Norður-Írar vilja mildustu útgáfu Brexit Kjartan Kjartansson skrifar 8. mars 2019 10:55 Áróðursskilti gegn Brexit á Norður-Írlandi. Vísir/EPA Afgerandi meirihluti Norður-Íra vill að Bretland verði áfram hluti af innri markaði Evrópusambandsins og tollabandalagi eftir útgönguna. Í nýrri skoðanakönnun segjast þeir frekar vilja að tollaeftirlit verði á milli Norður-Írlands og Bretlandseyja en á Írlandi sjálfu. Umdeildasti hluti útgöngusamnings Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, við Evrópusambandið er svonefnd baktrygging um landamæri á Norður-Írlandi. Breska landsvæðið yrði áfram hluti af tollabandalaginu eftir útgönguna á meðan samið yrði um varanlegt fyrirkomulag til að forða því að setja þurfi upp hefðbundið landamæra- og tollaeftirlit á milli Írlands og Norður-Írlands. Skoðanakönnun Irish Times bendir til þess að Norður-Írar séu afar óánægðir hvernig breska ríkisstjórnin hefur farið með útgöngumálin. Þrír af hverjum fjórum svarendum telja ríkisstjórnina standa sig illa. Óánægja þeirra beinist einnig að Lýðræðislega sambandsflokknum, norður-írska sambandssinnaflokknum sem ver minnihlutastjórn May falli. Tveir af hverjum þremur telja að flokkurinn standi sig illa í að verja hagsmuni Norður-Íra í breska þinginu. Um 60% svarenda sögðust vilja að samið yrði um sérstakt fyrirkomulag fyrir Norður-Írland þannig að ekki þyrfti að koma upp landamæraeftirliti þar jafnvel þó að það þýði að einhvers konar tollaeftirlit verði á milli Norður-Írlands og meginlands Bretlands. Þá sögðust 67% styðja að Bretland verði áfram hluti af innri markaði ESB og tollabandalagi, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Á sama tíma segist tæplega helmingur Íra fylgjandi þjóðaratkvæðagreiðslu um sameiningu Írlands. Rúmur meirihluti segist myndu greiða atkvæði með sameiningu. Bretland Brexit Evrópusambandið Norður-Írland Tengdar fréttir Líklegt að Brexit verði frestað hafni þingmenn samningi Fjármálaráðherra Bretlands segist viss um að breska þingið muni hafna því að ganga úr Evrópusambandinu án útgöngusamnings. 7. mars 2019 10:47 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Fleiri fréttir Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Sjá meira
Afgerandi meirihluti Norður-Íra vill að Bretland verði áfram hluti af innri markaði Evrópusambandsins og tollabandalagi eftir útgönguna. Í nýrri skoðanakönnun segjast þeir frekar vilja að tollaeftirlit verði á milli Norður-Írlands og Bretlandseyja en á Írlandi sjálfu. Umdeildasti hluti útgöngusamnings Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, við Evrópusambandið er svonefnd baktrygging um landamæri á Norður-Írlandi. Breska landsvæðið yrði áfram hluti af tollabandalaginu eftir útgönguna á meðan samið yrði um varanlegt fyrirkomulag til að forða því að setja þurfi upp hefðbundið landamæra- og tollaeftirlit á milli Írlands og Norður-Írlands. Skoðanakönnun Irish Times bendir til þess að Norður-Írar séu afar óánægðir hvernig breska ríkisstjórnin hefur farið með útgöngumálin. Þrír af hverjum fjórum svarendum telja ríkisstjórnina standa sig illa. Óánægja þeirra beinist einnig að Lýðræðislega sambandsflokknum, norður-írska sambandssinnaflokknum sem ver minnihlutastjórn May falli. Tveir af hverjum þremur telja að flokkurinn standi sig illa í að verja hagsmuni Norður-Íra í breska þinginu. Um 60% svarenda sögðust vilja að samið yrði um sérstakt fyrirkomulag fyrir Norður-Írland þannig að ekki þyrfti að koma upp landamæraeftirliti þar jafnvel þó að það þýði að einhvers konar tollaeftirlit verði á milli Norður-Írlands og meginlands Bretlands. Þá sögðust 67% styðja að Bretland verði áfram hluti af innri markaði ESB og tollabandalagi, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Á sama tíma segist tæplega helmingur Íra fylgjandi þjóðaratkvæðagreiðslu um sameiningu Írlands. Rúmur meirihluti segist myndu greiða atkvæði með sameiningu.
Bretland Brexit Evrópusambandið Norður-Írland Tengdar fréttir Líklegt að Brexit verði frestað hafni þingmenn samningi Fjármálaráðherra Bretlands segist viss um að breska þingið muni hafna því að ganga úr Evrópusambandinu án útgöngusamnings. 7. mars 2019 10:47 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Fleiri fréttir Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Sjá meira
Líklegt að Brexit verði frestað hafni þingmenn samningi Fjármálaráðherra Bretlands segist viss um að breska þingið muni hafna því að ganga úr Evrópusambandinu án útgöngusamnings. 7. mars 2019 10:47