Látlausari kveðjustund en hjá Óla bróður en möguleiki að tár falli Tómas Þór Þórðarson skrifar 20. febrúar 2019 20:30 Jón Arnór Stefánsson lýkur 19 ára landsliðsferli á móti Portúgal annað kvöld. vísir/vilhelm Jón Arnór Stefánsson spilar sinn 100. og jafnframt síðasta landsleik annað kvöld þegar að Ísland mætir Portúgal í forkeppni EM 2021. Kveðjustundin verður látlausari en hjá bróður hans en ekki er útilokað að tár muni sjást á hvarmi, segir Jón léttur. Það þarft að leita ansi langt að manni sem heldur öðru fram en að Jón Arnór Stefánsson sé besti körfuboltamaður Íslands frá upphafi. Nú er komið að leiðarlokum hjá honum með íslenska landsliðinu en hann kveður liðið samhliða stórvini sínum Hlyni Bæringssyni annað kvöld. „Ég er bara aðallega hissa á því að vera valinn í landsliðið,“ segir Jón Arnór og hlær. „Nei, nei. Þetta eru margar tilfinningar í bland. Þetta hefur aðallega gefið manni tækifæri til að hugsa um farinn veg og fara yfir þessi 19 ár. Þegar að ég hugsa til baka eru þetta aðallega jákvæðar og fallegar minningar. Ég er bara ofboðslega stoltur og þakklátur að hafa fengið að hafa tekið þátt í þessu.“ Á löngum landsliðsferli eru það stórmótin sem að standa upp úr. Það sem virtist óraunhæfur möguleiki í áratugi varð að veruleika og það í tvígang þegar að Ísland komst bæði á EM 2015 og 2017.Jón Arnór hefur farið fyrir landsliðinu í rúman áratug.vísir/bára„Það er ótrúlegt afrek. Það var ótrúlega sterkt og mikilvægt fyrir íslenskan körfubolta. Bæði fyrir okkur sem leikmenn og sjálfstraustið okkar og líka núna þegar að maður hugsar til baka. Þá eru þessi tvö stórmót einhver mælanlegur árangur. Það er eflaust smá súr tilfinning hjá leikmönnum sem fara í gegnum ferilinn og vinna ekki titil. Að geta ekki horft til baka og munað eftir einhverju sem stendur algjörlega upp úr. Fyrir mér er það mjög auðvelt. Það er EM í Þýskalandi. Bæði að komast þangað og vera þar á staðnum og svo Helsinki líka. Ég man eftir fáu öðru en þessum augnablikum,“ segir Jón Arnór. Það er ekki algengt að bræður séu þeir tveir fremstu í sögunni sínu landi í sitthvorri íþróttinni en því má halda fram með Jón og bróður hans, Ólaf Stefánsson. Ólafur fékk rosalegan kveðjuleik með löngum aðdraganda sem hafði meira að segja sitt eigið myllumerki. Kveðjustundin annað kvöld verður látlausari, lofar Jón Arnór. „Þetta verður ekki í líkingu við það. Ég var í stúkunni þar og maður bara táraðist. Það var helvíti góð auglýsingastofa sem að setti það í gang. Þetta verður samt fallegt. Ég veit ekki hvaða tilfinningar verða þarna í spilinu og hvort það komi fram í einhverjum tárum veit ég ekki. Þetta verður falleg stund með fjölskyldu og vini í stúkunni og bara fá að kveðja á heimavelli. Það vill svo til að þetta er 100. leikurinn minn líka. Ég vildi fá að klára þetta í 99 en mönnum fannst það vera alveg fáránlegt. Þetta verður falleg stund og ég ætla að njóta þess,“ segir Jón Arnór Stefánsson.Klippa: Jón Arnór - Verð vonandi áfram í kringum liðið Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Mennirnir sem mótuðu næstu kynslóð hverfa á braut Landsliðsþjálfarinn og tveir framtíðarleikmenn körfuboltalandsliðsins útskýra hvað hverfur úr landsliðinu með Jóni Arnóri og Hlyni Bæringssyni. 19. febrúar 2019 19:30 Martin: Tilbúnari núna að taka við af Jóni Arnóri Martin Hermannsson er náttúrlegur arftaki Jóns Arnós Stefánssonar sem spilar sinn síðasta landsleik annað kvöld. 20. febrúar 2019 13:00 Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Bolivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fótbolti Fleiri fréttir Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Sjá meira
Jón Arnór Stefánsson spilar sinn 100. og jafnframt síðasta landsleik annað kvöld þegar að Ísland mætir Portúgal í forkeppni EM 2021. Kveðjustundin verður látlausari en hjá bróður hans en ekki er útilokað að tár muni sjást á hvarmi, segir Jón léttur. Það þarft að leita ansi langt að manni sem heldur öðru fram en að Jón Arnór Stefánsson sé besti körfuboltamaður Íslands frá upphafi. Nú er komið að leiðarlokum hjá honum með íslenska landsliðinu en hann kveður liðið samhliða stórvini sínum Hlyni Bæringssyni annað kvöld. „Ég er bara aðallega hissa á því að vera valinn í landsliðið,“ segir Jón Arnór og hlær. „Nei, nei. Þetta eru margar tilfinningar í bland. Þetta hefur aðallega gefið manni tækifæri til að hugsa um farinn veg og fara yfir þessi 19 ár. Þegar að ég hugsa til baka eru þetta aðallega jákvæðar og fallegar minningar. Ég er bara ofboðslega stoltur og þakklátur að hafa fengið að hafa tekið þátt í þessu.“ Á löngum landsliðsferli eru það stórmótin sem að standa upp úr. Það sem virtist óraunhæfur möguleiki í áratugi varð að veruleika og það í tvígang þegar að Ísland komst bæði á EM 2015 og 2017.Jón Arnór hefur farið fyrir landsliðinu í rúman áratug.vísir/bára„Það er ótrúlegt afrek. Það var ótrúlega sterkt og mikilvægt fyrir íslenskan körfubolta. Bæði fyrir okkur sem leikmenn og sjálfstraustið okkar og líka núna þegar að maður hugsar til baka. Þá eru þessi tvö stórmót einhver mælanlegur árangur. Það er eflaust smá súr tilfinning hjá leikmönnum sem fara í gegnum ferilinn og vinna ekki titil. Að geta ekki horft til baka og munað eftir einhverju sem stendur algjörlega upp úr. Fyrir mér er það mjög auðvelt. Það er EM í Þýskalandi. Bæði að komast þangað og vera þar á staðnum og svo Helsinki líka. Ég man eftir fáu öðru en þessum augnablikum,“ segir Jón Arnór. Það er ekki algengt að bræður séu þeir tveir fremstu í sögunni sínu landi í sitthvorri íþróttinni en því má halda fram með Jón og bróður hans, Ólaf Stefánsson. Ólafur fékk rosalegan kveðjuleik með löngum aðdraganda sem hafði meira að segja sitt eigið myllumerki. Kveðjustundin annað kvöld verður látlausari, lofar Jón Arnór. „Þetta verður ekki í líkingu við það. Ég var í stúkunni þar og maður bara táraðist. Það var helvíti góð auglýsingastofa sem að setti það í gang. Þetta verður samt fallegt. Ég veit ekki hvaða tilfinningar verða þarna í spilinu og hvort það komi fram í einhverjum tárum veit ég ekki. Þetta verður falleg stund með fjölskyldu og vini í stúkunni og bara fá að kveðja á heimavelli. Það vill svo til að þetta er 100. leikurinn minn líka. Ég vildi fá að klára þetta í 99 en mönnum fannst það vera alveg fáránlegt. Þetta verður falleg stund og ég ætla að njóta þess,“ segir Jón Arnór Stefánsson.Klippa: Jón Arnór - Verð vonandi áfram í kringum liðið
Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Mennirnir sem mótuðu næstu kynslóð hverfa á braut Landsliðsþjálfarinn og tveir framtíðarleikmenn körfuboltalandsliðsins útskýra hvað hverfur úr landsliðinu með Jóni Arnóri og Hlyni Bæringssyni. 19. febrúar 2019 19:30 Martin: Tilbúnari núna að taka við af Jóni Arnóri Martin Hermannsson er náttúrlegur arftaki Jóns Arnós Stefánssonar sem spilar sinn síðasta landsleik annað kvöld. 20. febrúar 2019 13:00 Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Bolivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fótbolti Fleiri fréttir Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Sjá meira
Mennirnir sem mótuðu næstu kynslóð hverfa á braut Landsliðsþjálfarinn og tveir framtíðarleikmenn körfuboltalandsliðsins útskýra hvað hverfur úr landsliðinu með Jóni Arnóri og Hlyni Bæringssyni. 19. febrúar 2019 19:30
Martin: Tilbúnari núna að taka við af Jóni Arnóri Martin Hermannsson er náttúrlegur arftaki Jóns Arnós Stefánssonar sem spilar sinn síðasta landsleik annað kvöld. 20. febrúar 2019 13:00