Afmörkuð aðgerð utan við móðurplan stéttarfélaganna Sighvatur Arnmundsson skrifar 23. febrúar 2019 07:15 Aðilar í ferðaþjónustu óttast afleiðingar verkfallsaðgerða á greinina til skemmri og lengri tíma. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR „Þetta er grafalvarlegt ástand og við höfum miklar áhyggjur af þessu. Ég vænti þess að við fáum einhverjar leiðbeiningar frá Samtökum atvinnulífsins um helgina varðandi framkvæmdina. Við munum auðvitað fara að lögum og reglum,“ segir Ingibjörg Ólafsdóttir, hótelstjóri Hótels Sögu, um mögulegar verkfallsaðgerðir Eflingar. Atkvæðagreiðsla hefst næstkomandi mánudag meðal þeirra félagsmanna Eflingar sem heyra undir kjarasamning félagsins og Samtaka atvinnulífsins vegna vinnu starfsfólks í veitinga- og gistihúsum. Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir að allir félagsmenn sem vinni samkvæmt umræddum kjarasamningi hafi atkvæðisrétt en sjálf verkfallsboðunin nær einungis til þeirra sem starfa við þrif, hreingerningar og frágang á hótelum og gistihúsum. Greiði meirihluti atkvæði með verkfallsboðuninni munu umræddir starfsmenn leggja niður störf kl. 10 föstudaginn 8. mars og mun vinnustöðvuninni ljúka kl. 23.59 um kvöldið nema samningar hafi tekist. Komi til verkfallsins munu þeir starfsmenn sem leggja niður störf fá greiddar 12 þúsund krónur fyrir skatt. „Þetta er í rauninni bara einstök og mjög afmörkuð aðgerð. Hún stendur svolítið sjálfstætt utan við okkar stærra móðurplan,“ segir Viðar. Ingibjörg, sem situr einnig í stjórn Samtaka ferðaþjónustunnar þar sem hún fóstrar gististaðanefnd, segir að nefndin muni koma saman í næstu viku til að fara yfir stöðuna. Hún segir að allir séu sammála um að fólk eigi að hafa í sig og á. „Ég held að þrátt fyrir að það hafi kannski stefnt í þetta hafi samt allir vonað að þarna væri einhver glæta og það væri hægt að halda áfram og semja. Við vonum auðvitað áfram að þetta leysist en við verðum líka að vera með aðgerðaáætlanir og bregðast við þessu eins og við mögulega getum,“ segir Ingibjörg. Ingibjörg bendir á að nú sé töluverð niðursveifla í gestafjölda og það sé staðreynd að þegar gestir heyri af verkfallsaðgerðum sem snúi jafnvel beint að þeim þá hætti þeir við að koma. „Þetta hefur áhrif bæði til skemmri og lengri tíma. Það sem ég hef kannski persónulega mestar áhyggjur af er það sem gerist í kjölfarið. Þetta hefur bein áhrif á viðskiptin því allar okkar áætlanir byggjast á því að það sé ekki röskun á starfseminni.“ Um þriðjungur starfsmanna Hótels Sögu er í Eflingu. Ingibjörg segir að staðan þar sé því ekki alveg vonlaus þótt verkfallsaðgerðir yrðu mjög slæmar fyrir starfsemina. Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Kjaramál Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent Fleiri fréttir Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Sjá meira
„Þetta er grafalvarlegt ástand og við höfum miklar áhyggjur af þessu. Ég vænti þess að við fáum einhverjar leiðbeiningar frá Samtökum atvinnulífsins um helgina varðandi framkvæmdina. Við munum auðvitað fara að lögum og reglum,“ segir Ingibjörg Ólafsdóttir, hótelstjóri Hótels Sögu, um mögulegar verkfallsaðgerðir Eflingar. Atkvæðagreiðsla hefst næstkomandi mánudag meðal þeirra félagsmanna Eflingar sem heyra undir kjarasamning félagsins og Samtaka atvinnulífsins vegna vinnu starfsfólks í veitinga- og gistihúsum. Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir að allir félagsmenn sem vinni samkvæmt umræddum kjarasamningi hafi atkvæðisrétt en sjálf verkfallsboðunin nær einungis til þeirra sem starfa við þrif, hreingerningar og frágang á hótelum og gistihúsum. Greiði meirihluti atkvæði með verkfallsboðuninni munu umræddir starfsmenn leggja niður störf kl. 10 föstudaginn 8. mars og mun vinnustöðvuninni ljúka kl. 23.59 um kvöldið nema samningar hafi tekist. Komi til verkfallsins munu þeir starfsmenn sem leggja niður störf fá greiddar 12 þúsund krónur fyrir skatt. „Þetta er í rauninni bara einstök og mjög afmörkuð aðgerð. Hún stendur svolítið sjálfstætt utan við okkar stærra móðurplan,“ segir Viðar. Ingibjörg, sem situr einnig í stjórn Samtaka ferðaþjónustunnar þar sem hún fóstrar gististaðanefnd, segir að nefndin muni koma saman í næstu viku til að fara yfir stöðuna. Hún segir að allir séu sammála um að fólk eigi að hafa í sig og á. „Ég held að þrátt fyrir að það hafi kannski stefnt í þetta hafi samt allir vonað að þarna væri einhver glæta og það væri hægt að halda áfram og semja. Við vonum auðvitað áfram að þetta leysist en við verðum líka að vera með aðgerðaáætlanir og bregðast við þessu eins og við mögulega getum,“ segir Ingibjörg. Ingibjörg bendir á að nú sé töluverð niðursveifla í gestafjölda og það sé staðreynd að þegar gestir heyri af verkfallsaðgerðum sem snúi jafnvel beint að þeim þá hætti þeir við að koma. „Þetta hefur áhrif bæði til skemmri og lengri tíma. Það sem ég hef kannski persónulega mestar áhyggjur af er það sem gerist í kjölfarið. Þetta hefur bein áhrif á viðskiptin því allar okkar áætlanir byggjast á því að það sé ekki röskun á starfseminni.“ Um þriðjungur starfsmanna Hótels Sögu er í Eflingu. Ingibjörg segir að staðan þar sé því ekki alveg vonlaus þótt verkfallsaðgerðir yrðu mjög slæmar fyrir starfsemina.
Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Kjaramál Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent Fleiri fréttir Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Sjá meira