Jákvæðar 15 milljónir dala Stefán Ó. Jónsson skrifar 9. mars 2019 19:48 Sveinn Þórarinsson er sérfræðingur í hlutabréfum hjá hagfræðideild Landsbankans. Vísir/egill Þrátt fyrir veika samningsstöðu WOW og vangaveltur um flugrekstrarleyfi gefur aukin fjárfesting Indigo Partners í flugfélaginu góð fyrirheit að mati greinanda. Viðamiklar skilmálabreytingar séu engu að síður erfiður en um leið nauðsynlegur biti að kyngja. Viðræður WOW og Indigo Partners hafa nú staðið yfir í á fjórða mánuð. Í bréfi sem skuldabréfaeigendum flugfélagsins barst í morgun segir að þrátt fyrir að samningaviðræðum sé ekki lokið hafi fulltrúar WOW og Indigo enn einbeittan vilja til að ljúka viðskiptunum. Nú sé hins vegar gengið út frá því að heildarfjárfesting Indigo í flugfélaginu gæti numið allt að 90 milljónum dala, sem er 15 milljón dölum meiri en áður hefur verið greint frá.Sterk samningsstaða Indigo Sveinn Þórarinsson er sérfræðingur í hlutabréfum hjá hagfræðideild Landsbankans. Hann segir að þrátt fyrir að samningsstaða Indigo sé sterk sé það góðs viti að jafn reynslumiklir fjárfestar geti hugsað sér að auka fjárfestingu sína í WOW. „Þannig að ég myndi líta á það sem mjög jákvætt að þeir sjái tækifæri að leggja auka pening inn. Auðvitað fer þá kannski á móti einhver eignarhluti sem núverandi eigandi WOW þarf að gefa eftir.“Skúli Mogensen, forstjóri og stofnandi WOW air.Fréttablaðið/Anton BrinkÞar vísar Sveinn til þess að eignarhlutur Skúla Mogensen, stofnanda WOW, geti orðið í versta falli núll prósent eftir fjárfestinguna. Það muni ráðast af rekstri flugfélagsins á næstu þremur árum. Vakna þá spurningar um hvort WOW þurfi að sækja um flugrekstrarleyfi utan Íslands. „Við gerum nú ráð fyrir að þessir aðilar viti alveg hvernig þessir hlutir virka. Þeir hafa farið í gegnum þetta með önnur evrópsk félög. Verið með skuldabréf með breytirétti og og annað slíkt þannig að að ég get ekki skilið það betur en að Skúli verði þá on board í tvö, þrjú ár þarna. Kannski fær sjálfur einhverja gulrót, þó að hann þurfi að afskrifa eitthvað víkjandi lán.“ Til þess að það gangi eftir þurfa skuldabréfaeigendurnir hins vegar að samþykkja ýmsar skilmálabreytingar. Til að mynda að höfuðstóll bréfanna sem þeir keyptu síðastliðið haust verði lækkaðir um helming, úr 60 milljónum evra í 30 milljónir auk breytinga á vaxtakjörum ----og að víkjandi lán sem móðurfélag WOW veitti flugfélaginu verði afskrifað.Heldurðu að þetta verði erfiður biti að kyngja fyrir skuldabréfaeigendur?„Það gæti alveg verið svo. Mitt mat núna er að þetta sé biti sem þeir verði að kyngja. Það er talað um einhverja gulrót í framtíðinni ef að ákveðinn árangur næst. Þar sem það er þarna inni þá virðist vera eins og að menn verði einhvern veginn að samþykkja það, myndi ég halda.“ Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Indigo íhugar að auka fjárfestingu í WOW Fjárfesting Indigo Partners í WOW air gæti orðið allt að 90 milljónir dollara, eða 15 milljónum meira en áður var lagt upp með. 9. mars 2019 11:55 Mest lesið Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Sjá meira
Þrátt fyrir veika samningsstöðu WOW og vangaveltur um flugrekstrarleyfi gefur aukin fjárfesting Indigo Partners í flugfélaginu góð fyrirheit að mati greinanda. Viðamiklar skilmálabreytingar séu engu að síður erfiður en um leið nauðsynlegur biti að kyngja. Viðræður WOW og Indigo Partners hafa nú staðið yfir í á fjórða mánuð. Í bréfi sem skuldabréfaeigendum flugfélagsins barst í morgun segir að þrátt fyrir að samningaviðræðum sé ekki lokið hafi fulltrúar WOW og Indigo enn einbeittan vilja til að ljúka viðskiptunum. Nú sé hins vegar gengið út frá því að heildarfjárfesting Indigo í flugfélaginu gæti numið allt að 90 milljónum dala, sem er 15 milljón dölum meiri en áður hefur verið greint frá.Sterk samningsstaða Indigo Sveinn Þórarinsson er sérfræðingur í hlutabréfum hjá hagfræðideild Landsbankans. Hann segir að þrátt fyrir að samningsstaða Indigo sé sterk sé það góðs viti að jafn reynslumiklir fjárfestar geti hugsað sér að auka fjárfestingu sína í WOW. „Þannig að ég myndi líta á það sem mjög jákvætt að þeir sjái tækifæri að leggja auka pening inn. Auðvitað fer þá kannski á móti einhver eignarhluti sem núverandi eigandi WOW þarf að gefa eftir.“Skúli Mogensen, forstjóri og stofnandi WOW air.Fréttablaðið/Anton BrinkÞar vísar Sveinn til þess að eignarhlutur Skúla Mogensen, stofnanda WOW, geti orðið í versta falli núll prósent eftir fjárfestinguna. Það muni ráðast af rekstri flugfélagsins á næstu þremur árum. Vakna þá spurningar um hvort WOW þurfi að sækja um flugrekstrarleyfi utan Íslands. „Við gerum nú ráð fyrir að þessir aðilar viti alveg hvernig þessir hlutir virka. Þeir hafa farið í gegnum þetta með önnur evrópsk félög. Verið með skuldabréf með breytirétti og og annað slíkt þannig að að ég get ekki skilið það betur en að Skúli verði þá on board í tvö, þrjú ár þarna. Kannski fær sjálfur einhverja gulrót, þó að hann þurfi að afskrifa eitthvað víkjandi lán.“ Til þess að það gangi eftir þurfa skuldabréfaeigendurnir hins vegar að samþykkja ýmsar skilmálabreytingar. Til að mynda að höfuðstóll bréfanna sem þeir keyptu síðastliðið haust verði lækkaðir um helming, úr 60 milljónum evra í 30 milljónir auk breytinga á vaxtakjörum ----og að víkjandi lán sem móðurfélag WOW veitti flugfélaginu verði afskrifað.Heldurðu að þetta verði erfiður biti að kyngja fyrir skuldabréfaeigendur?„Það gæti alveg verið svo. Mitt mat núna er að þetta sé biti sem þeir verði að kyngja. Það er talað um einhverja gulrót í framtíðinni ef að ákveðinn árangur næst. Þar sem það er þarna inni þá virðist vera eins og að menn verði einhvern veginn að samþykkja það, myndi ég halda.“
Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Indigo íhugar að auka fjárfestingu í WOW Fjárfesting Indigo Partners í WOW air gæti orðið allt að 90 milljónir dollara, eða 15 milljónum meira en áður var lagt upp með. 9. mars 2019 11:55 Mest lesið Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Sjá meira
Indigo íhugar að auka fjárfestingu í WOW Fjárfesting Indigo Partners í WOW air gæti orðið allt að 90 milljónir dollara, eða 15 milljónum meira en áður var lagt upp með. 9. mars 2019 11:55