Landssamband íslenzkra verzlunarmanna, LÍV, hefur tekið ákvörðun um að vísa kjaradeilu sinni við Samtök atvinnulífsins, SA, til ríkissáttasemjara. Ákvörðunin er tekin í samráði við þau aðildarfélög sín sem sambandið hefur samningsumboð fyrir, að því er fram kemur í tilkynningu frá LÍV.
Í tilkynningu segir að viðræður milli aðila hafi staðið yfir frá því fyrir áramót án þess að þær hafi skilað viðeigandi niðurstöðu. Á þessu stigi máls sé því talið rétt að óska eftir aðkomu ríkissáttasemjara að deilunni.
Aðildarfélög LÍV eru, samkvæmt heimasíðu sambandsins, eftirfarandi:
AFL Starfsgreinafélag
Félag verslunar- og skrifstofufólks Akureyri
Framsýn stéttarfélag
Stéttarfélag Vesturlands
Stéttarfélagið Samstaða
Verkalýðsfélag Snæfellinga
Verkalýðsfélag Vestfirðinga
Verkalýðsfélag Þórshafnar
Verslunarmannafélag Skagfirðinga
Verslunarmannafélag Suðurnesja
VR
