Afmörkuð aðgerð utan við móðurplan stéttarfélaganna Sighvatur Arnmundsson skrifar 23. febrúar 2019 07:15 Aðilar í ferðaþjónustu óttast afleiðingar verkfallsaðgerða á greinina til skemmri og lengri tíma. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR „Þetta er grafalvarlegt ástand og við höfum miklar áhyggjur af þessu. Ég vænti þess að við fáum einhverjar leiðbeiningar frá Samtökum atvinnulífsins um helgina varðandi framkvæmdina. Við munum auðvitað fara að lögum og reglum,“ segir Ingibjörg Ólafsdóttir, hótelstjóri Hótels Sögu, um mögulegar verkfallsaðgerðir Eflingar. Atkvæðagreiðsla hefst næstkomandi mánudag meðal þeirra félagsmanna Eflingar sem heyra undir kjarasamning félagsins og Samtaka atvinnulífsins vegna vinnu starfsfólks í veitinga- og gistihúsum. Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir að allir félagsmenn sem vinni samkvæmt umræddum kjarasamningi hafi atkvæðisrétt en sjálf verkfallsboðunin nær einungis til þeirra sem starfa við þrif, hreingerningar og frágang á hótelum og gistihúsum. Greiði meirihluti atkvæði með verkfallsboðuninni munu umræddir starfsmenn leggja niður störf kl. 10 föstudaginn 8. mars og mun vinnustöðvuninni ljúka kl. 23.59 um kvöldið nema samningar hafi tekist. Komi til verkfallsins munu þeir starfsmenn sem leggja niður störf fá greiddar 12 þúsund krónur fyrir skatt. „Þetta er í rauninni bara einstök og mjög afmörkuð aðgerð. Hún stendur svolítið sjálfstætt utan við okkar stærra móðurplan,“ segir Viðar. Ingibjörg, sem situr einnig í stjórn Samtaka ferðaþjónustunnar þar sem hún fóstrar gististaðanefnd, segir að nefndin muni koma saman í næstu viku til að fara yfir stöðuna. Hún segir að allir séu sammála um að fólk eigi að hafa í sig og á. „Ég held að þrátt fyrir að það hafi kannski stefnt í þetta hafi samt allir vonað að þarna væri einhver glæta og það væri hægt að halda áfram og semja. Við vonum auðvitað áfram að þetta leysist en við verðum líka að vera með aðgerðaáætlanir og bregðast við þessu eins og við mögulega getum,“ segir Ingibjörg. Ingibjörg bendir á að nú sé töluverð niðursveifla í gestafjölda og það sé staðreynd að þegar gestir heyri af verkfallsaðgerðum sem snúi jafnvel beint að þeim þá hætti þeir við að koma. „Þetta hefur áhrif bæði til skemmri og lengri tíma. Það sem ég hef kannski persónulega mestar áhyggjur af er það sem gerist í kjölfarið. Þetta hefur bein áhrif á viðskiptin því allar okkar áætlanir byggjast á því að það sé ekki röskun á starfseminni.“ Um þriðjungur starfsmanna Hótels Sögu er í Eflingu. Ingibjörg segir að staðan þar sé því ekki alveg vonlaus þótt verkfallsaðgerðir yrðu mjög slæmar fyrir starfsemina. Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Kjaramál Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fleiri fréttir Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Sjá meira
„Þetta er grafalvarlegt ástand og við höfum miklar áhyggjur af þessu. Ég vænti þess að við fáum einhverjar leiðbeiningar frá Samtökum atvinnulífsins um helgina varðandi framkvæmdina. Við munum auðvitað fara að lögum og reglum,“ segir Ingibjörg Ólafsdóttir, hótelstjóri Hótels Sögu, um mögulegar verkfallsaðgerðir Eflingar. Atkvæðagreiðsla hefst næstkomandi mánudag meðal þeirra félagsmanna Eflingar sem heyra undir kjarasamning félagsins og Samtaka atvinnulífsins vegna vinnu starfsfólks í veitinga- og gistihúsum. Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir að allir félagsmenn sem vinni samkvæmt umræddum kjarasamningi hafi atkvæðisrétt en sjálf verkfallsboðunin nær einungis til þeirra sem starfa við þrif, hreingerningar og frágang á hótelum og gistihúsum. Greiði meirihluti atkvæði með verkfallsboðuninni munu umræddir starfsmenn leggja niður störf kl. 10 föstudaginn 8. mars og mun vinnustöðvuninni ljúka kl. 23.59 um kvöldið nema samningar hafi tekist. Komi til verkfallsins munu þeir starfsmenn sem leggja niður störf fá greiddar 12 þúsund krónur fyrir skatt. „Þetta er í rauninni bara einstök og mjög afmörkuð aðgerð. Hún stendur svolítið sjálfstætt utan við okkar stærra móðurplan,“ segir Viðar. Ingibjörg, sem situr einnig í stjórn Samtaka ferðaþjónustunnar þar sem hún fóstrar gististaðanefnd, segir að nefndin muni koma saman í næstu viku til að fara yfir stöðuna. Hún segir að allir séu sammála um að fólk eigi að hafa í sig og á. „Ég held að þrátt fyrir að það hafi kannski stefnt í þetta hafi samt allir vonað að þarna væri einhver glæta og það væri hægt að halda áfram og semja. Við vonum auðvitað áfram að þetta leysist en við verðum líka að vera með aðgerðaáætlanir og bregðast við þessu eins og við mögulega getum,“ segir Ingibjörg. Ingibjörg bendir á að nú sé töluverð niðursveifla í gestafjölda og það sé staðreynd að þegar gestir heyri af verkfallsaðgerðum sem snúi jafnvel beint að þeim þá hætti þeir við að koma. „Þetta hefur áhrif bæði til skemmri og lengri tíma. Það sem ég hef kannski persónulega mestar áhyggjur af er það sem gerist í kjölfarið. Þetta hefur bein áhrif á viðskiptin því allar okkar áætlanir byggjast á því að það sé ekki röskun á starfseminni.“ Um þriðjungur starfsmanna Hótels Sögu er í Eflingu. Ingibjörg segir að staðan þar sé því ekki alveg vonlaus þótt verkfallsaðgerðir yrðu mjög slæmar fyrir starfsemina.
Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Kjaramál Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fleiri fréttir Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Sjá meira