Telja Norður-Kóreu vera að undirbúa eldflauga- eða gervihnattarskot Vésteinn Örn Pétursson skrifar 9. mars 2019 09:42 Donald Trump og Kim Jong-un hittust á leiðtogafundi í Hanoi í Víetnam fyrir stuttu. VNA/Getty Nýjar gervihnattamyndir af iðnaðarsvæði skammt frá Pyongyang, höfuðborg Norður-Kóreu, hafa valdið áhyggjum innan ríkisstjórnar Bandaríkjanna um að Norður-Kóreumenn séu að undirbúa gervihnattar- eða eldflaugarskot á næstu misserum. Myndirnar voru birtar af bandarísku útvarpsstöðinni NPR. Myndirnar sýna aukna virkni á svæðinu, þekktu sem Sanumdong, en þar hafa Norður-Kóreumenn sett saman flestar skot- og eldflaugar sínar í gegn um tíðina. Fyrir nokkru bárust fréttir af því að unnið sé að endurbyggingu eldflaugastöðvar í Sohae, þaðan sem flest eldflaugaskot landsins hafa komið. Vinna við að taka skotsvæðið niður hófst á síðasta ári en stöðvaði þegar viðræður milli Bandaríkjanna og Norður-Kóreu stöðnuðu. Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði í gær að hvers konar vopnaprófun af hálfu Norður-Kóreu myndu valda honum vonbrigðum „Það kæmi mér á óvart á neikvæðan hátt ef hann [Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu] kynni að gera eitthvað sem væri ekki samkvæmt samkomulagi okkar. En við sjáum hvað setur. Ég yrði fyrir miklum vonbrigðum ef ég sæi vopnaprófun.“ Sérfræðingar telja líklegra að Norður-Kóreumenn séu að undirbúa að skjóta upp gervihnetti frekar en að prófa langdrægar skot- eða eldflaugar. Bandarísk stjórnvöld hafa þó sagt að það væri einnig í trássi við þau loforð sem Kim Jong-un hefur gefið Trump Bandaríkjaforseta. Bandaríkin Donald Trump Norður-Kórea Tengdar fréttir Trump heldur að Kim valdi sér ekki vonbrigðum Fréttir hafa borist af því að Norður-Kórea byggi aftur upp eldflaugastöð sína. Trump Bandaríkjaforseti segist verða fyrir vonbrigðum með Kim Jong-un reynist það rétt en að hann trúi ekki að það gerist. 7. mars 2019 07:42 Bandaríkin opin fyrir samningaviðræðum við Norður Kóreu þrátt fyrir bakslag Donald Trump, Bandaríkjaforseti, vill halda áfram samningaviðræðum við Norður-Kóreu þrátt fyrir að nýlegar upplýsingar bendi til þess að Noður-Kóreumenn hafi hafið enduruppbyggingu á eldflaugastöð sinni í Sanumdong. 8. mars 2019 11:46 Norður-Kórea byggir aftur upp eldflaugastöð Framkvæmdir við eldflaugastöðina virðast hafa hafið um það leyti sem Trump og Kim funduðu í Víetnam. 6. mars 2019 07:34 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fleiri fréttir Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Sjá meira
Nýjar gervihnattamyndir af iðnaðarsvæði skammt frá Pyongyang, höfuðborg Norður-Kóreu, hafa valdið áhyggjum innan ríkisstjórnar Bandaríkjanna um að Norður-Kóreumenn séu að undirbúa gervihnattar- eða eldflaugarskot á næstu misserum. Myndirnar voru birtar af bandarísku útvarpsstöðinni NPR. Myndirnar sýna aukna virkni á svæðinu, þekktu sem Sanumdong, en þar hafa Norður-Kóreumenn sett saman flestar skot- og eldflaugar sínar í gegn um tíðina. Fyrir nokkru bárust fréttir af því að unnið sé að endurbyggingu eldflaugastöðvar í Sohae, þaðan sem flest eldflaugaskot landsins hafa komið. Vinna við að taka skotsvæðið niður hófst á síðasta ári en stöðvaði þegar viðræður milli Bandaríkjanna og Norður-Kóreu stöðnuðu. Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði í gær að hvers konar vopnaprófun af hálfu Norður-Kóreu myndu valda honum vonbrigðum „Það kæmi mér á óvart á neikvæðan hátt ef hann [Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu] kynni að gera eitthvað sem væri ekki samkvæmt samkomulagi okkar. En við sjáum hvað setur. Ég yrði fyrir miklum vonbrigðum ef ég sæi vopnaprófun.“ Sérfræðingar telja líklegra að Norður-Kóreumenn séu að undirbúa að skjóta upp gervihnetti frekar en að prófa langdrægar skot- eða eldflaugar. Bandarísk stjórnvöld hafa þó sagt að það væri einnig í trássi við þau loforð sem Kim Jong-un hefur gefið Trump Bandaríkjaforseta.
Bandaríkin Donald Trump Norður-Kórea Tengdar fréttir Trump heldur að Kim valdi sér ekki vonbrigðum Fréttir hafa borist af því að Norður-Kórea byggi aftur upp eldflaugastöð sína. Trump Bandaríkjaforseti segist verða fyrir vonbrigðum með Kim Jong-un reynist það rétt en að hann trúi ekki að það gerist. 7. mars 2019 07:42 Bandaríkin opin fyrir samningaviðræðum við Norður Kóreu þrátt fyrir bakslag Donald Trump, Bandaríkjaforseti, vill halda áfram samningaviðræðum við Norður-Kóreu þrátt fyrir að nýlegar upplýsingar bendi til þess að Noður-Kóreumenn hafi hafið enduruppbyggingu á eldflaugastöð sinni í Sanumdong. 8. mars 2019 11:46 Norður-Kórea byggir aftur upp eldflaugastöð Framkvæmdir við eldflaugastöðina virðast hafa hafið um það leyti sem Trump og Kim funduðu í Víetnam. 6. mars 2019 07:34 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fleiri fréttir Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Sjá meira
Trump heldur að Kim valdi sér ekki vonbrigðum Fréttir hafa borist af því að Norður-Kórea byggi aftur upp eldflaugastöð sína. Trump Bandaríkjaforseti segist verða fyrir vonbrigðum með Kim Jong-un reynist það rétt en að hann trúi ekki að það gerist. 7. mars 2019 07:42
Bandaríkin opin fyrir samningaviðræðum við Norður Kóreu þrátt fyrir bakslag Donald Trump, Bandaríkjaforseti, vill halda áfram samningaviðræðum við Norður-Kóreu þrátt fyrir að nýlegar upplýsingar bendi til þess að Noður-Kóreumenn hafi hafið enduruppbyggingu á eldflaugastöð sinni í Sanumdong. 8. mars 2019 11:46
Norður-Kórea byggir aftur upp eldflaugastöð Framkvæmdir við eldflaugastöðina virðast hafa hafið um það leyti sem Trump og Kim funduðu í Víetnam. 6. mars 2019 07:34