Íslenska karlalandsliðið í körfubolta tapaði örugglega fyrir Belgíu í forkeppni EM í dag en leikið var ytra og fór að lokum svo að Belgía vann 28 stiga sigur, 90-62.
Belgarnir voru töluvert sterkari þrátt fyrir góða byrjun okkar mann. Staðan í leikhléi var 43-33 fyrir Belgum og í síðari hálfleik tóku þeir leikinn algjörlega yfir.
Tryggvi Snær Hlinason var stigahæstur í íslenska liðinu með 17 stig en Elvar Már Friðriksson og Martin Hermannsson komu næstur í stigaskorun með 12 stig hvor.
Úrslitin þýða að Ísland hafnar í þriðja og neðsta sæti riðilsins á meðan Belgar vinna riðilinn.
Stórt tap fyrir Belgum
Arnar Geir Halldórsson skrifar

Mest lesið



Ronaldo segir þessum kafla lokið
Fótbolti




Niðurbrotinn Klopp í sjokki
Enski boltinn



Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button
Íslenski boltinn