Ríkið tapaði aftur í Strassborg Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 13. febrúar 2019 06:15 Dómarar við Mannréttindadómstól Evrópu. Fréttablaðið/AFP Ragnar Þórisson, stofnandi vogunarsjóðsins Boreas Capital, hafði betur gegn íslenska ríkinu fyrir Mannréttindadómstól Evrópu í gær en dómstóllinn taldi íslenska ríkið brotlegt fyrir að dæma Ragnar tvívegis til refsingar fyrir sama brot sem fer í bága við 4. gr. 7. viðauka Mannréttindasáttmála Evrópu. Ragnar var dæmdur í tveggja ára skilorðsbundið fangelsi og til greiðslu sektar upp á 21 milljón í Hæstarétti árið 2014 fyrir skattalagabrot en honum hafði áður verið gerð refsing af hálfu ríkisskattstjóra með 25 prósenta álagi ofan á endurálagningu árið 2010. Brot hans fólst í því að hafa ekki talið fjármagnstekjur til skatts árið 2007. Málsvörn sína í Hæstarétti hafði Ragnar meðal annars byggt á sömu rökum og forsendur Mannréttindadómstólsins byggja á en Hæstiréttur féllst ekki á að það færi í bága við bann við endurupptekinni málsmeðferð „þótt stjórnvöld hafi áður gert manni að greiða skatt af álagi á skattstofn og sama manni sé síðan í öðru máli gerð viðurlög vegna sömu málsatvika“. Þessu er Mannréttindadómstóllinn ekki sammála. Dómurinn lítur svo á að sú framkvæmd skattyfirvalda að leggja álag komi ekki endilega í veg fyrir að hefja megi sakamálarannsókn vegna sama brots. Slíka rannsókn má þó ekki hefja hafi fyrri rannsókninni þegar verið lokið. Er íslenska ríkinu gert að greiða Ragnari 5.000 evrur í miskabætur og 10.000 evrur í málskostnað eða rúmar tvær milljónir króna samtals. MDE hafði áður dæmt ríkinu í óhag fyrir sams konar brot í máli Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Tryggva Jónssonar og fóru þeir í framhaldinu fram á endurupptöku á dómi Hæstaréttar. Fallist var á þá beiðni í fyrra og er mál þeirra nú rekið fyrir Hæstarétti að nýju. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Skattar og tollar Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Loka lauginni vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Sjá meira
Ragnar Þórisson, stofnandi vogunarsjóðsins Boreas Capital, hafði betur gegn íslenska ríkinu fyrir Mannréttindadómstól Evrópu í gær en dómstóllinn taldi íslenska ríkið brotlegt fyrir að dæma Ragnar tvívegis til refsingar fyrir sama brot sem fer í bága við 4. gr. 7. viðauka Mannréttindasáttmála Evrópu. Ragnar var dæmdur í tveggja ára skilorðsbundið fangelsi og til greiðslu sektar upp á 21 milljón í Hæstarétti árið 2014 fyrir skattalagabrot en honum hafði áður verið gerð refsing af hálfu ríkisskattstjóra með 25 prósenta álagi ofan á endurálagningu árið 2010. Brot hans fólst í því að hafa ekki talið fjármagnstekjur til skatts árið 2007. Málsvörn sína í Hæstarétti hafði Ragnar meðal annars byggt á sömu rökum og forsendur Mannréttindadómstólsins byggja á en Hæstiréttur féllst ekki á að það færi í bága við bann við endurupptekinni málsmeðferð „þótt stjórnvöld hafi áður gert manni að greiða skatt af álagi á skattstofn og sama manni sé síðan í öðru máli gerð viðurlög vegna sömu málsatvika“. Þessu er Mannréttindadómstóllinn ekki sammála. Dómurinn lítur svo á að sú framkvæmd skattyfirvalda að leggja álag komi ekki endilega í veg fyrir að hefja megi sakamálarannsókn vegna sama brots. Slíka rannsókn má þó ekki hefja hafi fyrri rannsókninni þegar verið lokið. Er íslenska ríkinu gert að greiða Ragnari 5.000 evrur í miskabætur og 10.000 evrur í málskostnað eða rúmar tvær milljónir króna samtals. MDE hafði áður dæmt ríkinu í óhag fyrir sams konar brot í máli Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Tryggva Jónssonar og fóru þeir í framhaldinu fram á endurupptöku á dómi Hæstaréttar. Fallist var á þá beiðni í fyrra og er mál þeirra nú rekið fyrir Hæstarétti að nýju.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Skattar og tollar Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Loka lauginni vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Sjá meira