Átta glænýjar staðreyndir um svefn Björk Eiðsdóttir skrifar 22. febrúar 2019 07:30 Svefnleysi eykur líkurnar á ýmsum kvillum því er um að gera að sofa meira ef hægt er. Fréttablaðið/Getty Það hefur sjaldan verið talað eins mikið um svefn á Íslandi enda umræðan um breytingu á klukkunni hávær. En það er ekki bara hér á landi sem svefnrannsóknir vekja athygli. í upphafi árs voru birtar niðurstöður fjölmargra rannsókna á svefni sem sumar hverjar komu á óvart.Eitt einangrað gen stjórnar því að við sofum þegar við erum veik Flest höfum við upplifað að þurfa á auknum svefni að halda þegar við erum veik. Rannsakendur við Háskólann í Pennsylvaníu fundu einangrað gen sem stjórnar þessari þörf veikindapésa til að sofa. Niðurstöðurnar eru tíundaðar í Science en genið sem kallast nemuri er haldbær sönnun þess að líffræðileg tenging er á milli svefns og ónæmiskerfisins. Þegar nemuri genið var fjarlægt í ávaxtaflugum, fundu þær ekki lengur þörf til að sofa þegar veikar – sem þær gerðu þó þegar þær voru með genið virkt – og lifðu veikindin af. Þeir sem þjást af kæfisvefni kljást einnig við minnisvanda Kæfisvefn er fremur algengt ástand en talið er að um 18 milljónir Bandaríkjamanna þjáist af kvillanum. Ný rannsókn hefur sýnt fram á óvænt áhrif kæfisvefns á heilann: Hann hefur áhrif á atburðaminni. Rannsóknin sem var birt í Journal of the International Neuropsychological Society rannsakaði OSA (obstructive sleep apnea) sem er algengasta útgáfa sjúkdómsins, þar sem öndun stöðvast vegna þrengsla í öndunarvegi. Niðurstaðan var sú að þeir sem þjást af OSA áttu í erfiðleikum með minni. Þó þeir gætu rifjað upp mikilvæg atvik voru þeir ólíklegir til að muna smáatriði eins og nöfn eða dagsetningar. Því verra sem minnið var, því líklegri voru þeir til að sýna einkenni þunglyndis. Þú getur lært erlent tungumál í svefni Hugmyndin um að hægt sé að læra sofandi hefur verið löngum verið til, en rannsókn sem birt var í janúar sýnir fram á að þetta er ekki aðeins goðsaga. En þú vaknar þó kannski ekki alveg talandi tungum. Rannsóknin sem framkvæmd var af vísindamönnum við Bern háskóla sýndi að það skiptir máli á hvaða svefnstigi þú ert þegar nýr orðaforði er leikinn fyrir þig. Rannsakendur spiluðu nokkur orð; eitt þýskt orð og eitt bullorð fyrir þýskumælandi fólk á ólíkum svefnstigum. Ef orðapörin voru spiluð á svefnstigi þar sem heilinn er í mikilli virkni var líklegra að þátttakendur tengdu orðin í pör þegar vakandi. Þetta er merki þess að heilinn er fær um að flokka og reyna að skilja ný orð þegar við erum sofandi. Við „heyrum“ á vissum svefnstigum Samkvæmt rannsókn sem birt var í Nature í janúar er sofandi fólk ekki alveg eins fjarri og það kann að virðast. Samkvæmt niðurstöðunum hlustum við enn á heiminn í kringum okkur með litlum hluta heilans og fylgjumst með hljóðum sem gætu skipt máli. Rannsakendur mældu virkni heilans hjá sofandi fólki í kringum alls kyns kunnugleg hljóð. Þegar fólkið var ekki í djúpsvefni brást heilinn við þegar merkingarbær hljóð heyrðust, eins og kunnuglegar raddir, en leiddi hjá sér önnur hljóð. Þegar fólkið svo náði djúpsvefni hurfu þessi áhrif. Ef þér finnst sem þú sért að sofna eða vakna og heyrir það sem er í gangi í kringum þig, þá ertu ekki á villigötum; heilinn er enn að hlusta, svo þú vaknir örugglega ef ógn steðjar að.A - eða B - manneskja? Það veltur á genunum!Fréttablaðið/GettyStreitutengt svefnleysi breytir heilafrumunum REM eða draumsvefn verður fyrir miklum áhrifum af streitu samkvæmt rannsókn sem birt var í PNAS. Samkvæmt rannsókn á músum varð væg dagleg streita til þess að auka draumsvefninn áður en hún hafði áhrif á önnur svefnstig. Rannsakendur komust jafnframt að því að með þessum áhrifum á draumsvefninni breytti heilinn uppbyggingu sinni. Sérstaklega í heilastöðinni hippocampus eða dreka sem er mikilvæg þegar kemur að minni. Fjölmargar frumur dóu á meðan öðrum fjölgaði sem er mikilvægt þar sem drekinn ræður miklu um það hvernig við tökumst á við streitu. Það virðist því sem ástæðan fyrir auknum draumsvefni músa sé svo þær geti betur tekist á við streitu í vöku. Svefnleysi eykur líkur á alzheimer og hjartasjúkdómum Nýjar rannsóknir sýna sífellt betur hvaða áhrif svefnskortur hefur en tvær rannsóknir frá því í janúar juku þar enn á. Önnur, sem framkvæmd var við Washington School of Medicine, sýndi fram á að svefnskortur jók magn próteinsin beta-amyloid hjá músum, en það prótein finnst í miklu magnií heila alzheimersjúklinga. Hin rannsóknin sem gerð var við American College of Cardiology, kannaði áhrif svefnleysis á annað heilsufarsmál; hjartað. Fylgst var með svefni þrjú þúsund fullorðinna Spánverja og niðurstaðan var sú að þeir sem sváfu minna en sex tíma á nóttu voru 27 prósentum líklegri til að fá blóðtappa en þeir sem sváfu átta til níu tíma. Hegðun taugafruma breytist eftir svefnstigum Samkvæmt grein sem birtist í Nature er hegðun taugafruma misjöfn eftir því á hvaða svefnstigi við erum og hvar þær eru staðsettar. Í draumsvefni til að mynda eru taugafrumurnar í drekanum nokkuð rólegar en þær í framheilaberki vel virkar. En hvað þýðir þetta? Það er auðvitað mikilvæg heilastarfsemi sem fer fram á meðan við sofum, heilinnn vinnur úr minningum, hreinsar burt eiturefni og hjálpar til við endurnýjun fruma. Þessar niðurstöður benda til þess að enn flóknari vinna en við gerðum okkur grein fyrir, fer fram á meðan við sofum – og það gæti hjálpað okkur að skilja hvernig t.d. minnisvinnsla virkar og hvernig hægt sé að læra á meðan við sofum. 351 staður á erfðamenginu tengist því að vera morgunhani Ef þú ert sérleg A-manneskja sem finnst gott að sofna snemma og vakna snemma geturðu þakkað genum að mestu leyti. Rannsókn sem birt var í Nature Communications og náði til yfir 80 þúsund þátttakenda sýndi að það voru 351 sértækir staðir á erfðamenginu sem tengjast dægursveiflum og stýra því að einstaklingur fer snemma að sofa og vaknar snemma. Samkvæmt þessu gæti það reynst erfiðara að breyta taktinum en þú heldur, þetta gæti nefnilega verið greipt í genin. Birtist í Fréttablaðinu Klukkan á Íslandi Mest lesið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ Lífið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Gagnrýni Skilnaðar-toppur í París Tíska og hönnun Götulistamaðurinn Jójó látinn Lífið Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Tíska og hönnun Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Fleiri fréttir Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Sjá meira
Það hefur sjaldan verið talað eins mikið um svefn á Íslandi enda umræðan um breytingu á klukkunni hávær. En það er ekki bara hér á landi sem svefnrannsóknir vekja athygli. í upphafi árs voru birtar niðurstöður fjölmargra rannsókna á svefni sem sumar hverjar komu á óvart.Eitt einangrað gen stjórnar því að við sofum þegar við erum veik Flest höfum við upplifað að þurfa á auknum svefni að halda þegar við erum veik. Rannsakendur við Háskólann í Pennsylvaníu fundu einangrað gen sem stjórnar þessari þörf veikindapésa til að sofa. Niðurstöðurnar eru tíundaðar í Science en genið sem kallast nemuri er haldbær sönnun þess að líffræðileg tenging er á milli svefns og ónæmiskerfisins. Þegar nemuri genið var fjarlægt í ávaxtaflugum, fundu þær ekki lengur þörf til að sofa þegar veikar – sem þær gerðu þó þegar þær voru með genið virkt – og lifðu veikindin af. Þeir sem þjást af kæfisvefni kljást einnig við minnisvanda Kæfisvefn er fremur algengt ástand en talið er að um 18 milljónir Bandaríkjamanna þjáist af kvillanum. Ný rannsókn hefur sýnt fram á óvænt áhrif kæfisvefns á heilann: Hann hefur áhrif á atburðaminni. Rannsóknin sem var birt í Journal of the International Neuropsychological Society rannsakaði OSA (obstructive sleep apnea) sem er algengasta útgáfa sjúkdómsins, þar sem öndun stöðvast vegna þrengsla í öndunarvegi. Niðurstaðan var sú að þeir sem þjást af OSA áttu í erfiðleikum með minni. Þó þeir gætu rifjað upp mikilvæg atvik voru þeir ólíklegir til að muna smáatriði eins og nöfn eða dagsetningar. Því verra sem minnið var, því líklegri voru þeir til að sýna einkenni þunglyndis. Þú getur lært erlent tungumál í svefni Hugmyndin um að hægt sé að læra sofandi hefur verið löngum verið til, en rannsókn sem birt var í janúar sýnir fram á að þetta er ekki aðeins goðsaga. En þú vaknar þó kannski ekki alveg talandi tungum. Rannsóknin sem framkvæmd var af vísindamönnum við Bern háskóla sýndi að það skiptir máli á hvaða svefnstigi þú ert þegar nýr orðaforði er leikinn fyrir þig. Rannsakendur spiluðu nokkur orð; eitt þýskt orð og eitt bullorð fyrir þýskumælandi fólk á ólíkum svefnstigum. Ef orðapörin voru spiluð á svefnstigi þar sem heilinn er í mikilli virkni var líklegra að þátttakendur tengdu orðin í pör þegar vakandi. Þetta er merki þess að heilinn er fær um að flokka og reyna að skilja ný orð þegar við erum sofandi. Við „heyrum“ á vissum svefnstigum Samkvæmt rannsókn sem birt var í Nature í janúar er sofandi fólk ekki alveg eins fjarri og það kann að virðast. Samkvæmt niðurstöðunum hlustum við enn á heiminn í kringum okkur með litlum hluta heilans og fylgjumst með hljóðum sem gætu skipt máli. Rannsakendur mældu virkni heilans hjá sofandi fólki í kringum alls kyns kunnugleg hljóð. Þegar fólkið var ekki í djúpsvefni brást heilinn við þegar merkingarbær hljóð heyrðust, eins og kunnuglegar raddir, en leiddi hjá sér önnur hljóð. Þegar fólkið svo náði djúpsvefni hurfu þessi áhrif. Ef þér finnst sem þú sért að sofna eða vakna og heyrir það sem er í gangi í kringum þig, þá ertu ekki á villigötum; heilinn er enn að hlusta, svo þú vaknir örugglega ef ógn steðjar að.A - eða B - manneskja? Það veltur á genunum!Fréttablaðið/GettyStreitutengt svefnleysi breytir heilafrumunum REM eða draumsvefn verður fyrir miklum áhrifum af streitu samkvæmt rannsókn sem birt var í PNAS. Samkvæmt rannsókn á músum varð væg dagleg streita til þess að auka draumsvefninn áður en hún hafði áhrif á önnur svefnstig. Rannsakendur komust jafnframt að því að með þessum áhrifum á draumsvefninni breytti heilinn uppbyggingu sinni. Sérstaklega í heilastöðinni hippocampus eða dreka sem er mikilvæg þegar kemur að minni. Fjölmargar frumur dóu á meðan öðrum fjölgaði sem er mikilvægt þar sem drekinn ræður miklu um það hvernig við tökumst á við streitu. Það virðist því sem ástæðan fyrir auknum draumsvefni músa sé svo þær geti betur tekist á við streitu í vöku. Svefnleysi eykur líkur á alzheimer og hjartasjúkdómum Nýjar rannsóknir sýna sífellt betur hvaða áhrif svefnskortur hefur en tvær rannsóknir frá því í janúar juku þar enn á. Önnur, sem framkvæmd var við Washington School of Medicine, sýndi fram á að svefnskortur jók magn próteinsin beta-amyloid hjá músum, en það prótein finnst í miklu magnií heila alzheimersjúklinga. Hin rannsóknin sem gerð var við American College of Cardiology, kannaði áhrif svefnleysis á annað heilsufarsmál; hjartað. Fylgst var með svefni þrjú þúsund fullorðinna Spánverja og niðurstaðan var sú að þeir sem sváfu minna en sex tíma á nóttu voru 27 prósentum líklegri til að fá blóðtappa en þeir sem sváfu átta til níu tíma. Hegðun taugafruma breytist eftir svefnstigum Samkvæmt grein sem birtist í Nature er hegðun taugafruma misjöfn eftir því á hvaða svefnstigi við erum og hvar þær eru staðsettar. Í draumsvefni til að mynda eru taugafrumurnar í drekanum nokkuð rólegar en þær í framheilaberki vel virkar. En hvað þýðir þetta? Það er auðvitað mikilvæg heilastarfsemi sem fer fram á meðan við sofum, heilinnn vinnur úr minningum, hreinsar burt eiturefni og hjálpar til við endurnýjun fruma. Þessar niðurstöður benda til þess að enn flóknari vinna en við gerðum okkur grein fyrir, fer fram á meðan við sofum – og það gæti hjálpað okkur að skilja hvernig t.d. minnisvinnsla virkar og hvernig hægt sé að læra á meðan við sofum. 351 staður á erfðamenginu tengist því að vera morgunhani Ef þú ert sérleg A-manneskja sem finnst gott að sofna snemma og vakna snemma geturðu þakkað genum að mestu leyti. Rannsókn sem birt var í Nature Communications og náði til yfir 80 þúsund þátttakenda sýndi að það voru 351 sértækir staðir á erfðamenginu sem tengjast dægursveiflum og stýra því að einstaklingur fer snemma að sofa og vaknar snemma. Samkvæmt þessu gæti það reynst erfiðara að breyta taktinum en þú heldur, þetta gæti nefnilega verið greipt í genin.
Birtist í Fréttablaðinu Klukkan á Íslandi Mest lesið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ Lífið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Gagnrýni Skilnaðar-toppur í París Tíska og hönnun Götulistamaðurinn Jójó látinn Lífið Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Tíska og hönnun Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Fleiri fréttir Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Sjá meira