Hafnar „þögninni sem viðbrögðum við heimilisofbeldi“ í orðsendingu úr fangelsinu Kristín Ólafsdóttir skrifar 8. mars 2019 07:50 Ástralska listakonan Nara Walker hefur verið í fangelsinu á Hólmsheiði síðan 20. febrúar síðastliðinn. Fréttablaðið/Anton brink Nara Walker, áströlsk kona sem afplánar nú dóm á Íslandi fyrir að hafa bitið hluta úr tungu þáverandi eiginmanns síns, hefur sent frá sér orðsendingu í tilefni alþjóðlegs baráttudags kvenna sem ber upp í dag. Nara hafnar þar „þögninni sem viðbrögðum við heimilisofbeldi“ en hún heldur því staðfastlega fram að eiginmaður sinn hafi beitt hana grófu ofbeldi. „Í dag stöndum við saman og höldum baráttunni áfram. Óháð löndum, landamærum og tungutaki deilum við samhljóm breytinga. Við fögnum þeim árangri sem náðst hefur, minnumst kvennanna sem lögðu grunninn og bjuggu til vettvang fyrir rödd okkar á þessum degi,“ segir í orðsendingu Nöru.Sjá einnig: Mótmæltu við fangelsið þegar Nara hóf afplánun í dag „Ég hafna þögninni sem viðbrögðum við heimilisofbeldi. Sögur okkar verða raddir okkar. Tímabært er að raddir okkar heyrist. Látum þær hljóma hærra en nokkru sinni fyrr; fyrir konur sem látið hafa lífið, fyrir konur sem enn lifa lífi sínu í skugga óttans, fyrir börn þeirra og komandi kynslóðir. Með samstöðunni lyftum við hver annarri og skilum skömminni. Stöndum saman á þessum degi og rjúfum þögnina. Engin kona ein. Ég stend með ykkur!“Báðu Guðna um að veita Nöru sakaruppgjöf Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi Nöru í fimmtán mánaða skilborðsbundið fangelsifyrir að hafa bitið tungu þáverandi eiginmanns síns í sundur í íbúð í miðbænum í nóvember árið 2017. Dómurinn var þyngdur í Landsrétti en þar var Nara dæmd í átján mánaða fangelsi, þar af fimmtán mánuði skilorðsbundna. Ekki var fallist á að viðbrögð hennar hefðu helgast af nauðvörn en Nara heldur því staðfastlega fram að hún hafi verið að verja sig grófu ofbeldi. Nara hóf afplánun í fangelsinu á Hólmsheiði þann 20. febrúar síðastliðinn.Yfir 41 þúsund manns hafa ritað nafn sitt við undirskriftasöfnun til stuðnings Nöru. Aðstandendur hennar hafa barist fyrir því að fá hana heim til fjölskyldu sinnar í Ástralíu og þá er jafnframt biðlað til forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessonar, um að veita Nöru sakaruppgjöf. Ástralía Dómsmál Kynferðisofbeldi Reykjavík Tengdar fréttir Vilja að Guðni náði konu sem beit tungu eiginmanns síns í sundur Aðstandendur Nöru Walker, ástralskrar konu sem dæmd var í átján mánaða fangelsi fyrir að hafa bitið hluta úr tungu þáverandi eiginmanns síns, hafa komið af stað undirskriftarsöfnun til að fá hana heim til fjölskyldu sinnar í Ástralíu. 18. febrúar 2019 11:13 Mótmæltu við fangelsið þegar Nara hóf afplánun í dag Nara Walker, mætti í fangelsið á Hólmsheiði í dag til að hefja afplánun en hún hlaut í desember átján mánaða dóm, þar af fimmtán skilorðsbundna, fyrir að hafa bitið hluta úr tungu þáverandi eiginmanns síns. 20. febrúar 2019 19:30 Fórnarlömb geti varið sig án þess að þurfa að óttast fangelsisvist og refsingar Konur í minni stöðu eiga ekki að þurfa að óttast fangelsisvist og refsingu meiði þær ofbeldismann sinn í nauðvörn, segir Nara Walker. Fyrir rúmu ári beit hún hluta úr tungu þáverandi eiginmanns síns sem hún segir hafa beitt sig ítrekuðu ofbeldi. 19. janúar 2019 09:00 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Sjá meira
Nara Walker, áströlsk kona sem afplánar nú dóm á Íslandi fyrir að hafa bitið hluta úr tungu þáverandi eiginmanns síns, hefur sent frá sér orðsendingu í tilefni alþjóðlegs baráttudags kvenna sem ber upp í dag. Nara hafnar þar „þögninni sem viðbrögðum við heimilisofbeldi“ en hún heldur því staðfastlega fram að eiginmaður sinn hafi beitt hana grófu ofbeldi. „Í dag stöndum við saman og höldum baráttunni áfram. Óháð löndum, landamærum og tungutaki deilum við samhljóm breytinga. Við fögnum þeim árangri sem náðst hefur, minnumst kvennanna sem lögðu grunninn og bjuggu til vettvang fyrir rödd okkar á þessum degi,“ segir í orðsendingu Nöru.Sjá einnig: Mótmæltu við fangelsið þegar Nara hóf afplánun í dag „Ég hafna þögninni sem viðbrögðum við heimilisofbeldi. Sögur okkar verða raddir okkar. Tímabært er að raddir okkar heyrist. Látum þær hljóma hærra en nokkru sinni fyrr; fyrir konur sem látið hafa lífið, fyrir konur sem enn lifa lífi sínu í skugga óttans, fyrir börn þeirra og komandi kynslóðir. Með samstöðunni lyftum við hver annarri og skilum skömminni. Stöndum saman á þessum degi og rjúfum þögnina. Engin kona ein. Ég stend með ykkur!“Báðu Guðna um að veita Nöru sakaruppgjöf Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi Nöru í fimmtán mánaða skilborðsbundið fangelsifyrir að hafa bitið tungu þáverandi eiginmanns síns í sundur í íbúð í miðbænum í nóvember árið 2017. Dómurinn var þyngdur í Landsrétti en þar var Nara dæmd í átján mánaða fangelsi, þar af fimmtán mánuði skilorðsbundna. Ekki var fallist á að viðbrögð hennar hefðu helgast af nauðvörn en Nara heldur því staðfastlega fram að hún hafi verið að verja sig grófu ofbeldi. Nara hóf afplánun í fangelsinu á Hólmsheiði þann 20. febrúar síðastliðinn.Yfir 41 þúsund manns hafa ritað nafn sitt við undirskriftasöfnun til stuðnings Nöru. Aðstandendur hennar hafa barist fyrir því að fá hana heim til fjölskyldu sinnar í Ástralíu og þá er jafnframt biðlað til forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessonar, um að veita Nöru sakaruppgjöf.
Ástralía Dómsmál Kynferðisofbeldi Reykjavík Tengdar fréttir Vilja að Guðni náði konu sem beit tungu eiginmanns síns í sundur Aðstandendur Nöru Walker, ástralskrar konu sem dæmd var í átján mánaða fangelsi fyrir að hafa bitið hluta úr tungu þáverandi eiginmanns síns, hafa komið af stað undirskriftarsöfnun til að fá hana heim til fjölskyldu sinnar í Ástralíu. 18. febrúar 2019 11:13 Mótmæltu við fangelsið þegar Nara hóf afplánun í dag Nara Walker, mætti í fangelsið á Hólmsheiði í dag til að hefja afplánun en hún hlaut í desember átján mánaða dóm, þar af fimmtán skilorðsbundna, fyrir að hafa bitið hluta úr tungu þáverandi eiginmanns síns. 20. febrúar 2019 19:30 Fórnarlömb geti varið sig án þess að þurfa að óttast fangelsisvist og refsingar Konur í minni stöðu eiga ekki að þurfa að óttast fangelsisvist og refsingu meiði þær ofbeldismann sinn í nauðvörn, segir Nara Walker. Fyrir rúmu ári beit hún hluta úr tungu þáverandi eiginmanns síns sem hún segir hafa beitt sig ítrekuðu ofbeldi. 19. janúar 2019 09:00 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Sjá meira
Vilja að Guðni náði konu sem beit tungu eiginmanns síns í sundur Aðstandendur Nöru Walker, ástralskrar konu sem dæmd var í átján mánaða fangelsi fyrir að hafa bitið hluta úr tungu þáverandi eiginmanns síns, hafa komið af stað undirskriftarsöfnun til að fá hana heim til fjölskyldu sinnar í Ástralíu. 18. febrúar 2019 11:13
Mótmæltu við fangelsið þegar Nara hóf afplánun í dag Nara Walker, mætti í fangelsið á Hólmsheiði í dag til að hefja afplánun en hún hlaut í desember átján mánaða dóm, þar af fimmtán skilorðsbundna, fyrir að hafa bitið hluta úr tungu þáverandi eiginmanns síns. 20. febrúar 2019 19:30
Fórnarlömb geti varið sig án þess að þurfa að óttast fangelsisvist og refsingar Konur í minni stöðu eiga ekki að þurfa að óttast fangelsisvist og refsingu meiði þær ofbeldismann sinn í nauðvörn, segir Nara Walker. Fyrir rúmu ári beit hún hluta úr tungu þáverandi eiginmanns síns sem hún segir hafa beitt sig ítrekuðu ofbeldi. 19. janúar 2019 09:00