Óska eftir vinnufriði í kjölfar færslu borgarritara Kristín Ólafsdóttir skrifar 22. febrúar 2019 16:04 Starfsmannafélag Ráðhússins óskar eftir vinnufriði. Vísir/vilhelm Stjórn starfsmannafélags Ráðhúss Reykjavíkur óskar eftir því að „starfsfólk fái frið til að vinna vinnuna sína án þess að störf þess séu gerð tortryggileg og án þess að vera blandað í stjórnmálaumræðu sem á með réttu að eiga sér stað á milli kjörinna fulltrúa og á pólitískum vettvangi.“ Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá stjórn starfsmannafélagsins sem send var fjölmiðlum í dag. Tilefni yfirlýsingarinnar er fjölmiðlaumfjöllun um bréf Stefáns Eiríkssonar borgarritara sem hann ritaði á lokuðum Facebook-vef sem starfsmenn Reykjavíkurborgar hafa aðgang að. Þar sagði Stefán að við blasti sú staða að fáir borgarfulltrúar eitri starfsumhverfi starfsfólks borgarinnar með fordæmalausri hegðun, atferli og framgöngu.Stefán Eiríksson, borgarritari.Í frétt RÚV í dag kom svo fram að uppsagnir tveggja starfsmanna Reykjavíkurborgar á yfirstandandi kjörtímabili megi rekja beint til starfsumhverfis í ráðhúsinu. Í yfirlýsingu stjórn starfsmannafélagsins er áréttað að „ekki eigi að gera starfsfólk Reykjavíkurborgar og störf þess að opinberu umtalsefni í pólitískum tilgangi.“ „Stjórnin minnir á að möguleikar starfsfólks til þátttöku í umræðunni og til þess að koma störfum sínum til varnar eru mjög takmarkaðir.“ Undir yfirlýsinguna skrifa Guðbjörg Lára Másdóttir, Tómas Ingi Adolfsson, Rósa Björg Borgþórsdóttir, Tinna Garðarsdóttir, Bjarni Þóroddsson, Baldur Örn Arnarson og Oddrún Helga Oddsdóttir. Borgarfulltrúar minnihlutans hafa brugðist við ummælum Stefáns í dag, þar á meðal Vigdís Hauksdóttir úr Miðflokki, Kolbrún Baldursdóttir úr Flokki fólksins og Eyþór Arnalds úr Sjálfstæðisflokki. Sá síðastnefndi sagði ummæli Stefáns óheppileg í viðtali um málið í Harmageddon á X-inu 977 í morgun. Borgarstjórn Reykjavík Tengdar fréttir Finnst Stefán Eiríksson vera að lýsa sjálfum sér með eiturummælum Eyþór Arnalds, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir ummæli Stefáns Eiríkssonar borgarritara óheppileg. Stefán lét ummælin falla í gær á lokuðum Facebook-vef sem starfsmenn Reykjavíkurborgar hafa aðgang að. 22. febrúar 2019 11:30 Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Stjórn starfsmannafélags Ráðhúss Reykjavíkur óskar eftir því að „starfsfólk fái frið til að vinna vinnuna sína án þess að störf þess séu gerð tortryggileg og án þess að vera blandað í stjórnmálaumræðu sem á með réttu að eiga sér stað á milli kjörinna fulltrúa og á pólitískum vettvangi.“ Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá stjórn starfsmannafélagsins sem send var fjölmiðlum í dag. Tilefni yfirlýsingarinnar er fjölmiðlaumfjöllun um bréf Stefáns Eiríkssonar borgarritara sem hann ritaði á lokuðum Facebook-vef sem starfsmenn Reykjavíkurborgar hafa aðgang að. Þar sagði Stefán að við blasti sú staða að fáir borgarfulltrúar eitri starfsumhverfi starfsfólks borgarinnar með fordæmalausri hegðun, atferli og framgöngu.Stefán Eiríksson, borgarritari.Í frétt RÚV í dag kom svo fram að uppsagnir tveggja starfsmanna Reykjavíkurborgar á yfirstandandi kjörtímabili megi rekja beint til starfsumhverfis í ráðhúsinu. Í yfirlýsingu stjórn starfsmannafélagsins er áréttað að „ekki eigi að gera starfsfólk Reykjavíkurborgar og störf þess að opinberu umtalsefni í pólitískum tilgangi.“ „Stjórnin minnir á að möguleikar starfsfólks til þátttöku í umræðunni og til þess að koma störfum sínum til varnar eru mjög takmarkaðir.“ Undir yfirlýsinguna skrifa Guðbjörg Lára Másdóttir, Tómas Ingi Adolfsson, Rósa Björg Borgþórsdóttir, Tinna Garðarsdóttir, Bjarni Þóroddsson, Baldur Örn Arnarson og Oddrún Helga Oddsdóttir. Borgarfulltrúar minnihlutans hafa brugðist við ummælum Stefáns í dag, þar á meðal Vigdís Hauksdóttir úr Miðflokki, Kolbrún Baldursdóttir úr Flokki fólksins og Eyþór Arnalds úr Sjálfstæðisflokki. Sá síðastnefndi sagði ummæli Stefáns óheppileg í viðtali um málið í Harmageddon á X-inu 977 í morgun.
Borgarstjórn Reykjavík Tengdar fréttir Finnst Stefán Eiríksson vera að lýsa sjálfum sér með eiturummælum Eyþór Arnalds, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir ummæli Stefáns Eiríkssonar borgarritara óheppileg. Stefán lét ummælin falla í gær á lokuðum Facebook-vef sem starfsmenn Reykjavíkurborgar hafa aðgang að. 22. febrúar 2019 11:30 Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Finnst Stefán Eiríksson vera að lýsa sjálfum sér með eiturummælum Eyþór Arnalds, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir ummæli Stefáns Eiríkssonar borgarritara óheppileg. Stefán lét ummælin falla í gær á lokuðum Facebook-vef sem starfsmenn Reykjavíkurborgar hafa aðgang að. 22. febrúar 2019 11:30