Sögulegt tækifæri Agnar Tómas Möller skrifar 27. febrúar 2019 08:00 Eftir efnahagsuppgang síðustu ára stefnir í að viðsnúningur hagkerfisins muni verða sneggri en Seðlabankinn og aðrir greiningaraðilar hafa spáð fyrir um. Vöxtur í komum ferðamanna hefur snúist í samdrátt og hörð átök á vinnumarkaði munu stórskaða okkar stærstu en jafnframt viðkvæmustu útflutningsatvinnugrein, ferðaþjónustuna, sem og aðrar greinar. Að endingu munu heimilin finna fyrir minna atvinnuöryggi og aukinni verðbólgu samfara hækkun höfuðstóls íbúðalána. Staðan er alvarleg. Heimili og fyrirtæki sjá hvað er í vændum líkt og kemur fram í minnkandi innflutningi, samdrætti í innlendri kortaveltu og nýjar tölur um útlán bankakerfisins benda til skarps samdráttar fram undan í nýjum útlánum til fyrirtækja. Mesta lækkun á leiðandi hagvísum fyrir íslenska hagkerfið frá árinu 2008 (reiknað af Analytica) er birtingarmynd þessarar þróunar. Nafnvextir á Íslandi, bæði til skemmri og lengri tíma, eru mjög háir í alþjóðlegum samanburði þegar litið er til sterkra grunnþátta eins og lágra skulda, öflugs lífeyriskerfis, jákvæðrar eignastöðu þjóðarbúsins, viðvarandi viðskiptaafgangs og hallalauss rekstrar ríkissjóðs, og enn sem komið er nokkuð lágrar verðbólgu (m.v. samræmda vísitölu án húsnæðisverðs). Á sama tíma og efnahagshorfur eru að versna í flestum okkar viðskiptalöndum og lítið svigrúm til frekari lækkunar vaxta, er því þveröfugt farið hér. Því ætti að vera rými til að létta verulega undir með heimilum og fyrirtækjum með lækkun vaxta á sama tíma og hagkerfið hægir á sér. Vandinn er þó sá að kröfur um launahækkanir langt umfram svigrúm atvinnulífsins munu koma í veg fyrir lækkandi vaxtastig. Eftirfarandi tafla tekur saman þessar helstu lykilstærðir ásamt 10 ára skuldabréfavöxtum, fyrir bæði mjög þróuð lágvaxtaríki, hávaxta nýmarkaðsríki, og minni myntsvæði á verðbólgumarkmiði, líkt og Ísland, Ísrael og Nýja-Sjáland. Líkt og taflan sýnir, eru langtímavextir á Íslandi mjög háir í samanburði við önnur lönd, þegar rýnt er í helstu grunnstærðir og ljóst að svigrúm til lækkunar gæti verið umtalsvert og ábati heimila og fyrirtækja af því töluverður. Sem dæmi má taka óverðtryggt jafngreiðsluíbúðalán til 40 ára – vaxtalækkun um 1% lækkar greiðslubyrði slíks láns um rúm 12%, eða um 27 þúsund krónur á mánuði fyrir 40 milljóna lán. Í könnun Seðlabankans í janúar kom fram að væntingar markaðsaðila á skuldabréfamarkaði voru um 2,8% verðbólgu að meðaltali næstu 10 ár. Á sama tíma fór verðbólguálag á skuldabréfamarkaði hratt lækkandi vegna væntinga um að kjarasamningar myndu nást án umtalsverðra verðbólguáhrifa. Áhrifin af því horft fram á veginn hefðu getað komið fram í umtalsverðri lækkun á vaxtastigi, sem og lækkun vaxtaálags til heimila og fyrirtækja, hafi erlendir fjárfestar trú á Íslandi sem fjárfestingarkosti nú þegar dyrnar verða opnaðar á næstunni. Nú þegar kjaraviðræður eru komnar í hnút hefur verðbólguálag á skuldabréfamarkaði snarhækkað undanfarið eða um 0,5% til skemmri tíma og 0,3% til lengri tíma. Hræðsla og óvissa um niðurstöðu kjarasamninga mun koma í veg fyrir frekari vaxtalækkanir að svo stöddu jafnvel þó hröð kólnun sé fram undan. Ein af kröfum verkalýðshreyfingarinnar er að vextir lækki á Íslandi. Það er alveg ljóst að miðað við þær kröfur sem hafa verið settar fram er það aðeins fjarlægur draumur. Vonandi átta aðilar vinnumarkaðarins sig á því sögulega tækifæri sem er til staðar að ná vöxtum niður á Íslandi – það yrði kjarabót sem kostaði ekkert.Höfundur er framkvæmdastjóri Sjóða hjá Gamma. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Agnar Tómas Möller Birtist í Fréttablaðinu Efnahagsmál Mest lesið Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman Skoðun Grunnstoðir sveitarfélagsins efldar til muna Sandra Sigurðardóttir Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Rangfærslur um atburðina á Gaza Egill Þ. Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Grunnstoðir sveitarfélagsins efldar til muna Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um atburðina á Gaza Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Öryggi geðheilbrigðis Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Mjóddin og pólitík pírata Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Sýnum í verki að okkur er ekki sama Anna Sigga Jökuls Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Drúsar og hörmungarnar í Suwayda Armando Garcia skrifar Skoðun Hjarta samfélagsins í Þorlákshöfn slær við höfnina Grétar Ingi Erlendsson skrifar Skoðun Marserum fyrir jafnrétti í íþróttum Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Persónudýrkun vinstrisins Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavík - barnvæn höfuðborg? Einar Þorsteinsson,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Magnús og hálfsannleikurinn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala fyrir börnin á Gaza Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Sjá meira
Eftir efnahagsuppgang síðustu ára stefnir í að viðsnúningur hagkerfisins muni verða sneggri en Seðlabankinn og aðrir greiningaraðilar hafa spáð fyrir um. Vöxtur í komum ferðamanna hefur snúist í samdrátt og hörð átök á vinnumarkaði munu stórskaða okkar stærstu en jafnframt viðkvæmustu útflutningsatvinnugrein, ferðaþjónustuna, sem og aðrar greinar. Að endingu munu heimilin finna fyrir minna atvinnuöryggi og aukinni verðbólgu samfara hækkun höfuðstóls íbúðalána. Staðan er alvarleg. Heimili og fyrirtæki sjá hvað er í vændum líkt og kemur fram í minnkandi innflutningi, samdrætti í innlendri kortaveltu og nýjar tölur um útlán bankakerfisins benda til skarps samdráttar fram undan í nýjum útlánum til fyrirtækja. Mesta lækkun á leiðandi hagvísum fyrir íslenska hagkerfið frá árinu 2008 (reiknað af Analytica) er birtingarmynd þessarar þróunar. Nafnvextir á Íslandi, bæði til skemmri og lengri tíma, eru mjög háir í alþjóðlegum samanburði þegar litið er til sterkra grunnþátta eins og lágra skulda, öflugs lífeyriskerfis, jákvæðrar eignastöðu þjóðarbúsins, viðvarandi viðskiptaafgangs og hallalauss rekstrar ríkissjóðs, og enn sem komið er nokkuð lágrar verðbólgu (m.v. samræmda vísitölu án húsnæðisverðs). Á sama tíma og efnahagshorfur eru að versna í flestum okkar viðskiptalöndum og lítið svigrúm til frekari lækkunar vaxta, er því þveröfugt farið hér. Því ætti að vera rými til að létta verulega undir með heimilum og fyrirtækjum með lækkun vaxta á sama tíma og hagkerfið hægir á sér. Vandinn er þó sá að kröfur um launahækkanir langt umfram svigrúm atvinnulífsins munu koma í veg fyrir lækkandi vaxtastig. Eftirfarandi tafla tekur saman þessar helstu lykilstærðir ásamt 10 ára skuldabréfavöxtum, fyrir bæði mjög þróuð lágvaxtaríki, hávaxta nýmarkaðsríki, og minni myntsvæði á verðbólgumarkmiði, líkt og Ísland, Ísrael og Nýja-Sjáland. Líkt og taflan sýnir, eru langtímavextir á Íslandi mjög háir í samanburði við önnur lönd, þegar rýnt er í helstu grunnstærðir og ljóst að svigrúm til lækkunar gæti verið umtalsvert og ábati heimila og fyrirtækja af því töluverður. Sem dæmi má taka óverðtryggt jafngreiðsluíbúðalán til 40 ára – vaxtalækkun um 1% lækkar greiðslubyrði slíks láns um rúm 12%, eða um 27 þúsund krónur á mánuði fyrir 40 milljóna lán. Í könnun Seðlabankans í janúar kom fram að væntingar markaðsaðila á skuldabréfamarkaði voru um 2,8% verðbólgu að meðaltali næstu 10 ár. Á sama tíma fór verðbólguálag á skuldabréfamarkaði hratt lækkandi vegna væntinga um að kjarasamningar myndu nást án umtalsverðra verðbólguáhrifa. Áhrifin af því horft fram á veginn hefðu getað komið fram í umtalsverðri lækkun á vaxtastigi, sem og lækkun vaxtaálags til heimila og fyrirtækja, hafi erlendir fjárfestar trú á Íslandi sem fjárfestingarkosti nú þegar dyrnar verða opnaðar á næstunni. Nú þegar kjaraviðræður eru komnar í hnút hefur verðbólguálag á skuldabréfamarkaði snarhækkað undanfarið eða um 0,5% til skemmri tíma og 0,3% til lengri tíma. Hræðsla og óvissa um niðurstöðu kjarasamninga mun koma í veg fyrir frekari vaxtalækkanir að svo stöddu jafnvel þó hröð kólnun sé fram undan. Ein af kröfum verkalýðshreyfingarinnar er að vextir lækki á Íslandi. Það er alveg ljóst að miðað við þær kröfur sem hafa verið settar fram er það aðeins fjarlægur draumur. Vonandi átta aðilar vinnumarkaðarins sig á því sögulega tækifæri sem er til staðar að ná vöxtum niður á Íslandi – það yrði kjarabót sem kostaði ekkert.Höfundur er framkvæmdastjóri Sjóða hjá Gamma.
Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun
Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman Skoðun
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar
Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar
Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar
Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun
Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman Skoðun