Guðni vildi ekki svara gagnrýni Jóns Rúnars Henry Birgir Gunnarsson skrifar 11. febrúar 2019 16:30 Guðni Bergsson á ársþinginu. mynd/ksí Jón Rúnar Halldórsson, formaður knattspyrnudeildar FH, fór mikinn á ársþingi KSÍ er hann gagnrýndi bæði stjórn KSÍ og formanninn, Guðna Bergsson. FH-ingurinn var ósáttur við að stjórn KSÍ hefði ekki gagnrýnt afskipti forseta UEFA, Aleksander Ceferin, af formannskjöri sambandsins. Hann benti svo á að Guðni hefði getað fordæmt afskiptin í kappræðum Stöðvar 2 Sports en hefði sleppt því. „Það er algerlega óþolandi að mínu viti að okkar stjórn, þeir sem eiga að passa upp á svona hluti, skuli ekki hafa brugðist við. Því að þögnin er sama og samþykki,“ sagði Jón Rúnar í eldræðu sinni og bætti svo við. „Ég var líka tiltölulega hissa á Guðna Bergssyni, þeim mæta dreng sem situr sem formaður, hann fékk tækifæri til þess í sjónvarpsviðtali - svo ég tali nú ekki um hvert við erum komin þegar kosningar hér til formanns eru orðið aðalsjónvarpsefnið, látum það liggja á milli hluta - þar var að sjálfsögðu hægt að fordæma þetta. Þó svo að um leið, að ágætur Guðni hefði getað þakkað fyrir stuðninginn - það er bara allt, allt annað mál.“ Guðni steig svo síðar í pontu á ársþinginu, rétt áður en gengið var til formannskjörs, og kom þá inn á ræðu Jóns Rúnars en kaus að svara honum ekki. „Þetta kom aðeins á óvart áðan. Talandi um íhlutanir eða hafa áhrif,“ sagði Guðni lítt hrifinn af ræðu Jóns Rúnars. „Varðandi málflutning Jóns. Hvernig hann kemur fram og svo framvegis. Ég ætla að láta það liggja á milli hluta. Ég hef verið áður í þessum sporum og það er ýmislegt sem að gerist í þessari hreyfingu og ég kannast við að menn reyni auðvitað að hafa sín áhrif og það var augljóst með þessum ummælum en setjum það til hliðar.“ Sjá má viðbrögð Guðna við ræðunni hér að neðan.Klippa: Guðni um Jón Rúnar KSÍ Tengdar fréttir Guðni kjörinn með yfirburðum Guðni Bergsson verður áfram formaður KSÍ. Hann hafði betur gegn Geir Þorsteinssyni. 9. febrúar 2019 15:58 Sjáðu kappræður Geirs og Guðna í heild sinni Formannsframbjóðendur KSÍ, Geir Þorsteinsson og Guðni Bergsson, sátu fyrir svörum á Stöð 2 Sport og Vísi á miðvikudag. Nú má sjá þær kappræður í heild sinni á Vísi. 8. febrúar 2019 08:30 Jón Rúnar gagnrýnir stjórn KSÍ: Heigulsháttur að mótmæla ekki afskiptum Ceferin Jón Rúnar Halldórsson, formaður knattspyrnudeildar FH, var ekki sáttur með stjórn KSÍ. 9. febrúar 2019 15:15 Forseti UEFA: Guðni Bergsson er frábær leiðtogi Aleksander Ceferin, forseti UEFA, talar fallega um Guðna Bergsson, formann KSÍ, í samtali við Vísi og segir samstarf KSÍ og UEFA betra núna en það hafi nokkurn tíma verið. 30. janúar 2019 10:31 Forseti UEFA braut hugsanlega eigin siðareglur er hann dásamaði Guðna Viðtal Vísis við Aleksander Ceferin, forseta UEFA, þar sem hann mærði Guðna Bergsson, formann KSÍ, í bak og fyrir hefur vakið athygli víða og svo gæti verið að Ceferin hafi brotið siðareglur UEFA með orðum sínum. 1. febrúar 2019 09:00 Mest lesið Í beinni: Rosalegur lokadagur gluggans Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Fótbolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Enski boltinn Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Íslenski boltinn Fleiri fréttir Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Sjá meira
Jón Rúnar Halldórsson, formaður knattspyrnudeildar FH, fór mikinn á ársþingi KSÍ er hann gagnrýndi bæði stjórn KSÍ og formanninn, Guðna Bergsson. FH-ingurinn var ósáttur við að stjórn KSÍ hefði ekki gagnrýnt afskipti forseta UEFA, Aleksander Ceferin, af formannskjöri sambandsins. Hann benti svo á að Guðni hefði getað fordæmt afskiptin í kappræðum Stöðvar 2 Sports en hefði sleppt því. „Það er algerlega óþolandi að mínu viti að okkar stjórn, þeir sem eiga að passa upp á svona hluti, skuli ekki hafa brugðist við. Því að þögnin er sama og samþykki,“ sagði Jón Rúnar í eldræðu sinni og bætti svo við. „Ég var líka tiltölulega hissa á Guðna Bergssyni, þeim mæta dreng sem situr sem formaður, hann fékk tækifæri til þess í sjónvarpsviðtali - svo ég tali nú ekki um hvert við erum komin þegar kosningar hér til formanns eru orðið aðalsjónvarpsefnið, látum það liggja á milli hluta - þar var að sjálfsögðu hægt að fordæma þetta. Þó svo að um leið, að ágætur Guðni hefði getað þakkað fyrir stuðninginn - það er bara allt, allt annað mál.“ Guðni steig svo síðar í pontu á ársþinginu, rétt áður en gengið var til formannskjörs, og kom þá inn á ræðu Jóns Rúnars en kaus að svara honum ekki. „Þetta kom aðeins á óvart áðan. Talandi um íhlutanir eða hafa áhrif,“ sagði Guðni lítt hrifinn af ræðu Jóns Rúnars. „Varðandi málflutning Jóns. Hvernig hann kemur fram og svo framvegis. Ég ætla að láta það liggja á milli hluta. Ég hef verið áður í þessum sporum og það er ýmislegt sem að gerist í þessari hreyfingu og ég kannast við að menn reyni auðvitað að hafa sín áhrif og það var augljóst með þessum ummælum en setjum það til hliðar.“ Sjá má viðbrögð Guðna við ræðunni hér að neðan.Klippa: Guðni um Jón Rúnar
KSÍ Tengdar fréttir Guðni kjörinn með yfirburðum Guðni Bergsson verður áfram formaður KSÍ. Hann hafði betur gegn Geir Þorsteinssyni. 9. febrúar 2019 15:58 Sjáðu kappræður Geirs og Guðna í heild sinni Formannsframbjóðendur KSÍ, Geir Þorsteinsson og Guðni Bergsson, sátu fyrir svörum á Stöð 2 Sport og Vísi á miðvikudag. Nú má sjá þær kappræður í heild sinni á Vísi. 8. febrúar 2019 08:30 Jón Rúnar gagnrýnir stjórn KSÍ: Heigulsháttur að mótmæla ekki afskiptum Ceferin Jón Rúnar Halldórsson, formaður knattspyrnudeildar FH, var ekki sáttur með stjórn KSÍ. 9. febrúar 2019 15:15 Forseti UEFA: Guðni Bergsson er frábær leiðtogi Aleksander Ceferin, forseti UEFA, talar fallega um Guðna Bergsson, formann KSÍ, í samtali við Vísi og segir samstarf KSÍ og UEFA betra núna en það hafi nokkurn tíma verið. 30. janúar 2019 10:31 Forseti UEFA braut hugsanlega eigin siðareglur er hann dásamaði Guðna Viðtal Vísis við Aleksander Ceferin, forseta UEFA, þar sem hann mærði Guðna Bergsson, formann KSÍ, í bak og fyrir hefur vakið athygli víða og svo gæti verið að Ceferin hafi brotið siðareglur UEFA með orðum sínum. 1. febrúar 2019 09:00 Mest lesið Í beinni: Rosalegur lokadagur gluggans Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Fótbolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Enski boltinn Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Íslenski boltinn Fleiri fréttir Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Sjá meira
Guðni kjörinn með yfirburðum Guðni Bergsson verður áfram formaður KSÍ. Hann hafði betur gegn Geir Þorsteinssyni. 9. febrúar 2019 15:58
Sjáðu kappræður Geirs og Guðna í heild sinni Formannsframbjóðendur KSÍ, Geir Þorsteinsson og Guðni Bergsson, sátu fyrir svörum á Stöð 2 Sport og Vísi á miðvikudag. Nú má sjá þær kappræður í heild sinni á Vísi. 8. febrúar 2019 08:30
Jón Rúnar gagnrýnir stjórn KSÍ: Heigulsháttur að mótmæla ekki afskiptum Ceferin Jón Rúnar Halldórsson, formaður knattspyrnudeildar FH, var ekki sáttur með stjórn KSÍ. 9. febrúar 2019 15:15
Forseti UEFA: Guðni Bergsson er frábær leiðtogi Aleksander Ceferin, forseti UEFA, talar fallega um Guðna Bergsson, formann KSÍ, í samtali við Vísi og segir samstarf KSÍ og UEFA betra núna en það hafi nokkurn tíma verið. 30. janúar 2019 10:31
Forseti UEFA braut hugsanlega eigin siðareglur er hann dásamaði Guðna Viðtal Vísis við Aleksander Ceferin, forseta UEFA, þar sem hann mærði Guðna Bergsson, formann KSÍ, í bak og fyrir hefur vakið athygli víða og svo gæti verið að Ceferin hafi brotið siðareglur UEFA með orðum sínum. 1. febrúar 2019 09:00
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki