Fyrrum NBA-stjarnan Mike Bibby hefur verið vikið tímabundið úr starfi sem körfuboltaþjálfari hjá framhaldsskólaliði þar sem kennari í skólanum hefur sakað hann um kynferðislega áreitni.
Bibby hefur verið að þjálfa hjá Shadow Mountain framhaldsskólanum í Phoenix frá árinu 2013 og gert skólann að fylkismeisturum fjögur ár í röð.
Kennari við skólann sakar Bibby um að hafa dregið hana inn í bíl og þuklað á henni þar. Bibby fær ekki að starfa í skólanum á meðan málið er í rannsókn.
Körfuboltastjarnan fyrrverandi neitar öllum ásökunum og segir þær vera uppspuna.
Bibby spilaði í NBA-deildinni í fjórtán ár og lagði skóna á hilluna árið 2012. Hann lék lengst af með Sacramento Kings en spilaði einnig með Vancouver, Atlanta, Miami og NY Knicks.
