“ Margir koma líka að sýningunni sem ekki fara á svið, Rakel bendir á að unnið sé að því að prenta leikskrá og plaköt sem eigi að fara að dreifa. En um hvað snýst söngleikurinn í stuttu máli? „Hann fjallar um tröllkarlinn Srekk sem vill búa einn í sinni mýri, langt frá ys og félagslífi en Farquad lávarður hatar ævintýrapersónur ríkisins og sendir þær allar út í mýrina. Tröllið verður bandbrjálað en samþykkir að bjarga prinsessunni Fíónu úr turni eldspúandi dreka, og vinna með því mýrina aftur. Þetta er langt ferðalag og hann lærir margt á leiðinni, til dæmis um vináttuna?…?já, svo er bara að bíða og sjá.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið VÆB opnar verslun í Kringlunni Lífið Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Tónlist Reyndi við þrjár milljónir Lífið Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision Lífið Fleiri fréttir Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Sjá meira
Nemendur Kvennó eru að tínast á æfingu í Iðnó eftir skóla þegar þetta viðtal fer fram. Rakel Svavarsdóttir, formaður leikfélagsins Fúríu, er mætt áður og búin að hengja upp leiktjöld ásamt fleirum. „Við erum að setja upp söngleikinn Srekk í fyrsta sinn hér á Íslandi og erum stolt af því,“ segir Rakel. „Það er sýning fyrir alla fjölskylduna.“ Hún segir Agnesi Wild leikstjóra eiga hugmyndina. „Agnes vann með okkur í fyrra og við fengum hana aftur því hún er æðisleg. Hún hefur séð Srekk erlendis, hann hefur verið sýndur á Broadway og West-End. Fyrst vorum við í stjórn leikfélagsins svolítið efins út af krefjandi búningum og leikmynd en svo fengum við flinkan hönnuð, Evu Björg Harðardóttur, sem hjálpaði okkur með þann þátt og Aníta Rós Þorsteinsdóttir er höfundur dansa.“ Sviðið í Iðnó má ekki minna vera þegar svona fjölmenn sýning er annars vegar en nemendur Kvennó kunna á það því þeir hafa sýnt þar í nokkur ár, að sögn Rakelar. „Í fáeinum atriðum er allur leikhópurinn á sviðinu í einu, samtals 29 manns,“ segir hún brosandi. En eru góðir söngvarar í skólanum? „Já, það er fullt af vönum söngvurum og svo er fjöldi fólks í sýningunni sem hafði aldrei sungið áður en við erum með frábæra söngstýru, Sigrúnu Harðardóttur, hún er góð að kenna fólki og því verður þetta mjög flott.“ Margir koma líka að sýningunni sem ekki fara á svið, Rakel bendir á að unnið sé að því að prenta leikskrá og plaköt sem eigi að fara að dreifa. En um hvað snýst söngleikurinn í stuttu máli? „Hann fjallar um tröllkarlinn Srekk sem vill búa einn í sinni mýri, langt frá ys og félagslífi en Farquad lávarður hatar ævintýrapersónur ríkisins og sendir þær allar út í mýrina. Tröllið verður bandbrjálað en samþykkir að bjarga prinsessunni Fíónu úr turni eldspúandi dreka, og vinna með því mýrina aftur. Þetta er langt ferðalag og hann lærir margt á leiðinni, til dæmis um vináttuna?…?já, svo er bara að bíða og sjá.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið VÆB opnar verslun í Kringlunni Lífið Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Tónlist Reyndi við þrjár milljónir Lífið Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision Lífið Fleiri fréttir Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Sjá meira