Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Donald Trump, braut samkomulag sem hann gerði við Robert Mueller, sérstakan saksóknara, með því að ljúga að saksóknurum. Þetta er niðurstaða dómara í máli gegn Manafort. BBC greinir frá.
Í niðurstöðu dómarans segir að Manafort hafi lagt fram „fjölmargar rangar fullyrðingar“ er hann var yfirheyrður af FBI og starfsmönnum Muellers.
Manafort samþykkti að veita Mueller upplýsingar í skiptum fyrir vægari dóm en eftir að rannsókn Mueller á Manafort hófst játaði sá síðarnefndi skattsvik, tilraun til að hafa áhrif á framgang réttvísinnar og að hafa brotið lög við störf hans fyrir önnur ríki en Bandaríkin.
Í nóvember á síðasta ári sakaði Mueller Manafort um að hafa logið að rannsakandum og þar með brotið gegn samkomulagi þeirra.
Komst dómari í málinu að þeirri niðurstöðu að Manafort hafi logið í tengslum við þrenn mál, þar á meðal samskipti hans við Konstantin Kiliminik, stjórnmálaráðgjafa frá Rússlandi.
Talið er líklegt að dómurinn í þessu máli þýði að dómur yfir málunum þar hann játaði sök verði þyngdur.
