Manafort sagður forhertur glæpamaður í nýrri greinargerð Muellers Kristín Ólafsdóttir skrifar 23. febrúar 2019 23:15 Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Donald Trumps Bandaríkjaforseta. Getty/Andrew Harrer Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Donald Trumps Bandaríkjaforseta, er sagður „forhertur glæpamaður“ sem fór „endurtekið og blygðunarlaust“ á svig við lögin í nýrri greinargerð frá Roberti Mueller, sérstökum saksóknara. Greinargerðin var send dómara í Washington vegna ákvörðunar refsingar Manaforts fyrir samsæri sem hann var sakfelldur fyrir í september. Í greinargerðinni segir að Manafort eigi skilið viðbótarfangelsisdóm fyrir glæpi sína en hann á þegar yfir höfði sér allt að 24 ára fangelsi fyrir fjársvik í Virginíuríki. Viðbótardómurinn eigi að endurspegla alvarleika glæpanna sem hann hafi framið og er mælt með harðri refsingu. Í greinargerðinni segir enn fremur að Manafort hafi verið forhertur og fastheldinn í viðleitni sinni til lögbrota. Þá hafi hann ekki sýnt af sér neina iðrun vegna glæpa sinna og sé jafnframt líklegur til að brjóta af sér á ný.Rannsókn Roberts Muellers hefur nú staðið í tæp tvö ár.Vísir/EPAManafort var kosningastjóri Trumps í forsetakosningunum árið 2016 en hann hefur verið í fangelsi síðan í júní. Hann samþykkti í fyrra að veita Mueller upplýsingar í skiptum fyrir vægari dóm. Eftir að rannsókn Mueller á Manafort hófst játaði sá síðarnefndi skattsvik, tilraun til að hafa áhrif á framgang réttvísinnar og að hafa brotið lög við störf hans fyrir önnur ríki en Bandaríkin.Í nóvember á síðasta ári sakaði Mueller Manafort um að hafa logið að rannsakandum og þar með brotið gegn samkomulagi þeirra. Dómari komst svo að þeirri niðurstöðu fyrr í þessum mánuði að Manafort hefði gerst sekur um lygar. Var þá talið líklegt að sá dómur þýddi að dómur í málunum þar sem hann játaði sök yrði þyngdur. Gert er ráð fyrir að dómur verði kveðinn upp yfir Manafort í Virginíu þann 8. mars næstkomandi. Þá verður dómsuppkvaðning í máli hans í Washington fimm dögum síðar, 13. mars. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Greindi saksóknurum frá mögulegri óreglu í fyrirtækjum Trump Saksóknarar í New York eru teknir að þrengja að Donald Trump forseta. Möguleg ákæra þeirra á hendur fyrrverandi kosningastjóra Trump gæti útilokað að forsetinn náðaði hann. 22. febrúar 2019 23:09 Manafort sekur um lygar Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Donald Trump, braut samkomulag sem hann gerði við Robert Mueller, sérstakan saksóknara, með því að ljúga að saksóknurum. 14. febrúar 2019 07:45 Roger Stone meinað að tjá sig eftir meinta ógnun Roger Stone, ráðgjafi og vinur Donald Trump, forseta Bandaríkjanna til fjölda ára, hefur verið meinað að tjá sig um Robert Mueller, sérstakan rannsakanda Dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, og Rússarannsóknina svokölluðu. 22. febrúar 2019 08:34 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fleiri fréttir Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Sjá meira
Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Donald Trumps Bandaríkjaforseta, er sagður „forhertur glæpamaður“ sem fór „endurtekið og blygðunarlaust“ á svig við lögin í nýrri greinargerð frá Roberti Mueller, sérstökum saksóknara. Greinargerðin var send dómara í Washington vegna ákvörðunar refsingar Manaforts fyrir samsæri sem hann var sakfelldur fyrir í september. Í greinargerðinni segir að Manafort eigi skilið viðbótarfangelsisdóm fyrir glæpi sína en hann á þegar yfir höfði sér allt að 24 ára fangelsi fyrir fjársvik í Virginíuríki. Viðbótardómurinn eigi að endurspegla alvarleika glæpanna sem hann hafi framið og er mælt með harðri refsingu. Í greinargerðinni segir enn fremur að Manafort hafi verið forhertur og fastheldinn í viðleitni sinni til lögbrota. Þá hafi hann ekki sýnt af sér neina iðrun vegna glæpa sinna og sé jafnframt líklegur til að brjóta af sér á ný.Rannsókn Roberts Muellers hefur nú staðið í tæp tvö ár.Vísir/EPAManafort var kosningastjóri Trumps í forsetakosningunum árið 2016 en hann hefur verið í fangelsi síðan í júní. Hann samþykkti í fyrra að veita Mueller upplýsingar í skiptum fyrir vægari dóm. Eftir að rannsókn Mueller á Manafort hófst játaði sá síðarnefndi skattsvik, tilraun til að hafa áhrif á framgang réttvísinnar og að hafa brotið lög við störf hans fyrir önnur ríki en Bandaríkin.Í nóvember á síðasta ári sakaði Mueller Manafort um að hafa logið að rannsakandum og þar með brotið gegn samkomulagi þeirra. Dómari komst svo að þeirri niðurstöðu fyrr í þessum mánuði að Manafort hefði gerst sekur um lygar. Var þá talið líklegt að sá dómur þýddi að dómur í málunum þar sem hann játaði sök yrði þyngdur. Gert er ráð fyrir að dómur verði kveðinn upp yfir Manafort í Virginíu þann 8. mars næstkomandi. Þá verður dómsuppkvaðning í máli hans í Washington fimm dögum síðar, 13. mars.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Greindi saksóknurum frá mögulegri óreglu í fyrirtækjum Trump Saksóknarar í New York eru teknir að þrengja að Donald Trump forseta. Möguleg ákæra þeirra á hendur fyrrverandi kosningastjóra Trump gæti útilokað að forsetinn náðaði hann. 22. febrúar 2019 23:09 Manafort sekur um lygar Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Donald Trump, braut samkomulag sem hann gerði við Robert Mueller, sérstakan saksóknara, með því að ljúga að saksóknurum. 14. febrúar 2019 07:45 Roger Stone meinað að tjá sig eftir meinta ógnun Roger Stone, ráðgjafi og vinur Donald Trump, forseta Bandaríkjanna til fjölda ára, hefur verið meinað að tjá sig um Robert Mueller, sérstakan rannsakanda Dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, og Rússarannsóknina svokölluðu. 22. febrúar 2019 08:34 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fleiri fréttir Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Sjá meira
Greindi saksóknurum frá mögulegri óreglu í fyrirtækjum Trump Saksóknarar í New York eru teknir að þrengja að Donald Trump forseta. Möguleg ákæra þeirra á hendur fyrrverandi kosningastjóra Trump gæti útilokað að forsetinn náðaði hann. 22. febrúar 2019 23:09
Manafort sekur um lygar Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Donald Trump, braut samkomulag sem hann gerði við Robert Mueller, sérstakan saksóknara, með því að ljúga að saksóknurum. 14. febrúar 2019 07:45
Roger Stone meinað að tjá sig eftir meinta ógnun Roger Stone, ráðgjafi og vinur Donald Trump, forseta Bandaríkjanna til fjölda ára, hefur verið meinað að tjá sig um Robert Mueller, sérstakan rannsakanda Dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, og Rússarannsóknina svokölluðu. 22. febrúar 2019 08:34