Karlmennskan að deyja út að mati Ásdísar: Ekki sexý að konurnar séu að borga fyrir mennina Stefán Árni Pálsson skrifar 13. febrúar 2019 15:00 Ásdís í ítarlegu viðtali í Harmageddon. Athafnarkonan Ásdís Rán Gunnarsdóttir mætti í útvarpsþáttinn Harmageddon á X-inu í morgun og ræddi þar um Valentínusardaginn sem verður haldinn hátíðlegur um heim allan á morgun. „Þetta er svona dagur ástarinnar og maður verður að nýta það svolítið vel,“ segir Ásdís Rán og heldur áfram: „Það er svo mikið af karlmönnum sem segja að þetta sé algjör auglýsingablekking og þeir vilja ekki gera neitt og vilja ekki taka þátt í þessu. Það er bara rugl og það vilja allar konur eitthvað svona og auðvita sumir karlar líka.“ Ásdís segir að fólk eigi að nýta þennan dag til að vera gott við hvort annað. „Gefa gjafir og hámarka rómantíkina og ástina. Og gefa demanta og skartgripi og ýmislegt,“ segir Ásdís og hlær. Hún segist vera með allar þær gjafir sem karlmenn þurfa í litla fyrirtækinu sínu. Þar selur hún svartar rósir sem hún flytur inn frá Afríku eins og Vísir fjallaði um fyrir jól. Hún segir að það sé alltaf jafn viðeigandi að karlmenn séu rómantískir við konur.Allar konur vilja gjafir „Svo er það samt ekki bara í höndunum á körlunum, líka konunum. Ég held að allar konur vilji gjafir og rómantík, þó þær séu rauðsokkur eða femínistar eða hver sem er,“ segir Ásdís og bætir við að það sé samt sem áður misjafnt hvernig karlmenn konur vilja. „Mér finnst karlmennska heillandi og styð ekki þetta jafnrétti sem er komið núna í tísku. Ég vill hafa karlinn karlmannlegan og vill bera virðingu fyrir honum, svona frekar ráðandi. Að hafa þessi gömlu gildi að karlinn sé svona smá boss, mér finnst það sexý. Mér finnst ekki sexý að deila og að konurnar séu að borga fyrir mennina.“ Ásdís segir að það sé mikilvægt að karlmenn fái að halda í karlmennskuna. „Mér finnst þeir svolítið vera deyja út og þetta er allt búið að leka saman. Það er einhvern veginn enginn tilgangur fyrir karlmenn lengur. Svona er þetta frekar mikið á Íslandi og ekki svo mikið erlendis,“ segir Ásdís en hér að neðan má hlusta á viðtalið í heild sinni. Harmageddon Mest lesið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Lífið Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Lífið Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Menning Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Lífið Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Bíó og sjónvarp Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Lífið Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Lífið Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Leikjavísir Fleiri fréttir Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Sjá meira
Athafnarkonan Ásdís Rán Gunnarsdóttir mætti í útvarpsþáttinn Harmageddon á X-inu í morgun og ræddi þar um Valentínusardaginn sem verður haldinn hátíðlegur um heim allan á morgun. „Þetta er svona dagur ástarinnar og maður verður að nýta það svolítið vel,“ segir Ásdís Rán og heldur áfram: „Það er svo mikið af karlmönnum sem segja að þetta sé algjör auglýsingablekking og þeir vilja ekki gera neitt og vilja ekki taka þátt í þessu. Það er bara rugl og það vilja allar konur eitthvað svona og auðvita sumir karlar líka.“ Ásdís segir að fólk eigi að nýta þennan dag til að vera gott við hvort annað. „Gefa gjafir og hámarka rómantíkina og ástina. Og gefa demanta og skartgripi og ýmislegt,“ segir Ásdís og hlær. Hún segist vera með allar þær gjafir sem karlmenn þurfa í litla fyrirtækinu sínu. Þar selur hún svartar rósir sem hún flytur inn frá Afríku eins og Vísir fjallaði um fyrir jól. Hún segir að það sé alltaf jafn viðeigandi að karlmenn séu rómantískir við konur.Allar konur vilja gjafir „Svo er það samt ekki bara í höndunum á körlunum, líka konunum. Ég held að allar konur vilji gjafir og rómantík, þó þær séu rauðsokkur eða femínistar eða hver sem er,“ segir Ásdís og bætir við að það sé samt sem áður misjafnt hvernig karlmenn konur vilja. „Mér finnst karlmennska heillandi og styð ekki þetta jafnrétti sem er komið núna í tísku. Ég vill hafa karlinn karlmannlegan og vill bera virðingu fyrir honum, svona frekar ráðandi. Að hafa þessi gömlu gildi að karlinn sé svona smá boss, mér finnst það sexý. Mér finnst ekki sexý að deila og að konurnar séu að borga fyrir mennina.“ Ásdís segir að það sé mikilvægt að karlmenn fái að halda í karlmennskuna. „Mér finnst þeir svolítið vera deyja út og þetta er allt búið að leka saman. Það er einhvern veginn enginn tilgangur fyrir karlmenn lengur. Svona er þetta frekar mikið á Íslandi og ekki svo mikið erlendis,“ segir Ásdís en hér að neðan má hlusta á viðtalið í heild sinni.
Harmageddon Mest lesið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Lífið Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Lífið Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Menning Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Lífið Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Bíó og sjónvarp Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Lífið Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Lífið Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Leikjavísir Fleiri fréttir Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Sjá meira
Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið
Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið