Velferðarvaktin Siv Friðleifsdóttir skrifar 20. febrúar 2019 07:00 Velferðarvaktin er 10 ára, en hún var stofnuð 17. febrúar 2009 af Ástu R. Jóhannesdóttur, fyrr verandi félags- og tryggingamálaráðherra, í kjölfar efnahagshrunsins árið 2008. Hefur vaktin starfað í tíð sex ráðherra félagsmála, þ.e. Ástu, Árna Páls Árnasonar, Guðbjarts Hannessonar, Eyglóar Harðardóttur, Þorsteins Víglundssonar og nú Ásmundar E. Daðasonar. Vaktin hefur í gegnum tíðina fylgst með félagslegum jafnt sem fjárhagslegum af leiðingum efnahagshrunsins á fjölskyldur og heimili í landinu, metið aðgerðir sem gripið hefur verið til og lagt fram tillögur til úrbóta. Í skipunarbréfi segir að hún sé ráðgefandi fyrir ráðherra sem og stjórnvöld og skuli huga „að velferð og afkomu efnalítilla barnafjölskyldna, sérstaklega einstæðra foreldra og barna þeirra og af la upplýsinga um aðstæður þeirra sem búa við sára fátækt svo draga megi úr henni.“ Formenn vaktarinnar hafa verið tveir frá upphafi, fyrst Lára Björnsdóttir og síðan greinarhöfundur. Í henni eiga nú sæti um 40 fulltrúar frá frjálsum félagasamtökum, aðilum vinnumarkaðarins, stofnunum, sveitarfélögum og nokkrum ráðuneytum, allt aðilar með innsýn í aðstæður þeirra sem minna mega sín. Störf Velferðarvaktarinnar hafa þróast með tímanum í takt við nýjar áskoranir. Hún hefur staðið fyrir rannsóknum um sára fátækt og stendur nú fyrir rannsókn á börnum sem búa við fátækt. Hún hefur beitt sér fyrir bættum aðstæðum einstæðra foreldra sem fá fjárhagsaðstoð og barna þeirra. Hvatningar og tillögur sem vaktin hefur lagt fram til stjórnvalda hafa borið árangur sem sjá má m.a. í bættu aðgengi barna að skólamáltíðum, fríum námsgögnum fyrir grunnskólabörn og auknum áherslum stjórnvalda í málefnum f lóttamanna og utangarðsfólks. Þá hefur vaktin lagt fram tillögur sem miða að því að draga úr brotthvarfi framhaldsskólanema og stendur nú fyrir könnun á skólasókn grunnskólabarna m.t.t. skólaforðunar. Heimsma rk mið Sa meinuðu þjóðanna um sjálf bæra þróun eru mikilvæg og munu hafa áhrif á störf Velferðarvaktarinnar með tilliti til markmiða sem lúta að fátækt, hungri, heilsu og vellíðan, menntun og auknum jöfnuði. Heimsmarkmiðin eru nýtt tæki sem vænta má að skili árangri innanlands sem utan. Vaktin mun vinna í anda þeirra og skipunarbréfs síns. Þótt almennt gangi betur nú en fyrst eftir efnahagshrunið þarf áfram að vakta velferð samfélagsins og bæta stöðu þeirra sem höllum fæti standa. Velferðarvaktin mun standa þá vakt áfram Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Félagsmál Siv Friðleifsdóttir Mest lesið Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Velferðarvaktin er 10 ára, en hún var stofnuð 17. febrúar 2009 af Ástu R. Jóhannesdóttur, fyrr verandi félags- og tryggingamálaráðherra, í kjölfar efnahagshrunsins árið 2008. Hefur vaktin starfað í tíð sex ráðherra félagsmála, þ.e. Ástu, Árna Páls Árnasonar, Guðbjarts Hannessonar, Eyglóar Harðardóttur, Þorsteins Víglundssonar og nú Ásmundar E. Daðasonar. Vaktin hefur í gegnum tíðina fylgst með félagslegum jafnt sem fjárhagslegum af leiðingum efnahagshrunsins á fjölskyldur og heimili í landinu, metið aðgerðir sem gripið hefur verið til og lagt fram tillögur til úrbóta. Í skipunarbréfi segir að hún sé ráðgefandi fyrir ráðherra sem og stjórnvöld og skuli huga „að velferð og afkomu efnalítilla barnafjölskyldna, sérstaklega einstæðra foreldra og barna þeirra og af la upplýsinga um aðstæður þeirra sem búa við sára fátækt svo draga megi úr henni.“ Formenn vaktarinnar hafa verið tveir frá upphafi, fyrst Lára Björnsdóttir og síðan greinarhöfundur. Í henni eiga nú sæti um 40 fulltrúar frá frjálsum félagasamtökum, aðilum vinnumarkaðarins, stofnunum, sveitarfélögum og nokkrum ráðuneytum, allt aðilar með innsýn í aðstæður þeirra sem minna mega sín. Störf Velferðarvaktarinnar hafa þróast með tímanum í takt við nýjar áskoranir. Hún hefur staðið fyrir rannsóknum um sára fátækt og stendur nú fyrir rannsókn á börnum sem búa við fátækt. Hún hefur beitt sér fyrir bættum aðstæðum einstæðra foreldra sem fá fjárhagsaðstoð og barna þeirra. Hvatningar og tillögur sem vaktin hefur lagt fram til stjórnvalda hafa borið árangur sem sjá má m.a. í bættu aðgengi barna að skólamáltíðum, fríum námsgögnum fyrir grunnskólabörn og auknum áherslum stjórnvalda í málefnum f lóttamanna og utangarðsfólks. Þá hefur vaktin lagt fram tillögur sem miða að því að draga úr brotthvarfi framhaldsskólanema og stendur nú fyrir könnun á skólasókn grunnskólabarna m.t.t. skólaforðunar. Heimsma rk mið Sa meinuðu þjóðanna um sjálf bæra þróun eru mikilvæg og munu hafa áhrif á störf Velferðarvaktarinnar með tilliti til markmiða sem lúta að fátækt, hungri, heilsu og vellíðan, menntun og auknum jöfnuði. Heimsmarkmiðin eru nýtt tæki sem vænta má að skili árangri innanlands sem utan. Vaktin mun vinna í anda þeirra og skipunarbréfs síns. Þótt almennt gangi betur nú en fyrst eftir efnahagshrunið þarf áfram að vakta velferð samfélagsins og bæta stöðu þeirra sem höllum fæti standa. Velferðarvaktin mun standa þá vakt áfram
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar