Dæmd í 12 mánaða fangelsi fyrir að bíta tungu eiginmanns síns í sundur Kristín Ólafsdóttir skrifar 13. mars 2018 21:15 Konan þarf að greiða manni sínum 1,2 milljónir króna í bætur vegna tungubitsins. Vísir/GVA Áströlsk kona, sem m.a. var ákærð fyrir að bíta tungu eiginmanns síns í sundur, hefur verið dæmd í 12 mánaða skilorðsbundið fangelsi. Þá hefur henni verið gert að greiða bæði eiginmanni sínum og konu, sem hún veittist einnig að með ofbeldi, miskabætur.Fjallað var um málið á Vísi á sínum tíma en lögreglu barst tilkynning um atvikið aðfararnótt miðvikudagsins 1. nóvember í fyrra. Farið var fram á farbann yfir konunni vegna málsins. Þá kom einnig fram í fréttum af málinu að sauma hefði þurft 30 spor til að festa tunguhluta, sem konan beit úr eiginmanni sínum, aftur á. Aðgerðin skilaði ekki árangri og var tunguhlutinn úrskurðaður ónýtur.Fóru heim saman eftir skemmtistaðaröltÍ dómi Héraðsdóms Reykjavíkur kemur fram að svo virðist sem ákærða, eiginmaður hennar, kona sem ákærða veittist að með ofbeldi og fjórði einstaklingur, Bandaríkjamaður, hafi öll farið heim í íbúð hjónanna eftir að hafa verið úti að skemmta sér í miðbæ Reykjavíkur umrætt kvöld. Ber hinum þremur fyrrnefndu saman um að ákærða og Bandaríkjamaðurinn hafi kysst hvort annað, og hin konan og eiginmaður ákærðu hafi einnig kyssts. Í kjölfarið hafi upp úr soðið milli ákærðu, eiginmannsins og konunnar.2x3x1,5 sm biti framan af tungunni Í framburði eiginmannsins segir að hann hafi kysst ákærðu í kjölfar rifrildisins og hún hafi brugðist þannig við að hún hafi bitið framan af tungu hans og spýtt tungunni út úr sér og á gólfið. „Allt var þetta með þeim afleiðingum að B [innsk. blm. eiginmaður konunnar] hlaut klórför í andlit og 2x3x1,5 sm biti fór framan af tungu hans, sem hefur styst verulega og hefur það m.a. haft áhrif á tal og tungan nær ekki lengur út fyrir tanngarð hans, og dofa í fremsta hluta tungunnar,“ segir í dómi héraðsdóms.Húsmunum hent tilÍ frumskýrslu kemur fram að greinilegt hafi verið að mikið hefði gengið á í íbúðinni þegar lögreglu bar að garði. Hafi húsmunum verið hent til og glös og bollar og annað brothætt legið í molum á gólfi. Rætt hafi verið við eiginmann konunnar sem hafi lýst því að ákærða hefði bitið framan af tungu hans. Fram kemur að brotaþoli hafi sýnt lögreglu bitið, en hann hafi haldið á tungubita. Hafi sjúkraflutningamenn komið að og hlúð að honum og hann því næst verið fluttur á slysadeild. Þá segir að konan, sem ákærða veittist að, hafi m.a. hlotið rifbrot, auk frekari áverka víðsvegar um líkamann, þ.á.m. í andliti. Í dómi kemur fram að refsing ákærðu sé ákveðin fangelsi í 12 mánuði, þar af 9 mánuðir skilorðsbundnir. Ákærðu er einnig gert að greiða eiginmanni sínum 1,2 milljónir króna í miskabætur og konunni rúmar 410 þúsund krónur, auk sakarkostnað. Dóminn má lesa í heild hér. Dómsmál Lögreglumál Tengdar fréttir Þurfti 30 spor til að sauma saman tungu sem var bitin úr manni Málið mun fá flýtimeðferð. 1. nóvember 2017 17:35 Beit tunguna úr manni sínum Farið verður fram á farbann yfir konu eftir óhefðbundna líkamsárás í Reykjavík í nótt. 1. nóvember 2017 16:53 Áfram í farbanni vegna tungubits Hæstiréttur hefur staðfest farbannsúrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur gagnvart konu sem grunuð er um að hafa bitið tunguna af eiginmanni sínum. Konan segir að hún hafi óvart bitið í tungu mannsins. 1. desember 2017 18:55 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Fleiri fréttir „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Sjá meira
Áströlsk kona, sem m.a. var ákærð fyrir að bíta tungu eiginmanns síns í sundur, hefur verið dæmd í 12 mánaða skilorðsbundið fangelsi. Þá hefur henni verið gert að greiða bæði eiginmanni sínum og konu, sem hún veittist einnig að með ofbeldi, miskabætur.Fjallað var um málið á Vísi á sínum tíma en lögreglu barst tilkynning um atvikið aðfararnótt miðvikudagsins 1. nóvember í fyrra. Farið var fram á farbann yfir konunni vegna málsins. Þá kom einnig fram í fréttum af málinu að sauma hefði þurft 30 spor til að festa tunguhluta, sem konan beit úr eiginmanni sínum, aftur á. Aðgerðin skilaði ekki árangri og var tunguhlutinn úrskurðaður ónýtur.Fóru heim saman eftir skemmtistaðaröltÍ dómi Héraðsdóms Reykjavíkur kemur fram að svo virðist sem ákærða, eiginmaður hennar, kona sem ákærða veittist að með ofbeldi og fjórði einstaklingur, Bandaríkjamaður, hafi öll farið heim í íbúð hjónanna eftir að hafa verið úti að skemmta sér í miðbæ Reykjavíkur umrætt kvöld. Ber hinum þremur fyrrnefndu saman um að ákærða og Bandaríkjamaðurinn hafi kysst hvort annað, og hin konan og eiginmaður ákærðu hafi einnig kyssts. Í kjölfarið hafi upp úr soðið milli ákærðu, eiginmannsins og konunnar.2x3x1,5 sm biti framan af tungunni Í framburði eiginmannsins segir að hann hafi kysst ákærðu í kjölfar rifrildisins og hún hafi brugðist þannig við að hún hafi bitið framan af tungu hans og spýtt tungunni út úr sér og á gólfið. „Allt var þetta með þeim afleiðingum að B [innsk. blm. eiginmaður konunnar] hlaut klórför í andlit og 2x3x1,5 sm biti fór framan af tungu hans, sem hefur styst verulega og hefur það m.a. haft áhrif á tal og tungan nær ekki lengur út fyrir tanngarð hans, og dofa í fremsta hluta tungunnar,“ segir í dómi héraðsdóms.Húsmunum hent tilÍ frumskýrslu kemur fram að greinilegt hafi verið að mikið hefði gengið á í íbúðinni þegar lögreglu bar að garði. Hafi húsmunum verið hent til og glös og bollar og annað brothætt legið í molum á gólfi. Rætt hafi verið við eiginmann konunnar sem hafi lýst því að ákærða hefði bitið framan af tungu hans. Fram kemur að brotaþoli hafi sýnt lögreglu bitið, en hann hafi haldið á tungubita. Hafi sjúkraflutningamenn komið að og hlúð að honum og hann því næst verið fluttur á slysadeild. Þá segir að konan, sem ákærða veittist að, hafi m.a. hlotið rifbrot, auk frekari áverka víðsvegar um líkamann, þ.á.m. í andliti. Í dómi kemur fram að refsing ákærðu sé ákveðin fangelsi í 12 mánuði, þar af 9 mánuðir skilorðsbundnir. Ákærðu er einnig gert að greiða eiginmanni sínum 1,2 milljónir króna í miskabætur og konunni rúmar 410 þúsund krónur, auk sakarkostnað. Dóminn má lesa í heild hér.
Dómsmál Lögreglumál Tengdar fréttir Þurfti 30 spor til að sauma saman tungu sem var bitin úr manni Málið mun fá flýtimeðferð. 1. nóvember 2017 17:35 Beit tunguna úr manni sínum Farið verður fram á farbann yfir konu eftir óhefðbundna líkamsárás í Reykjavík í nótt. 1. nóvember 2017 16:53 Áfram í farbanni vegna tungubits Hæstiréttur hefur staðfest farbannsúrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur gagnvart konu sem grunuð er um að hafa bitið tunguna af eiginmanni sínum. Konan segir að hún hafi óvart bitið í tungu mannsins. 1. desember 2017 18:55 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Fleiri fréttir „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Sjá meira
Þurfti 30 spor til að sauma saman tungu sem var bitin úr manni Málið mun fá flýtimeðferð. 1. nóvember 2017 17:35
Beit tunguna úr manni sínum Farið verður fram á farbann yfir konu eftir óhefðbundna líkamsárás í Reykjavík í nótt. 1. nóvember 2017 16:53
Áfram í farbanni vegna tungubits Hæstiréttur hefur staðfest farbannsúrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur gagnvart konu sem grunuð er um að hafa bitið tunguna af eiginmanni sínum. Konan segir að hún hafi óvart bitið í tungu mannsins. 1. desember 2017 18:55