Hatari er viðvörun Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 16. febrúar 2019 07:19 Klemens Hannigan og Matthías Tryggvi Haraldsson. FBL/Sigtryggur Ari Hatari komst áfram á fyrra undanúrslitakvöldi Söngvakeppninnar 2019 sem fór fram í Háskólabíói um síðustu helgi. Lag þeirra, Hatrið mun sigra, nýtur vinsælda en hljómsveitin hefur líka sætt gagnrýni. Hatari er þekkt fyrir beitta þjóðfélagsgagnrýni og BDSM-klæðin vekja athygli. Tveir meðlimir Hatara, þeir Matthías Tryggvi Haraldsson og Klemens Hannigan samþykktu að hitta blaðamann yfir kokteil að kvöldlagi á Hótel Holti. Þriðji meðlimur sveitarinnar, Einar Stefánsson, var fjarri góðu gamni. Hugðarefni strákanna í Hatara eru ekkert léttmeti. Dauðinn og umbylting á kapítalísku samfélagi manna. Neysluhyggja og tilgerð í tilverunni. Og dómsdagur. Falsaðar fréttatilkynningar, pólitískur undirtónn, yfirlýsingar sem ganga í berhögg hver við aðra og fleira í þeim dúr hefur fylgt sveitinni frá upphafi. Hversdagurinn er svikamylla, segja þeir oft og leitast við að afhjúpa hann í verkum sínum.Hvað hafið þið á móti hversdeginum? Matthías: Við hefðum ekkert út á hann að setja ef hann væri ekki linnulaus svikamylla.Getur þú útskýrt þetta betur? Já. (Löng þögn.) Matthías: Ímynd okkar gengur kaupum og sölum. Við búum við holskeflu fjölmiðla, upplýsinga og fölsunar. Kapítalið hefur gersigrað.Er Hatari andkapítalískur? Matthías: Já, við höfum alltaf verið það. Klemens: Í raun getur maður samt ekki verið andkapítalískur þegar maður er fæddur inn í ástand þar sem allt í kringum mann byggir á kapítalisma. Matthías: Þannig hyggjumst við knésetja kapítalið en selja ef til vill nokkra boli í leiðinni.FBL/Sigtryggur AriÞannig að við erum gegnsósa? Klemens: Já. Við erum það.Þessar falsanir sem þið talið um, eruð þið að tala um samfélagsmiðla? Finnst ykkur við hafa týnst? Matthías: Þetta er eins og Eurovision. Við hjúpum okkur glansmynd. Mörk ímyndar, persónuleika, borgarans og neytenda eru máð út. Í því felst svikamyllan ekki síst.Eurovision, þið fóruð svolítið í kjölinn á söngvakeppninni? Matthías: Þakka þér fyrir að gefa þér það.Tja, þið skoðuðuð alla vega í hverju svokölluð Eurovision-hækkun felst? Klemens: Í byrjun ferlisins vorum við týndir. Hvernig gætum við samið grípandi tónverk sem myndi ná til pöpulsins? Við fórum að rannsaka önnur tónskáld sem hafa tekið þátt í keppninni. Stöldruðum við á hugtaki sem var margnotað, Everest-tindur tónskáldsins er þessi Eurovision-upphækkun. Þegar við áttuðum okkur á því þá small allt saman. Þetta einstaka tónverk varð til. Og við skrifuðum okkur inn í tónlistarsöguna og erum á meðal gömlu meistaranna.Þið sögðuð fólki sem horfði á ykkur í sjónvarpinu í undankeppninni að það myndi sjá eftir því til eilífðarnóns myndi það ekki kjósa ykkur áfram, standið þið við þessi orð? Matthías: Já, við gerum það og gefum ekki afslátt af fyrri yfirlýsingum Hatara. Ég gaf eiginlega þrjá valkosti. Að horfa ekki á keppnina, kjósa Hatara eða sjá eftir því til eilífðarnóns.En um glanshjúpinn, það eru allir á samfélagsmiðlum. Þið líka, þið eruð á Facebook, Instagram. Bara eiginlega öllum samfélagsmiðlum sem eru til, eruð þið ekki í mótsögn? Matthías: Við lýstum því yfir að við myndum aldrei fara á samfélagsmiðla. En við lýstum því líka yfir að við myndum alltaf selja okkur réttu verði. Og við myndum svíkja öll loforð. Klemens: Það er bara tímaspursmál hvenær við seljum okkur. Ef verðið er rétt, þá erum við til sölu.FBL/Sigtryggur AriMatthías: Dómsdagur er ástand sem við erum nú þegar í. Eins og maður sem stekkur fram af kletti og hrapar. Þar er mannkynið, í dómsdagsástandi. Við sem einstaklingar erum í söluástandi. Augnablikið þar sem við seljum okkur sker ekki tímann í tvennt heldur hjúpar sig yfir hann. Við erum stöðugt að sökkva dýpra í þessa sölu- og neysluhyggju. Við erum fyrirtæki, sem rekur fyrirtæki sem rekur fjölmiðil og hljómsveit og stefnum á að framleiða gosdrykk. Sodadream verður gosdrykkurinn okkar. Og líka okkar helsti styrktaraðili.Eins og ísraelska Sodastream? Matthías: Sem framleiðir miklu óæðri vöru en Sodadream. Margrét Friðriksdóttir lýsti því yfir á dögunum að hún myndi flytja úr landi ef þið færuð áfram í keppnina í Ísrael. Hvað fannst ykkur um það? Matthías: Það var ánægjulegt þegar stjórn Svikamyllu ehf. tilkynnti okkur að Margrét Friðriksdóttir hefði verið ráðin fjölmiðlafulltrúi Hatara, enda hafa allar hennar yfirlýsingar verið okkur í hag og við þakklátir þeim. Hún stendur sig mjög vel. Klemens: Hún verður höfð í heiðri í nýju kóloníunni okkar í Ísrael. Matthías: Vilji Margrét flytja í BDSM-nýlendu Hatara, við botn Miðjarðarhafs, þá er hún velkomin. Það verður séð vel um hana.Tölum aðeins um BDSM, hvers vegna veljið þið þennan lífsstíl? Matthías: Það er sterkasta tjáning frjálslyndis sem fyrirfinnst. Það þrengir að en frelsar. BDSM er eins og kapítalið, heldur manni niðri en er í senn sterk einstaklingsbundin tjáning.Eigið þið stóran aðdáendahóp, hverjir eru aðdáendur ykkar? Matthías: Metalhausar, börn á öllum aldri, Svíar, fólk með græna hanakamba. Miðaldra karlar með blæti og húsmæður. Klemens: Langömmur og langafar. Matthías: Rússar á Instagram. Klemens: Dóttir mín. Matthías: Vinstri sinnaðir Ísraelsmenn. Klemens: Þýskaland. Matthías: Allir sem skilja kaldhæðni.Þið hafið ekki komið til Ísraels. En fjölmiðlar þar eru mjög forvitnir um ykkur og þið voruð í stórri umfjöllun á næststærstu sjónvarpsstöð landsins nýlega. Ef þið verðið ekki kosnir áfram, ætlið þið samt að fara til Ísraels? Matthías: Við myndum vilja bera það undir Margréti Friðriksdóttur. Hvort við lýsum því yfir opinberlega.Hvað eruð þið að lesa, hver er ykkar andlega næring? Hvaðan spretta allar þessar hugmyndir? Klemens: Noam Chomsky, Yahya Hassan, Naomi Klein, Mark Fisher, Peaches og Elísabet Jökulsdóttir.Eruð þið trúaðir? Klemens: Já, ég trúi á æðri mátt. Matthías: Ég líka.Fyrirlítið þið Eurovision? Klemens: Nei. Matthías: Eurovision er vettvangur og það er val fólksins hvað á hann er sett. Klemens: Eurovision er fyrsti áfanginn í að knésetja kapítalismann. Matthías: Og gott verkfæri sem slíkt.Þið eruð verulega pólitískir? Matthías: Já, og það er þversögn að segja annað um Eurovison og annan listrænan vettvang?Hvað finnst ykkur fallegt? Hvað hreyfir við ykkur? Klemens: Dóttir mín.Hvað er hún gömul? Klemens: Hún er nítján mánaða gömul. Matthías: Það fallegasta í þessum heimi eru stór og rúmgóð bílastæði, grípandi auglýsingaherferðir á orkudrykkjum og hljóðið í útvarpinu þegar það segir manni hvað maður er að hlusta á: FM 95,7. Þetta er fuglasöngur, árstíðirnar og lífið sjálft.Þið eruð svolítið ólíkir? Er einhver togstreita í bandinu? (Löng þögn.) Klemens: Við erum sama manneskjan í grunninn. Matthías: Á meðal hugsandi fólks er alltaf togstreita. Við erum fædd í mótsögn við okkur sjálf.Að lokum, viljið þið segja eitthvað við lesendur sem eru að lesa þetta viðtal við ykkur? Klemens: Hatari er viðvörun. Þið ráðið hvort þið hlustið. Matthías: Ef forsætisráðherra Ísraels, Benjamin Netanyahu, er að lesa þetta viðtal: Þá bíðum við enn þá eftir svari. Hann má skrifa okkur á hatari@hatari.is eða svikamyllaehf@svikamylla.is. Áskorunin um að mæta okkur í glímu stendur enn.Finnst ykkur best að útkljá málin þannig? Klemens: Það er ekkert sannara en heiðarleg glímukeppni. Matthías: Málin eru best útkljáð þannig. Okkur þóknast ekki ofbeldi.Hver eru gildin ykkar? Matthías: Drengskapur og gagnrýnin hugsun. (Og kynþokki, tuldrar Klemens ofan í bringuna.) Matthías: Við vonum að stjórnmálamenn um alla Evrópu sýni drengskap í hvívetna. Hlusti á gagnrýni og virði mat hlutlausra dómara á borð við Sameinuðu þjóðirnar. Um Hatara: Hatari hefur verið valin besta tónleikasveitin í tvö ár í röð í Reykjavik Grapevine. Þeir hafa vakið mikla athygli erlendis fyrir lag sitt Hatrið sigrar. Mikið áhorf er á myndband þeirra á Youtube, þeir fá fjölmargar athugasemdir og eru umræddir á ótal bloggum um Eurovision. Þá rötuðu þeir í sjónvarpið nýverið á annarri stærstu sjónvarpsstöð Ísrael þar sem til umfjöllunar var áskorun þeirra til Benjamin Netanyahu um að mæta þeim í glímu þann 19.maí næstkomandi. Rob Holley,Blaðamaður á breska blaðinu The Independant, hefur spáð Hatara sigri í aðalkeppninni í Ísrael. Í viðtali við Stundina fyrir nokkru sögðust strákarnir í Hatara gagnrýnir á ísraelsk stjórnvöld og þau mannréttindabrot sem eru framin í landinu. Þeir sögðu frálett að Ísland tæki þátt í Eurovision þegar keppnin er haldin í ríki sem traðki á mannréttindum. Úr því sem komið er verði þó Íslendingar að nota dagskrárvald sitt. „Við teljum okkur hafa annars konar vald, vald hirðfíflsins,“ sögðu þeir. „Hatari speglar samfélagið í dökkum skugga og viðvörunarorð þeirra eru skýr: bætið ykkur áður en það er oft seint og minningum samfélagsins um siðferðislega rotnun þess verður aðeins hóflega minnst.“ Segir í tónlistarbloggi á The Guardian um tónlist þeirra á Airwaves tónlistarhátíðinni. Hatari heldur úti einhvers konar falsfréttaáróðurssíðu, Icelandmusicnews.com. Þar eru eingöngu að finna fréttir um sveitina. Hatari á félagið Svikamylla ehf. Um tilgang félagsins segir: Niðurrifsstarfsemi á síðkapítalismanum, að eiga og reka fasteignir, miðla íslenskum og erlendum dómsdagskveðskap, margmiðlun, útgáfa, stunda innflutning og önnur verslunarviðskipti svo og lánastarfsemi. Birtist í Fréttablaðinu Eurovision Mest lesið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Lífið Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Lífið Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Lífið Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Lífið PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Leikjavísir Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Menning Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Lífið Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Bíó og sjónvarp Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið Fleiri fréttir Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Sjá meira
Hatari komst áfram á fyrra undanúrslitakvöldi Söngvakeppninnar 2019 sem fór fram í Háskólabíói um síðustu helgi. Lag þeirra, Hatrið mun sigra, nýtur vinsælda en hljómsveitin hefur líka sætt gagnrýni. Hatari er þekkt fyrir beitta þjóðfélagsgagnrýni og BDSM-klæðin vekja athygli. Tveir meðlimir Hatara, þeir Matthías Tryggvi Haraldsson og Klemens Hannigan samþykktu að hitta blaðamann yfir kokteil að kvöldlagi á Hótel Holti. Þriðji meðlimur sveitarinnar, Einar Stefánsson, var fjarri góðu gamni. Hugðarefni strákanna í Hatara eru ekkert léttmeti. Dauðinn og umbylting á kapítalísku samfélagi manna. Neysluhyggja og tilgerð í tilverunni. Og dómsdagur. Falsaðar fréttatilkynningar, pólitískur undirtónn, yfirlýsingar sem ganga í berhögg hver við aðra og fleira í þeim dúr hefur fylgt sveitinni frá upphafi. Hversdagurinn er svikamylla, segja þeir oft og leitast við að afhjúpa hann í verkum sínum.Hvað hafið þið á móti hversdeginum? Matthías: Við hefðum ekkert út á hann að setja ef hann væri ekki linnulaus svikamylla.Getur þú útskýrt þetta betur? Já. (Löng þögn.) Matthías: Ímynd okkar gengur kaupum og sölum. Við búum við holskeflu fjölmiðla, upplýsinga og fölsunar. Kapítalið hefur gersigrað.Er Hatari andkapítalískur? Matthías: Já, við höfum alltaf verið það. Klemens: Í raun getur maður samt ekki verið andkapítalískur þegar maður er fæddur inn í ástand þar sem allt í kringum mann byggir á kapítalisma. Matthías: Þannig hyggjumst við knésetja kapítalið en selja ef til vill nokkra boli í leiðinni.FBL/Sigtryggur AriÞannig að við erum gegnsósa? Klemens: Já. Við erum það.Þessar falsanir sem þið talið um, eruð þið að tala um samfélagsmiðla? Finnst ykkur við hafa týnst? Matthías: Þetta er eins og Eurovision. Við hjúpum okkur glansmynd. Mörk ímyndar, persónuleika, borgarans og neytenda eru máð út. Í því felst svikamyllan ekki síst.Eurovision, þið fóruð svolítið í kjölinn á söngvakeppninni? Matthías: Þakka þér fyrir að gefa þér það.Tja, þið skoðuðuð alla vega í hverju svokölluð Eurovision-hækkun felst? Klemens: Í byrjun ferlisins vorum við týndir. Hvernig gætum við samið grípandi tónverk sem myndi ná til pöpulsins? Við fórum að rannsaka önnur tónskáld sem hafa tekið þátt í keppninni. Stöldruðum við á hugtaki sem var margnotað, Everest-tindur tónskáldsins er þessi Eurovision-upphækkun. Þegar við áttuðum okkur á því þá small allt saman. Þetta einstaka tónverk varð til. Og við skrifuðum okkur inn í tónlistarsöguna og erum á meðal gömlu meistaranna.Þið sögðuð fólki sem horfði á ykkur í sjónvarpinu í undankeppninni að það myndi sjá eftir því til eilífðarnóns myndi það ekki kjósa ykkur áfram, standið þið við þessi orð? Matthías: Já, við gerum það og gefum ekki afslátt af fyrri yfirlýsingum Hatara. Ég gaf eiginlega þrjá valkosti. Að horfa ekki á keppnina, kjósa Hatara eða sjá eftir því til eilífðarnóns.En um glanshjúpinn, það eru allir á samfélagsmiðlum. Þið líka, þið eruð á Facebook, Instagram. Bara eiginlega öllum samfélagsmiðlum sem eru til, eruð þið ekki í mótsögn? Matthías: Við lýstum því yfir að við myndum aldrei fara á samfélagsmiðla. En við lýstum því líka yfir að við myndum alltaf selja okkur réttu verði. Og við myndum svíkja öll loforð. Klemens: Það er bara tímaspursmál hvenær við seljum okkur. Ef verðið er rétt, þá erum við til sölu.FBL/Sigtryggur AriMatthías: Dómsdagur er ástand sem við erum nú þegar í. Eins og maður sem stekkur fram af kletti og hrapar. Þar er mannkynið, í dómsdagsástandi. Við sem einstaklingar erum í söluástandi. Augnablikið þar sem við seljum okkur sker ekki tímann í tvennt heldur hjúpar sig yfir hann. Við erum stöðugt að sökkva dýpra í þessa sölu- og neysluhyggju. Við erum fyrirtæki, sem rekur fyrirtæki sem rekur fjölmiðil og hljómsveit og stefnum á að framleiða gosdrykk. Sodadream verður gosdrykkurinn okkar. Og líka okkar helsti styrktaraðili.Eins og ísraelska Sodastream? Matthías: Sem framleiðir miklu óæðri vöru en Sodadream. Margrét Friðriksdóttir lýsti því yfir á dögunum að hún myndi flytja úr landi ef þið færuð áfram í keppnina í Ísrael. Hvað fannst ykkur um það? Matthías: Það var ánægjulegt þegar stjórn Svikamyllu ehf. tilkynnti okkur að Margrét Friðriksdóttir hefði verið ráðin fjölmiðlafulltrúi Hatara, enda hafa allar hennar yfirlýsingar verið okkur í hag og við þakklátir þeim. Hún stendur sig mjög vel. Klemens: Hún verður höfð í heiðri í nýju kóloníunni okkar í Ísrael. Matthías: Vilji Margrét flytja í BDSM-nýlendu Hatara, við botn Miðjarðarhafs, þá er hún velkomin. Það verður séð vel um hana.Tölum aðeins um BDSM, hvers vegna veljið þið þennan lífsstíl? Matthías: Það er sterkasta tjáning frjálslyndis sem fyrirfinnst. Það þrengir að en frelsar. BDSM er eins og kapítalið, heldur manni niðri en er í senn sterk einstaklingsbundin tjáning.Eigið þið stóran aðdáendahóp, hverjir eru aðdáendur ykkar? Matthías: Metalhausar, börn á öllum aldri, Svíar, fólk með græna hanakamba. Miðaldra karlar með blæti og húsmæður. Klemens: Langömmur og langafar. Matthías: Rússar á Instagram. Klemens: Dóttir mín. Matthías: Vinstri sinnaðir Ísraelsmenn. Klemens: Þýskaland. Matthías: Allir sem skilja kaldhæðni.Þið hafið ekki komið til Ísraels. En fjölmiðlar þar eru mjög forvitnir um ykkur og þið voruð í stórri umfjöllun á næststærstu sjónvarpsstöð landsins nýlega. Ef þið verðið ekki kosnir áfram, ætlið þið samt að fara til Ísraels? Matthías: Við myndum vilja bera það undir Margréti Friðriksdóttur. Hvort við lýsum því yfir opinberlega.Hvað eruð þið að lesa, hver er ykkar andlega næring? Hvaðan spretta allar þessar hugmyndir? Klemens: Noam Chomsky, Yahya Hassan, Naomi Klein, Mark Fisher, Peaches og Elísabet Jökulsdóttir.Eruð þið trúaðir? Klemens: Já, ég trúi á æðri mátt. Matthías: Ég líka.Fyrirlítið þið Eurovision? Klemens: Nei. Matthías: Eurovision er vettvangur og það er val fólksins hvað á hann er sett. Klemens: Eurovision er fyrsti áfanginn í að knésetja kapítalismann. Matthías: Og gott verkfæri sem slíkt.Þið eruð verulega pólitískir? Matthías: Já, og það er þversögn að segja annað um Eurovison og annan listrænan vettvang?Hvað finnst ykkur fallegt? Hvað hreyfir við ykkur? Klemens: Dóttir mín.Hvað er hún gömul? Klemens: Hún er nítján mánaða gömul. Matthías: Það fallegasta í þessum heimi eru stór og rúmgóð bílastæði, grípandi auglýsingaherferðir á orkudrykkjum og hljóðið í útvarpinu þegar það segir manni hvað maður er að hlusta á: FM 95,7. Þetta er fuglasöngur, árstíðirnar og lífið sjálft.Þið eruð svolítið ólíkir? Er einhver togstreita í bandinu? (Löng þögn.) Klemens: Við erum sama manneskjan í grunninn. Matthías: Á meðal hugsandi fólks er alltaf togstreita. Við erum fædd í mótsögn við okkur sjálf.Að lokum, viljið þið segja eitthvað við lesendur sem eru að lesa þetta viðtal við ykkur? Klemens: Hatari er viðvörun. Þið ráðið hvort þið hlustið. Matthías: Ef forsætisráðherra Ísraels, Benjamin Netanyahu, er að lesa þetta viðtal: Þá bíðum við enn þá eftir svari. Hann má skrifa okkur á hatari@hatari.is eða svikamyllaehf@svikamylla.is. Áskorunin um að mæta okkur í glímu stendur enn.Finnst ykkur best að útkljá málin þannig? Klemens: Það er ekkert sannara en heiðarleg glímukeppni. Matthías: Málin eru best útkljáð þannig. Okkur þóknast ekki ofbeldi.Hver eru gildin ykkar? Matthías: Drengskapur og gagnrýnin hugsun. (Og kynþokki, tuldrar Klemens ofan í bringuna.) Matthías: Við vonum að stjórnmálamenn um alla Evrópu sýni drengskap í hvívetna. Hlusti á gagnrýni og virði mat hlutlausra dómara á borð við Sameinuðu þjóðirnar. Um Hatara: Hatari hefur verið valin besta tónleikasveitin í tvö ár í röð í Reykjavik Grapevine. Þeir hafa vakið mikla athygli erlendis fyrir lag sitt Hatrið sigrar. Mikið áhorf er á myndband þeirra á Youtube, þeir fá fjölmargar athugasemdir og eru umræddir á ótal bloggum um Eurovision. Þá rötuðu þeir í sjónvarpið nýverið á annarri stærstu sjónvarpsstöð Ísrael þar sem til umfjöllunar var áskorun þeirra til Benjamin Netanyahu um að mæta þeim í glímu þann 19.maí næstkomandi. Rob Holley,Blaðamaður á breska blaðinu The Independant, hefur spáð Hatara sigri í aðalkeppninni í Ísrael. Í viðtali við Stundina fyrir nokkru sögðust strákarnir í Hatara gagnrýnir á ísraelsk stjórnvöld og þau mannréttindabrot sem eru framin í landinu. Þeir sögðu frálett að Ísland tæki þátt í Eurovision þegar keppnin er haldin í ríki sem traðki á mannréttindum. Úr því sem komið er verði þó Íslendingar að nota dagskrárvald sitt. „Við teljum okkur hafa annars konar vald, vald hirðfíflsins,“ sögðu þeir. „Hatari speglar samfélagið í dökkum skugga og viðvörunarorð þeirra eru skýr: bætið ykkur áður en það er oft seint og minningum samfélagsins um siðferðislega rotnun þess verður aðeins hóflega minnst.“ Segir í tónlistarbloggi á The Guardian um tónlist þeirra á Airwaves tónlistarhátíðinni. Hatari heldur úti einhvers konar falsfréttaáróðurssíðu, Icelandmusicnews.com. Þar eru eingöngu að finna fréttir um sveitina. Hatari á félagið Svikamylla ehf. Um tilgang félagsins segir: Niðurrifsstarfsemi á síðkapítalismanum, að eiga og reka fasteignir, miðla íslenskum og erlendum dómsdagskveðskap, margmiðlun, útgáfa, stunda innflutning og önnur verslunarviðskipti svo og lánastarfsemi.
Birtist í Fréttablaðinu Eurovision Mest lesið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Lífið Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Lífið Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Lífið Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Lífið PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Leikjavísir Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Menning Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Lífið Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Bíó og sjónvarp Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið Fleiri fréttir Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Sjá meira