Yrðu bestu lög í heimi Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 11. febrúar 2019 07:00 Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir er kynjafræðingur og baráttujaxl í mannréttindabaráttu trans- og intersexfólks á Íslandi. Fréttablaðið/Stefán „Þessi löggjöf yrði veigamesta breyting sem orðið hefur á réttarstöðu trans- og intersexfólks á Íslandi og myndi verða sú fremsta í heimi ef hún yrði að veruleika í sinni víðustu mynd,“ segir Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir kynjafræðingur um frumvarpsdrög Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra um kynrænt sjálfræði. Markmið frumvarpsins er að festa í lögum rétt einstaklinga til að skilgreina kyn sitt sjálfir og tryggja með því að kynvitund þeirra njóti viðurkenningar. Meðal réttinda sem það kveður á um er réttur einstaklinga til að ákveða sjálfir hvernig kyn þeirra er skilgreint í þjóðskrá, réttur frá 15 ára aldri til að breyta þeirri skráningu auk nafnbreytingar við sama tækifæri. Slíkan rétt getur hver einstaklingur þó einungis nýtt einu sinni samkvæmt frumvarpinu, nema sérstaklega standi á. Þá er lagt til að einstaklingum verði einnig tryggður réttur til að hafa hlutlausa kynskráningu. Heimild til skráningar með þessum hætti felur í sér viðurkenningu á því að það falli ekki allir undir tvískiptinguna í kven- og karlkyn og heimildin mun fela í sér að fólk verði ekki lengur þvingað til að undirgangast þessa skiptingu heldur verði gert ráð fyrir þriðja möguleikanum, hlutlausri skráningu kyns; eins og það er orðað í frumvarpsdrögunum. Samkvæmt frumvarpinu verður kynlaus skráning í vegabréfum táknuð með bókstafnum X, eins og tíðkast hefur erlendis. Ugla vekur einnig athygli á bráðabirgðaákvæði í frumvarpinu um skipun starfshóps sem gera á tillögur um þjónustu við börn sem fæðast með ódæmigerð kyneinkenni og segir mikilvægt að börnum verði tryggð vernd gegn inngripum í kyneinkenni þeirra. Ugla hefur tekið þátt í undirbúningi að gerð frumvarpsins sem hófst árið 2015 í grasrót Vinstri grænna. Hún segir frumvarpið hafa verið unnið í samstarfi fagfólks og fólks úr grasrótarstarfi hinsegin samfélagsins. Samráð hafi verið við fjölda innlendra stofnana auk sérfræðinga víða um heim. „Þessi útkoma er ekki eitthvað sem okkur datt í hug í fyrradag heldur hefur tekið mörg ár að safna saman þekkingu og reynslu sem skilar okkur þessari niðurstöðu,“ segir Ugla og bindur vonir við að ekki verði hróf lað við þeim réttindum sem því er ætlað að tryggja þegar frumvarpið fer til meðferðar á Alþingi. „Við væntum þess að þingið skilji mikilvægi þess að við, trans og intersex fólk, fáum að stjórna ferðinni og hlustað sé á okkar þarfir, verði gerðar breytingar á frumvarpinu,“ segir Ugla. Birtist í Fréttablaðinu Jafnréttismál Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira
„Þessi löggjöf yrði veigamesta breyting sem orðið hefur á réttarstöðu trans- og intersexfólks á Íslandi og myndi verða sú fremsta í heimi ef hún yrði að veruleika í sinni víðustu mynd,“ segir Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir kynjafræðingur um frumvarpsdrög Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra um kynrænt sjálfræði. Markmið frumvarpsins er að festa í lögum rétt einstaklinga til að skilgreina kyn sitt sjálfir og tryggja með því að kynvitund þeirra njóti viðurkenningar. Meðal réttinda sem það kveður á um er réttur einstaklinga til að ákveða sjálfir hvernig kyn þeirra er skilgreint í þjóðskrá, réttur frá 15 ára aldri til að breyta þeirri skráningu auk nafnbreytingar við sama tækifæri. Slíkan rétt getur hver einstaklingur þó einungis nýtt einu sinni samkvæmt frumvarpinu, nema sérstaklega standi á. Þá er lagt til að einstaklingum verði einnig tryggður réttur til að hafa hlutlausa kynskráningu. Heimild til skráningar með þessum hætti felur í sér viðurkenningu á því að það falli ekki allir undir tvískiptinguna í kven- og karlkyn og heimildin mun fela í sér að fólk verði ekki lengur þvingað til að undirgangast þessa skiptingu heldur verði gert ráð fyrir þriðja möguleikanum, hlutlausri skráningu kyns; eins og það er orðað í frumvarpsdrögunum. Samkvæmt frumvarpinu verður kynlaus skráning í vegabréfum táknuð með bókstafnum X, eins og tíðkast hefur erlendis. Ugla vekur einnig athygli á bráðabirgðaákvæði í frumvarpinu um skipun starfshóps sem gera á tillögur um þjónustu við börn sem fæðast með ódæmigerð kyneinkenni og segir mikilvægt að börnum verði tryggð vernd gegn inngripum í kyneinkenni þeirra. Ugla hefur tekið þátt í undirbúningi að gerð frumvarpsins sem hófst árið 2015 í grasrót Vinstri grænna. Hún segir frumvarpið hafa verið unnið í samstarfi fagfólks og fólks úr grasrótarstarfi hinsegin samfélagsins. Samráð hafi verið við fjölda innlendra stofnana auk sérfræðinga víða um heim. „Þessi útkoma er ekki eitthvað sem okkur datt í hug í fyrradag heldur hefur tekið mörg ár að safna saman þekkingu og reynslu sem skilar okkur þessari niðurstöðu,“ segir Ugla og bindur vonir við að ekki verði hróf lað við þeim réttindum sem því er ætlað að tryggja þegar frumvarpið fer til meðferðar á Alþingi. „Við væntum þess að þingið skilji mikilvægi þess að við, trans og intersex fólk, fáum að stjórna ferðinni og hlustað sé á okkar þarfir, verði gerðar breytingar á frumvarpinu,“ segir Ugla.
Birtist í Fréttablaðinu Jafnréttismál Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira