Körfubolti

Jordan minnti á að hann er sá besti með frábæru svari

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Michael Jordan er eigandi Charlotte í dag.
Michael Jordan er eigandi Charlotte í dag. vísir/getty
Stjörnuleikurinn í NBA-deildinni verður haldinn í Charlotte að þessu sinni á heimavelli Charlotte Hornets en eigandi félagsins og stjórnarformaður er besti körfuboltamaður allra tíma, Michael Jordan.

Jordan sat fyrir svörum á hálftíma löngum blaðamannafundi í gær ásamt Fred Whitfield, framkvæmdastjóra Hornets, þar sem að þeir sögðu frá vinnunni á bak við tjöldin í kringum stjörnuhelgina og svöruðu spurningum blaðamanna.

Undir lokin fékk Jordan spurningu um tvær ofurstjörnur sem eru á leið til Charlotte í stjörnuleikinn, Russell Westbrook og James Harden, sem hafa farið á kostum í vetur.

Westbrook bætti met Wilt Chamberlain með því að ná níu þrennum í röð og James Harden skoraði yfir 30 stig í 30 leikjum í röð. Jordan var spurður hvort afrekið væri merkara og erfiðara að ná.

„Ég er mjög stoltur af þeim báðum og því sem þeir hafa afrekað. Þeir eru að setja sitt mark á deildina og þetta hjálpar henni að stækka,“ sagði Jordan sem vann auðvitað sex meistaratitla á sínum tíma og var besti leikmaður lokaúrslitanna í öll skiptin. Því á greinilega enginn að gleyma.

„Hvort er erfiðara [afrek Westbrook eða Harden]?“ spurði Jordan á móti. „Nú að vinna sex meistaratitla!“

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×