Telja Norður-Kóreu vera að undirbúa eldflauga- eða gervihnattarskot Vésteinn Örn Pétursson skrifar 9. mars 2019 09:42 Donald Trump og Kim Jong-un hittust á leiðtogafundi í Hanoi í Víetnam fyrir stuttu. VNA/Getty Nýjar gervihnattamyndir af iðnaðarsvæði skammt frá Pyongyang, höfuðborg Norður-Kóreu, hafa valdið áhyggjum innan ríkisstjórnar Bandaríkjanna um að Norður-Kóreumenn séu að undirbúa gervihnattar- eða eldflaugarskot á næstu misserum. Myndirnar voru birtar af bandarísku útvarpsstöðinni NPR. Myndirnar sýna aukna virkni á svæðinu, þekktu sem Sanumdong, en þar hafa Norður-Kóreumenn sett saman flestar skot- og eldflaugar sínar í gegn um tíðina. Fyrir nokkru bárust fréttir af því að unnið sé að endurbyggingu eldflaugastöðvar í Sohae, þaðan sem flest eldflaugaskot landsins hafa komið. Vinna við að taka skotsvæðið niður hófst á síðasta ári en stöðvaði þegar viðræður milli Bandaríkjanna og Norður-Kóreu stöðnuðu. Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði í gær að hvers konar vopnaprófun af hálfu Norður-Kóreu myndu valda honum vonbrigðum „Það kæmi mér á óvart á neikvæðan hátt ef hann [Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu] kynni að gera eitthvað sem væri ekki samkvæmt samkomulagi okkar. En við sjáum hvað setur. Ég yrði fyrir miklum vonbrigðum ef ég sæi vopnaprófun.“ Sérfræðingar telja líklegra að Norður-Kóreumenn séu að undirbúa að skjóta upp gervihnetti frekar en að prófa langdrægar skot- eða eldflaugar. Bandarísk stjórnvöld hafa þó sagt að það væri einnig í trássi við þau loforð sem Kim Jong-un hefur gefið Trump Bandaríkjaforseta. Bandaríkin Donald Trump Norður-Kórea Tengdar fréttir Trump heldur að Kim valdi sér ekki vonbrigðum Fréttir hafa borist af því að Norður-Kórea byggi aftur upp eldflaugastöð sína. Trump Bandaríkjaforseti segist verða fyrir vonbrigðum með Kim Jong-un reynist það rétt en að hann trúi ekki að það gerist. 7. mars 2019 07:42 Bandaríkin opin fyrir samningaviðræðum við Norður Kóreu þrátt fyrir bakslag Donald Trump, Bandaríkjaforseti, vill halda áfram samningaviðræðum við Norður-Kóreu þrátt fyrir að nýlegar upplýsingar bendi til þess að Noður-Kóreumenn hafi hafið enduruppbyggingu á eldflaugastöð sinni í Sanumdong. 8. mars 2019 11:46 Norður-Kórea byggir aftur upp eldflaugastöð Framkvæmdir við eldflaugastöðina virðast hafa hafið um það leyti sem Trump og Kim funduðu í Víetnam. 6. mars 2019 07:34 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Sjá meira
Nýjar gervihnattamyndir af iðnaðarsvæði skammt frá Pyongyang, höfuðborg Norður-Kóreu, hafa valdið áhyggjum innan ríkisstjórnar Bandaríkjanna um að Norður-Kóreumenn séu að undirbúa gervihnattar- eða eldflaugarskot á næstu misserum. Myndirnar voru birtar af bandarísku útvarpsstöðinni NPR. Myndirnar sýna aukna virkni á svæðinu, þekktu sem Sanumdong, en þar hafa Norður-Kóreumenn sett saman flestar skot- og eldflaugar sínar í gegn um tíðina. Fyrir nokkru bárust fréttir af því að unnið sé að endurbyggingu eldflaugastöðvar í Sohae, þaðan sem flest eldflaugaskot landsins hafa komið. Vinna við að taka skotsvæðið niður hófst á síðasta ári en stöðvaði þegar viðræður milli Bandaríkjanna og Norður-Kóreu stöðnuðu. Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði í gær að hvers konar vopnaprófun af hálfu Norður-Kóreu myndu valda honum vonbrigðum „Það kæmi mér á óvart á neikvæðan hátt ef hann [Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu] kynni að gera eitthvað sem væri ekki samkvæmt samkomulagi okkar. En við sjáum hvað setur. Ég yrði fyrir miklum vonbrigðum ef ég sæi vopnaprófun.“ Sérfræðingar telja líklegra að Norður-Kóreumenn séu að undirbúa að skjóta upp gervihnetti frekar en að prófa langdrægar skot- eða eldflaugar. Bandarísk stjórnvöld hafa þó sagt að það væri einnig í trássi við þau loforð sem Kim Jong-un hefur gefið Trump Bandaríkjaforseta.
Bandaríkin Donald Trump Norður-Kórea Tengdar fréttir Trump heldur að Kim valdi sér ekki vonbrigðum Fréttir hafa borist af því að Norður-Kórea byggi aftur upp eldflaugastöð sína. Trump Bandaríkjaforseti segist verða fyrir vonbrigðum með Kim Jong-un reynist það rétt en að hann trúi ekki að það gerist. 7. mars 2019 07:42 Bandaríkin opin fyrir samningaviðræðum við Norður Kóreu þrátt fyrir bakslag Donald Trump, Bandaríkjaforseti, vill halda áfram samningaviðræðum við Norður-Kóreu þrátt fyrir að nýlegar upplýsingar bendi til þess að Noður-Kóreumenn hafi hafið enduruppbyggingu á eldflaugastöð sinni í Sanumdong. 8. mars 2019 11:46 Norður-Kórea byggir aftur upp eldflaugastöð Framkvæmdir við eldflaugastöðina virðast hafa hafið um það leyti sem Trump og Kim funduðu í Víetnam. 6. mars 2019 07:34 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Sjá meira
Trump heldur að Kim valdi sér ekki vonbrigðum Fréttir hafa borist af því að Norður-Kórea byggi aftur upp eldflaugastöð sína. Trump Bandaríkjaforseti segist verða fyrir vonbrigðum með Kim Jong-un reynist það rétt en að hann trúi ekki að það gerist. 7. mars 2019 07:42
Bandaríkin opin fyrir samningaviðræðum við Norður Kóreu þrátt fyrir bakslag Donald Trump, Bandaríkjaforseti, vill halda áfram samningaviðræðum við Norður-Kóreu þrátt fyrir að nýlegar upplýsingar bendi til þess að Noður-Kóreumenn hafi hafið enduruppbyggingu á eldflaugastöð sinni í Sanumdong. 8. mars 2019 11:46
Norður-Kórea byggir aftur upp eldflaugastöð Framkvæmdir við eldflaugastöðina virðast hafa hafið um það leyti sem Trump og Kim funduðu í Víetnam. 6. mars 2019 07:34