Tóku hund fjárnámi og seldu hann á eBay Samúel Karl Ólason skrifar 28. febrúar 2019 14:23 Á eftir hjólastólnum var Edda það verðmætasta sem fannst á heimili fjölskyldunnar. Þetta er ekki Edda. Vísir/Getty Yfirvöld bæjarins Ahlen í Þýskalandi tóku í fyrra þá ákvörðun að taka hund fjölskyldu fjárnámi vegna skattskulda og selja hann á eBay. Þýskir fjölmiðlar segja bæjaryfirvöld í fyrstu hafa ætlað að leggja hald á hjólastól eins meðlims fjölskyldunnar en hætt hafi verið við það eftir að í ljós kom að hann var í eigu tryggingafélags og hundurinn, sem er Pug og heitir Edda, tekinn í staðinn. Einn embættismaður í bænum setti Eddu svo á sölu á eBay fyrir 750 evrur. Hann var fljótt keyptur af lögregluþjóninum Michaela Jordan. Samkvæmt BBC þótti henni verð Eddu of lágt og hafði áhyggjur af því að um einhvers konar svik væri að ræða. Því hringdi hún og ræddi við bæjarstarfsmann Ahlen sem sagði henni frá því að Edda hefði verið tekin fjárnámi. Henni var einnig sagt að Edda væri heilbrigð og því ákvað hún að ganga frá kaupunum. Nú segir Jordan þó að Edda sé alls ekki við hestaheilsu og hafi þurft að fara í fjölda aðgerða vegna kvilla í augum. Hún hefur nú höfðað mál gegn Ahlen og fer fram á 1.800 evrur í skaðabætur. Héraðsmiðlar komust á snoðir um málið og eltu uppi fyrrverandi eiganda Eddu. Eigandinn fyrrverandi viðurkennir að fjárnámið hafi verið löglegt en segir alls ekki í lagi hvernig þeta hafi farið allt saman. Embættismenn hafi komið til heimilis hennar í nóvember og leitað að verðmætum. Eftir að í ljós kom að fjölskyldan átti ekki hjólastólinn kom í ljós að Edda væri í raun verðmætasta eign fjölskyldunnar. Hún segist vita til þess að Edda sé í góðum höndum en þrjú börn hannar sakni þó hundsins. Dýr Þýskaland Mest lesið Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Átta ára fangelsisvist staðfest Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent „Það er allt á floti“ Innlent Fleiri fréttir Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Sjá meira
Yfirvöld bæjarins Ahlen í Þýskalandi tóku í fyrra þá ákvörðun að taka hund fjölskyldu fjárnámi vegna skattskulda og selja hann á eBay. Þýskir fjölmiðlar segja bæjaryfirvöld í fyrstu hafa ætlað að leggja hald á hjólastól eins meðlims fjölskyldunnar en hætt hafi verið við það eftir að í ljós kom að hann var í eigu tryggingafélags og hundurinn, sem er Pug og heitir Edda, tekinn í staðinn. Einn embættismaður í bænum setti Eddu svo á sölu á eBay fyrir 750 evrur. Hann var fljótt keyptur af lögregluþjóninum Michaela Jordan. Samkvæmt BBC þótti henni verð Eddu of lágt og hafði áhyggjur af því að um einhvers konar svik væri að ræða. Því hringdi hún og ræddi við bæjarstarfsmann Ahlen sem sagði henni frá því að Edda hefði verið tekin fjárnámi. Henni var einnig sagt að Edda væri heilbrigð og því ákvað hún að ganga frá kaupunum. Nú segir Jordan þó að Edda sé alls ekki við hestaheilsu og hafi þurft að fara í fjölda aðgerða vegna kvilla í augum. Hún hefur nú höfðað mál gegn Ahlen og fer fram á 1.800 evrur í skaðabætur. Héraðsmiðlar komust á snoðir um málið og eltu uppi fyrrverandi eiganda Eddu. Eigandinn fyrrverandi viðurkennir að fjárnámið hafi verið löglegt en segir alls ekki í lagi hvernig þeta hafi farið allt saman. Embættismenn hafi komið til heimilis hennar í nóvember og leitað að verðmætum. Eftir að í ljós kom að fjölskyldan átti ekki hjólastólinn kom í ljós að Edda væri í raun verðmætasta eign fjölskyldunnar. Hún segist vita til þess að Edda sé í góðum höndum en þrjú börn hannar sakni þó hundsins.
Dýr Þýskaland Mest lesið Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Átta ára fangelsisvist staðfest Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent „Það er allt á floti“ Innlent Fleiri fréttir Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Sjá meira