Ríkið tapaði aftur í Strassborg Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 13. febrúar 2019 06:15 Dómarar við Mannréttindadómstól Evrópu. Fréttablaðið/AFP Ragnar Þórisson, stofnandi vogunarsjóðsins Boreas Capital, hafði betur gegn íslenska ríkinu fyrir Mannréttindadómstól Evrópu í gær en dómstóllinn taldi íslenska ríkið brotlegt fyrir að dæma Ragnar tvívegis til refsingar fyrir sama brot sem fer í bága við 4. gr. 7. viðauka Mannréttindasáttmála Evrópu. Ragnar var dæmdur í tveggja ára skilorðsbundið fangelsi og til greiðslu sektar upp á 21 milljón í Hæstarétti árið 2014 fyrir skattalagabrot en honum hafði áður verið gerð refsing af hálfu ríkisskattstjóra með 25 prósenta álagi ofan á endurálagningu árið 2010. Brot hans fólst í því að hafa ekki talið fjármagnstekjur til skatts árið 2007. Málsvörn sína í Hæstarétti hafði Ragnar meðal annars byggt á sömu rökum og forsendur Mannréttindadómstólsins byggja á en Hæstiréttur féllst ekki á að það færi í bága við bann við endurupptekinni málsmeðferð „þótt stjórnvöld hafi áður gert manni að greiða skatt af álagi á skattstofn og sama manni sé síðan í öðru máli gerð viðurlög vegna sömu málsatvika“. Þessu er Mannréttindadómstóllinn ekki sammála. Dómurinn lítur svo á að sú framkvæmd skattyfirvalda að leggja álag komi ekki endilega í veg fyrir að hefja megi sakamálarannsókn vegna sama brots. Slíka rannsókn má þó ekki hefja hafi fyrri rannsókninni þegar verið lokið. Er íslenska ríkinu gert að greiða Ragnari 5.000 evrur í miskabætur og 10.000 evrur í málskostnað eða rúmar tvær milljónir króna samtals. MDE hafði áður dæmt ríkinu í óhag fyrir sams konar brot í máli Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Tryggva Jónssonar og fóru þeir í framhaldinu fram á endurupptöku á dómi Hæstaréttar. Fallist var á þá beiðni í fyrra og er mál þeirra nú rekið fyrir Hæstarétti að nýju. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Skattar og tollar Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Innlent Fleiri fréttir Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Sjá meira
Ragnar Þórisson, stofnandi vogunarsjóðsins Boreas Capital, hafði betur gegn íslenska ríkinu fyrir Mannréttindadómstól Evrópu í gær en dómstóllinn taldi íslenska ríkið brotlegt fyrir að dæma Ragnar tvívegis til refsingar fyrir sama brot sem fer í bága við 4. gr. 7. viðauka Mannréttindasáttmála Evrópu. Ragnar var dæmdur í tveggja ára skilorðsbundið fangelsi og til greiðslu sektar upp á 21 milljón í Hæstarétti árið 2014 fyrir skattalagabrot en honum hafði áður verið gerð refsing af hálfu ríkisskattstjóra með 25 prósenta álagi ofan á endurálagningu árið 2010. Brot hans fólst í því að hafa ekki talið fjármagnstekjur til skatts árið 2007. Málsvörn sína í Hæstarétti hafði Ragnar meðal annars byggt á sömu rökum og forsendur Mannréttindadómstólsins byggja á en Hæstiréttur féllst ekki á að það færi í bága við bann við endurupptekinni málsmeðferð „þótt stjórnvöld hafi áður gert manni að greiða skatt af álagi á skattstofn og sama manni sé síðan í öðru máli gerð viðurlög vegna sömu málsatvika“. Þessu er Mannréttindadómstóllinn ekki sammála. Dómurinn lítur svo á að sú framkvæmd skattyfirvalda að leggja álag komi ekki endilega í veg fyrir að hefja megi sakamálarannsókn vegna sama brots. Slíka rannsókn má þó ekki hefja hafi fyrri rannsókninni þegar verið lokið. Er íslenska ríkinu gert að greiða Ragnari 5.000 evrur í miskabætur og 10.000 evrur í málskostnað eða rúmar tvær milljónir króna samtals. MDE hafði áður dæmt ríkinu í óhag fyrir sams konar brot í máli Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Tryggva Jónssonar og fóru þeir í framhaldinu fram á endurupptöku á dómi Hæstaréttar. Fallist var á þá beiðni í fyrra og er mál þeirra nú rekið fyrir Hæstarétti að nýju.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Skattar og tollar Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Innlent Fleiri fréttir Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Sjá meira