Sjáðu beinu CrossFit útsendinguna frá Perlunni í nótt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. mars 2019 12:00 Annie Mist Þórisdóttir og Evert Víglundsson í Perlunni í nótt. Skjámynd/Fésbókin Það var mikið um að vera í Perlunni í nótt þegar CrossFit samtökin voru með beina útsendingu frá kynningu á þriðju æfingunni í CrossFit Games Open. Fyrir þá sem misstu af fjörinu þá er hægt að horfa aftur á þessa fróðlegu útsendingu. Stórt alþjóðlegt mót í CrossFit fer fram í Reykjavík í byrjun maí og í tengslum við það var þriðja æfingin í CrossFit Games Open hluta heimsleikanna gerð opinber í Perlunni í nótt. Tvær af fimm æfingum hafa verið kynntar og framkvæmdar og sem stendur er Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir efst, Annie Mist Þórisdóttir í sjötta sæti og Katrín Tanja Davíðsdóttir í fjórtánda sæti í kvennaflokki. Ísland er eitt af risunum í CrossFit heiminum eftir frábæra frammistöðu íslensku keppendanna á síðustu árum. Einkum eru það CrossFit dæturnar sem hafa aukið hróður landsins með því að vinna heimsleikana fjórum sinnum, Annie Mist Þórisdóttir tvisvar og Katrín Tanja Davíðsdóttir tvisvar. Á síðasta ári var líka ein af æfingunum það árið opinberuð á Íslandi og var það í fyrsta skipti sem það var gert. Þá kepptu dæturnar þrjár, Katrín Tanja, Annie Mist og Ragnheiður Sara, sín á milli í húsakynnum CrossFit Reykjavík og horfðu 3,2 milljónir manna á beina útsendingu á netinu. Að þessu sinni var komið að þeim Björgvini Karli Guðmundssyni og Frederik Aegidius að reyna sig við æfinguna á snúningsgólfinu á efstu hæð í Perlunni. Það var mjög vel mætt á viðburðinn og fullt hús í Perlunni þrátt fyrir að hann færi fram klukkan eitt eftir miðnætti. Ástæðan fyrir tímasetningunni var að þetta var allt sent út í beinni til Bandaríkjanna. Íslenska CrossFit drottningin Annie Mist Þórisdóttir var í aðalhlutverki í útsendingunni og byrjaði hana á að bjóða upp á skemmtilega landkynningu þar sem jökklarnir og eldfjöllin á Íslandi fengu flotta kynningu. Annie Mist viðurkenndi þó að geta ekki svarað algengustu spurningunni sem hún fær erlendis því hún hafi ekki hugmynd um hvað sé í vatninu á Íslandi. Annie Mist Þórisdóttir kynnti síðan æfinguna ásamt Evert Víglundssyni sem er yfirþjálfari hjá CrossFit Reykjavík. Annie Mist og Evert sendu svo boltann yfir á Björgvin Karl Guðmundsson og Frederik Aegidius sem reyndu við æfinguna. Það var reyndar mikið hlegið í Perlunni þegar Annie Mist leiðrétti Evert um að Frederik Aegidius væri bara kærasti hennar en ekki unnusti. Björgvin Karl Guðmundsson hefur verið að ná frábærum árangri í CrossFit og hann kláraði æfinguna á undan Frederik Aegidius. Hér fyrir neðan má sjá útsendinguna frá Perlunni í nótt. CrossFit Mest lesið Í beinni: Rosalegur lokadagur gluggans Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Fótbolti Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Enski boltinn Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Íslenski boltinn Fleiri fréttir Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad EM í dag: Helgin frá helvíti Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Erfitt að sofa og vera einn með eigin hugsunum Ísland með verstu þriggja stiga nýtinguna á EM Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Besta sætið um Tryggva: „Hafði aldrei heyrt um Eið Smára, Jón Arnór eða Óla Stef“ Suárez hrækti á þjálfara Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Bara ofurstjörnur úr NBA með hærra framlag en Tryggvi á EM Ten Hag rekinn frá Leverkusen Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Í beinni: Rosalegur lokadagur gluggans „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Myndasyrpa frá súru tapi Íslands í Póllandi Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Dagskráin í dag: Stúkan fer yfir umferðina Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ Sjá meira
Það var mikið um að vera í Perlunni í nótt þegar CrossFit samtökin voru með beina útsendingu frá kynningu á þriðju æfingunni í CrossFit Games Open. Fyrir þá sem misstu af fjörinu þá er hægt að horfa aftur á þessa fróðlegu útsendingu. Stórt alþjóðlegt mót í CrossFit fer fram í Reykjavík í byrjun maí og í tengslum við það var þriðja æfingin í CrossFit Games Open hluta heimsleikanna gerð opinber í Perlunni í nótt. Tvær af fimm æfingum hafa verið kynntar og framkvæmdar og sem stendur er Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir efst, Annie Mist Þórisdóttir í sjötta sæti og Katrín Tanja Davíðsdóttir í fjórtánda sæti í kvennaflokki. Ísland er eitt af risunum í CrossFit heiminum eftir frábæra frammistöðu íslensku keppendanna á síðustu árum. Einkum eru það CrossFit dæturnar sem hafa aukið hróður landsins með því að vinna heimsleikana fjórum sinnum, Annie Mist Þórisdóttir tvisvar og Katrín Tanja Davíðsdóttir tvisvar. Á síðasta ári var líka ein af æfingunum það árið opinberuð á Íslandi og var það í fyrsta skipti sem það var gert. Þá kepptu dæturnar þrjár, Katrín Tanja, Annie Mist og Ragnheiður Sara, sín á milli í húsakynnum CrossFit Reykjavík og horfðu 3,2 milljónir manna á beina útsendingu á netinu. Að þessu sinni var komið að þeim Björgvini Karli Guðmundssyni og Frederik Aegidius að reyna sig við æfinguna á snúningsgólfinu á efstu hæð í Perlunni. Það var mjög vel mætt á viðburðinn og fullt hús í Perlunni þrátt fyrir að hann færi fram klukkan eitt eftir miðnætti. Ástæðan fyrir tímasetningunni var að þetta var allt sent út í beinni til Bandaríkjanna. Íslenska CrossFit drottningin Annie Mist Þórisdóttir var í aðalhlutverki í útsendingunni og byrjaði hana á að bjóða upp á skemmtilega landkynningu þar sem jökklarnir og eldfjöllin á Íslandi fengu flotta kynningu. Annie Mist viðurkenndi þó að geta ekki svarað algengustu spurningunni sem hún fær erlendis því hún hafi ekki hugmynd um hvað sé í vatninu á Íslandi. Annie Mist Þórisdóttir kynnti síðan æfinguna ásamt Evert Víglundssyni sem er yfirþjálfari hjá CrossFit Reykjavík. Annie Mist og Evert sendu svo boltann yfir á Björgvin Karl Guðmundsson og Frederik Aegidius sem reyndu við æfinguna. Það var reyndar mikið hlegið í Perlunni þegar Annie Mist leiðrétti Evert um að Frederik Aegidius væri bara kærasti hennar en ekki unnusti. Björgvin Karl Guðmundsson hefur verið að ná frábærum árangri í CrossFit og hann kláraði æfinguna á undan Frederik Aegidius. Hér fyrir neðan má sjá útsendinguna frá Perlunni í nótt.
CrossFit Mest lesið Í beinni: Rosalegur lokadagur gluggans Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Fótbolti Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Enski boltinn Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Íslenski boltinn Fleiri fréttir Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad EM í dag: Helgin frá helvíti Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Erfitt að sofa og vera einn með eigin hugsunum Ísland með verstu þriggja stiga nýtinguna á EM Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Besta sætið um Tryggva: „Hafði aldrei heyrt um Eið Smára, Jón Arnór eða Óla Stef“ Suárez hrækti á þjálfara Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Bara ofurstjörnur úr NBA með hærra framlag en Tryggvi á EM Ten Hag rekinn frá Leverkusen Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Í beinni: Rosalegur lokadagur gluggans „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Myndasyrpa frá súru tapi Íslands í Póllandi Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Dagskráin í dag: Stúkan fer yfir umferðina Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ Sjá meira