Ísland klagað fyrir eftirlitsnefnd Árósasamningsins vegna fiskeldislaga Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 27. febrúar 2019 11:32 Ráðherra gaf út tvö bráðabirgðaleyfi í nóvember síðstliðnum, mánuði eftir lagasetninguna. FRÉTTABLAÐIÐ/ARON Landvernd, Eldvötn, Fjöregg, Fuglavernd, Náttúruverndarsamtök Austurlands, Náttúruverndarsamtök Suðvesturlands og Ungir Umhverfissinnar hafa kvartað til eftirlitsnefndar Árósasamningsins vegna breytinga á lögum um fiskeldi sem brjóta gegn ákvæðum samningsins en þetta er í fyrsta skipti sem Ísland er klagað fyrir nefndina. Kvörtunin varðar lagabreytingu frá því í október á síðasta ári þegar Alþingi samþykkti frumvarp sem heimilar sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra að gefa út bráðabirgðarrekstrarleyfi til fiskeldisfyrirtækja. Frumvarpið var samþykkt samdægurs og eftir takmarkaðar umræður, að mati umhverfisverndarsamtakanna. Auður Önnu Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri landverndar, segir greinilegt að Alþingi geri sér ekki grein fyrir mikilvægi Árósasamningsins og í hverju hann felst.Auður Anna Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar.„En hann á að tryggja okkur hinum, almennu borgurunum, réttindi til þess að hafa áhrif á alla ákvörðunartöku og koma að ákvörðunum þegar verið er að gera eitthvað með okkar sameiginlegu auðlindir,“ segir hún.Réttindi sem Árósasamningurinn á að tryggja útilokuð Fyrir utan að útiloka þátttöku almennings þá útiloki hin nýja löggjöf kærurétt umhverfissamtaka til óháðs aðila og að vegið sé mjög að sjálfstæði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála gagnvart löggjafarvaldinu enda heimili nýju lögin að fella úr gildi úrskurði nefndarinnar. Næstu skref eru þau að lögfræðingur samtakanna sjö mun koma fyrir eftirlitsnefndina til að ræða þeirra sjónarmið. „Þá mun nefndin fá tækifæri til að afla frekari gagna ef þau telja þess þurfa og taka í framhaldinu ákvörðun hvort ísland hafi brotið gegn Árósasamningnum þarna,“ segir Auður Önnu Magnúsdóttir. Alþingi Fiskeldi Umhverfismál Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fleiri fréttir Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sjá meira
Landvernd, Eldvötn, Fjöregg, Fuglavernd, Náttúruverndarsamtök Austurlands, Náttúruverndarsamtök Suðvesturlands og Ungir Umhverfissinnar hafa kvartað til eftirlitsnefndar Árósasamningsins vegna breytinga á lögum um fiskeldi sem brjóta gegn ákvæðum samningsins en þetta er í fyrsta skipti sem Ísland er klagað fyrir nefndina. Kvörtunin varðar lagabreytingu frá því í október á síðasta ári þegar Alþingi samþykkti frumvarp sem heimilar sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra að gefa út bráðabirgðarrekstrarleyfi til fiskeldisfyrirtækja. Frumvarpið var samþykkt samdægurs og eftir takmarkaðar umræður, að mati umhverfisverndarsamtakanna. Auður Önnu Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri landverndar, segir greinilegt að Alþingi geri sér ekki grein fyrir mikilvægi Árósasamningsins og í hverju hann felst.Auður Anna Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar.„En hann á að tryggja okkur hinum, almennu borgurunum, réttindi til þess að hafa áhrif á alla ákvörðunartöku og koma að ákvörðunum þegar verið er að gera eitthvað með okkar sameiginlegu auðlindir,“ segir hún.Réttindi sem Árósasamningurinn á að tryggja útilokuð Fyrir utan að útiloka þátttöku almennings þá útiloki hin nýja löggjöf kærurétt umhverfissamtaka til óháðs aðila og að vegið sé mjög að sjálfstæði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála gagnvart löggjafarvaldinu enda heimili nýju lögin að fella úr gildi úrskurði nefndarinnar. Næstu skref eru þau að lögfræðingur samtakanna sjö mun koma fyrir eftirlitsnefndina til að ræða þeirra sjónarmið. „Þá mun nefndin fá tækifæri til að afla frekari gagna ef þau telja þess þurfa og taka í framhaldinu ákvörðun hvort ísland hafi brotið gegn Árósasamningnum þarna,“ segir Auður Önnu Magnúsdóttir.
Alþingi Fiskeldi Umhverfismál Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fleiri fréttir Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sjá meira