Synjað um námu fyrir jólatré við Bláfjallaveg Garðar Örn Úlfarsson skrifar 16. febrúar 2019 08:27 Í námunni var hluti stórmyndarinnar Noah tekinn upp. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR Áform Skógræktarfélags Hafnarfjarðar um ræktun í námu við Bláfjallaveg virðast ekki ætla að ganga eftir. Skógræktarfélagið kvaðst í erindi til Hafnarfjarðarbæjar vilja fá námuna og svæðið í norðanverðum Undirhlíðum til ræktunar. Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis mælir hins vegar gegn því varðandi námuna. Hún var opnuð í tengslum við gerð Bláfjallavegar og lokað fyrir nokkrum árum. „Náman er inni á fjarsvæði vatnsverndar vegna vatnsbólanna í Kaldárbotnum. Botn hennar er klöpp og skammt niður á grunnvatn sem líkur eru á að geti streymt til vatnsbóla Hafnfirðinga í Kaldárbotnum. Ljóst er að ef farið verður í áformaða skógrækt innan marka námunnar þurfa að koma til miklir flutningar á jarðvegi og hrossataði eða öðrum áburðarefnum,“ bendir heilbrigðiseftirlitið á í umsögn til bæjaryfirvalda. „Heilbrigðiseftirlitið telur ótímabært að verða við erindinu fyrr en niðurstöður úr rannsóknum liggja fyrir og að sýnt hafi verið fram á að öryggi vatnsbólanna verði ekki stefnt í hættu,“ segir í umsögninni. Skógræktarfélagið vill námuna undir ræktun á jólatrjám. „Náman verður fyrst og fremst notuð til að gera tilraunir með ræktun sígrænna trjátegunda, sem gætu hentað sem jólatré.“ Umhverfis- og framkvæmdaráð Hafnarfjarðar hafnaði á miðvikudag erindi skógræktarfélagsins á grundvelli álits heilbrigðiseftirlitsins. Jónatan Garðarsson, stjórnarmaður í Skógræktarfélagi Hafnarfjarðar og formaður þess er erindið var sent 2017, segir álit heilbrigðiseftirlitsins byggt á misskilningi. „Það verða engin efni sett í jörðu. Ætlunin er að dreifa fræjum af furu og greni og það verður látið spretta af sjálfu sér á náttúrulegan hátt,“ segir Jónatan Garðarsson. „Þeir hafa ekki einu sinni leitað til okkar til að kanna málið. Furan er best í svona grýttu, rýru landi og það að setja mold þarna myndi eyðileggja svæðið. Og hrossaskítur þarf ekki að vera þarna; það þarf ekki að vera neinn áburður. Þetta þrífst algjörlega án hans.“ Birtist í Fréttablaðinu Hafnarfjörður Skipulag Skógrækt og landgræðsla Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Fleiri fréttir „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Sjá meira
Áform Skógræktarfélags Hafnarfjarðar um ræktun í námu við Bláfjallaveg virðast ekki ætla að ganga eftir. Skógræktarfélagið kvaðst í erindi til Hafnarfjarðarbæjar vilja fá námuna og svæðið í norðanverðum Undirhlíðum til ræktunar. Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis mælir hins vegar gegn því varðandi námuna. Hún var opnuð í tengslum við gerð Bláfjallavegar og lokað fyrir nokkrum árum. „Náman er inni á fjarsvæði vatnsverndar vegna vatnsbólanna í Kaldárbotnum. Botn hennar er klöpp og skammt niður á grunnvatn sem líkur eru á að geti streymt til vatnsbóla Hafnfirðinga í Kaldárbotnum. Ljóst er að ef farið verður í áformaða skógrækt innan marka námunnar þurfa að koma til miklir flutningar á jarðvegi og hrossataði eða öðrum áburðarefnum,“ bendir heilbrigðiseftirlitið á í umsögn til bæjaryfirvalda. „Heilbrigðiseftirlitið telur ótímabært að verða við erindinu fyrr en niðurstöður úr rannsóknum liggja fyrir og að sýnt hafi verið fram á að öryggi vatnsbólanna verði ekki stefnt í hættu,“ segir í umsögninni. Skógræktarfélagið vill námuna undir ræktun á jólatrjám. „Náman verður fyrst og fremst notuð til að gera tilraunir með ræktun sígrænna trjátegunda, sem gætu hentað sem jólatré.“ Umhverfis- og framkvæmdaráð Hafnarfjarðar hafnaði á miðvikudag erindi skógræktarfélagsins á grundvelli álits heilbrigðiseftirlitsins. Jónatan Garðarsson, stjórnarmaður í Skógræktarfélagi Hafnarfjarðar og formaður þess er erindið var sent 2017, segir álit heilbrigðiseftirlitsins byggt á misskilningi. „Það verða engin efni sett í jörðu. Ætlunin er að dreifa fræjum af furu og greni og það verður látið spretta af sjálfu sér á náttúrulegan hátt,“ segir Jónatan Garðarsson. „Þeir hafa ekki einu sinni leitað til okkar til að kanna málið. Furan er best í svona grýttu, rýru landi og það að setja mold þarna myndi eyðileggja svæðið. Og hrossaskítur þarf ekki að vera þarna; það þarf ekki að vera neinn áburður. Þetta þrífst algjörlega án hans.“
Birtist í Fréttablaðinu Hafnarfjörður Skipulag Skógrækt og landgræðsla Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Fleiri fréttir „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Sjá meira