Dæmd í 12 mánaða fangelsi fyrir að bíta tungu eiginmanns síns í sundur Kristín Ólafsdóttir skrifar 13. mars 2018 21:15 Konan þarf að greiða manni sínum 1,2 milljónir króna í bætur vegna tungubitsins. Vísir/GVA Áströlsk kona, sem m.a. var ákærð fyrir að bíta tungu eiginmanns síns í sundur, hefur verið dæmd í 12 mánaða skilorðsbundið fangelsi. Þá hefur henni verið gert að greiða bæði eiginmanni sínum og konu, sem hún veittist einnig að með ofbeldi, miskabætur.Fjallað var um málið á Vísi á sínum tíma en lögreglu barst tilkynning um atvikið aðfararnótt miðvikudagsins 1. nóvember í fyrra. Farið var fram á farbann yfir konunni vegna málsins. Þá kom einnig fram í fréttum af málinu að sauma hefði þurft 30 spor til að festa tunguhluta, sem konan beit úr eiginmanni sínum, aftur á. Aðgerðin skilaði ekki árangri og var tunguhlutinn úrskurðaður ónýtur.Fóru heim saman eftir skemmtistaðaröltÍ dómi Héraðsdóms Reykjavíkur kemur fram að svo virðist sem ákærða, eiginmaður hennar, kona sem ákærða veittist að með ofbeldi og fjórði einstaklingur, Bandaríkjamaður, hafi öll farið heim í íbúð hjónanna eftir að hafa verið úti að skemmta sér í miðbæ Reykjavíkur umrætt kvöld. Ber hinum þremur fyrrnefndu saman um að ákærða og Bandaríkjamaðurinn hafi kysst hvort annað, og hin konan og eiginmaður ákærðu hafi einnig kyssts. Í kjölfarið hafi upp úr soðið milli ákærðu, eiginmannsins og konunnar.2x3x1,5 sm biti framan af tungunni Í framburði eiginmannsins segir að hann hafi kysst ákærðu í kjölfar rifrildisins og hún hafi brugðist þannig við að hún hafi bitið framan af tungu hans og spýtt tungunni út úr sér og á gólfið. „Allt var þetta með þeim afleiðingum að B [innsk. blm. eiginmaður konunnar] hlaut klórför í andlit og 2x3x1,5 sm biti fór framan af tungu hans, sem hefur styst verulega og hefur það m.a. haft áhrif á tal og tungan nær ekki lengur út fyrir tanngarð hans, og dofa í fremsta hluta tungunnar,“ segir í dómi héraðsdóms.Húsmunum hent tilÍ frumskýrslu kemur fram að greinilegt hafi verið að mikið hefði gengið á í íbúðinni þegar lögreglu bar að garði. Hafi húsmunum verið hent til og glös og bollar og annað brothætt legið í molum á gólfi. Rætt hafi verið við eiginmann konunnar sem hafi lýst því að ákærða hefði bitið framan af tungu hans. Fram kemur að brotaþoli hafi sýnt lögreglu bitið, en hann hafi haldið á tungubita. Hafi sjúkraflutningamenn komið að og hlúð að honum og hann því næst verið fluttur á slysadeild. Þá segir að konan, sem ákærða veittist að, hafi m.a. hlotið rifbrot, auk frekari áverka víðsvegar um líkamann, þ.á.m. í andliti. Í dómi kemur fram að refsing ákærðu sé ákveðin fangelsi í 12 mánuði, þar af 9 mánuðir skilorðsbundnir. Ákærðu er einnig gert að greiða eiginmanni sínum 1,2 milljónir króna í miskabætur og konunni rúmar 410 þúsund krónur, auk sakarkostnað. Dóminn má lesa í heild hér. Dómsmál Lögreglumál Tengdar fréttir Þurfti 30 spor til að sauma saman tungu sem var bitin úr manni Málið mun fá flýtimeðferð. 1. nóvember 2017 17:35 Beit tunguna úr manni sínum Farið verður fram á farbann yfir konu eftir óhefðbundna líkamsárás í Reykjavík í nótt. 1. nóvember 2017 16:53 Áfram í farbanni vegna tungubits Hæstiréttur hefur staðfest farbannsúrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur gagnvart konu sem grunuð er um að hafa bitið tunguna af eiginmanni sínum. Konan segir að hún hafi óvart bitið í tungu mannsins. 1. desember 2017 18:55 Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Fleiri fréttir Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Sjá meira
Áströlsk kona, sem m.a. var ákærð fyrir að bíta tungu eiginmanns síns í sundur, hefur verið dæmd í 12 mánaða skilorðsbundið fangelsi. Þá hefur henni verið gert að greiða bæði eiginmanni sínum og konu, sem hún veittist einnig að með ofbeldi, miskabætur.Fjallað var um málið á Vísi á sínum tíma en lögreglu barst tilkynning um atvikið aðfararnótt miðvikudagsins 1. nóvember í fyrra. Farið var fram á farbann yfir konunni vegna málsins. Þá kom einnig fram í fréttum af málinu að sauma hefði þurft 30 spor til að festa tunguhluta, sem konan beit úr eiginmanni sínum, aftur á. Aðgerðin skilaði ekki árangri og var tunguhlutinn úrskurðaður ónýtur.Fóru heim saman eftir skemmtistaðaröltÍ dómi Héraðsdóms Reykjavíkur kemur fram að svo virðist sem ákærða, eiginmaður hennar, kona sem ákærða veittist að með ofbeldi og fjórði einstaklingur, Bandaríkjamaður, hafi öll farið heim í íbúð hjónanna eftir að hafa verið úti að skemmta sér í miðbæ Reykjavíkur umrætt kvöld. Ber hinum þremur fyrrnefndu saman um að ákærða og Bandaríkjamaðurinn hafi kysst hvort annað, og hin konan og eiginmaður ákærðu hafi einnig kyssts. Í kjölfarið hafi upp úr soðið milli ákærðu, eiginmannsins og konunnar.2x3x1,5 sm biti framan af tungunni Í framburði eiginmannsins segir að hann hafi kysst ákærðu í kjölfar rifrildisins og hún hafi brugðist þannig við að hún hafi bitið framan af tungu hans og spýtt tungunni út úr sér og á gólfið. „Allt var þetta með þeim afleiðingum að B [innsk. blm. eiginmaður konunnar] hlaut klórför í andlit og 2x3x1,5 sm biti fór framan af tungu hans, sem hefur styst verulega og hefur það m.a. haft áhrif á tal og tungan nær ekki lengur út fyrir tanngarð hans, og dofa í fremsta hluta tungunnar,“ segir í dómi héraðsdóms.Húsmunum hent tilÍ frumskýrslu kemur fram að greinilegt hafi verið að mikið hefði gengið á í íbúðinni þegar lögreglu bar að garði. Hafi húsmunum verið hent til og glös og bollar og annað brothætt legið í molum á gólfi. Rætt hafi verið við eiginmann konunnar sem hafi lýst því að ákærða hefði bitið framan af tungu hans. Fram kemur að brotaþoli hafi sýnt lögreglu bitið, en hann hafi haldið á tungubita. Hafi sjúkraflutningamenn komið að og hlúð að honum og hann því næst verið fluttur á slysadeild. Þá segir að konan, sem ákærða veittist að, hafi m.a. hlotið rifbrot, auk frekari áverka víðsvegar um líkamann, þ.á.m. í andliti. Í dómi kemur fram að refsing ákærðu sé ákveðin fangelsi í 12 mánuði, þar af 9 mánuðir skilorðsbundnir. Ákærðu er einnig gert að greiða eiginmanni sínum 1,2 milljónir króna í miskabætur og konunni rúmar 410 þúsund krónur, auk sakarkostnað. Dóminn má lesa í heild hér.
Dómsmál Lögreglumál Tengdar fréttir Þurfti 30 spor til að sauma saman tungu sem var bitin úr manni Málið mun fá flýtimeðferð. 1. nóvember 2017 17:35 Beit tunguna úr manni sínum Farið verður fram á farbann yfir konu eftir óhefðbundna líkamsárás í Reykjavík í nótt. 1. nóvember 2017 16:53 Áfram í farbanni vegna tungubits Hæstiréttur hefur staðfest farbannsúrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur gagnvart konu sem grunuð er um að hafa bitið tunguna af eiginmanni sínum. Konan segir að hún hafi óvart bitið í tungu mannsins. 1. desember 2017 18:55 Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Fleiri fréttir Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Sjá meira
Þurfti 30 spor til að sauma saman tungu sem var bitin úr manni Málið mun fá flýtimeðferð. 1. nóvember 2017 17:35
Beit tunguna úr manni sínum Farið verður fram á farbann yfir konu eftir óhefðbundna líkamsárás í Reykjavík í nótt. 1. nóvember 2017 16:53
Áfram í farbanni vegna tungubits Hæstiréttur hefur staðfest farbannsúrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur gagnvart konu sem grunuð er um að hafa bitið tunguna af eiginmanni sínum. Konan segir að hún hafi óvart bitið í tungu mannsins. 1. desember 2017 18:55