Vonar að stuðningsmaður Stjörnunnar horfi á úrslitaleikinn í sjónvarpinu Birgir Olgeirsson skrifar 16. febrúar 2019 10:12 Leikurinn var sýndur í beinni útsendingu en höggið náðist á upptöku. Skjáskot RÚV Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, segir það á ábyrgð stjórnar körfuknattleiksdeildar Stjörnunnar hvort að stuðningsmaður liðsins mæti leik Njarðvíkur og Stjörnunnar í bikarúrslitum KKÍ í Laugardalshöll í dag. Viðkomandi stuðningsmaður Stjörnunnar veitti stuðningsmanni ÍR hnefahögg í andlitið þegar undanúrslitaleikur liðanna fór fram í Laugardalshöll síðastliðinn miðvikudag. Hilmar Júlíusson, formaður körfuknattleiksdeildar Stjörnunnar, sá sér ekki fært að tjá sig við Vísi þegar leitað var viðbragða í morgun sökum annríkis. Var stuðningsmanni Stjörnunnar vísað úr húsi fyrir að kýla stuðningsmann ÍR en atvikið átti sér stað við upphaf leiksins sem hófst klukkan 17:30.Myndband af högginu má sjá á vef RÚV.Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ.vísir/eyþórHannes segir stjórn Körfuknattleikssambands Íslands hafa farið lauslega yfir málið í annríki bikarvikunnar en farið verður yfirvegað yfir atvikið síðar meir. „Við höfum beint því til Stjörnunnar að taka á því innan sinna raða. Hann er þarna á ábyrgð Stjörnunnar að það er algjörlega á ábyrgð stjörnunnar að meina honum aðgang að leiknum. Ég get ekki sagt til um það hvort hann komi á leikinn eða ekki, en ég myndi telja best að hann sleppi því,“ segir Hannes. Hann segir öryggisgæsluna á leiknum hafa brugðist mjög vel við í þessu tilviki og verða mun fleiri í öryggisgæslu þegar úrslitaleikir karla og kvenna fara fram í Laugardalshöllinni í dag. „Öryggisgæslan hjá okkur brást mjög hratt við þegar þetta kom upp á. Við erum klárlega búin að læra af þessu. Við höfum bent á það að undanförnu að það þurfi að auka öryggisgæslu og við erum sjálf búin að gera það.“ Hann bendir á að þetta sé einangrað atvik og svona lagað hafi ekki sést áður í Höllinni. „Ég er viss um að þetta muni ekki gerast í dag og þetta er ljótur blettur á leiknum. Ég er viss um að það verði öruggt fyrir alla að koma í Laugardal í dag og menn þurfa ekkert að óttast. Ég hef bent Stjörnumönnum á að það er á þeirra ábyrgð hvort hann komi eða ekki og ég tel það best fyrir alla að hann horfi á leikinn í sjónvarpinu í dag, viðkomandi einstaklingur.“ Dominos-deild karla Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Sjáðu hnefana tala í Laugardalshöll Stuðningsmaður Stjörnunnar kýldi stuðningsmann ÍR á meðan bikarleik liðanna stóð í gær. 15. febrúar 2019 11:11 Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Fyrsta jafntefli Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Sjá meira
Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, segir það á ábyrgð stjórnar körfuknattleiksdeildar Stjörnunnar hvort að stuðningsmaður liðsins mæti leik Njarðvíkur og Stjörnunnar í bikarúrslitum KKÍ í Laugardalshöll í dag. Viðkomandi stuðningsmaður Stjörnunnar veitti stuðningsmanni ÍR hnefahögg í andlitið þegar undanúrslitaleikur liðanna fór fram í Laugardalshöll síðastliðinn miðvikudag. Hilmar Júlíusson, formaður körfuknattleiksdeildar Stjörnunnar, sá sér ekki fært að tjá sig við Vísi þegar leitað var viðbragða í morgun sökum annríkis. Var stuðningsmanni Stjörnunnar vísað úr húsi fyrir að kýla stuðningsmann ÍR en atvikið átti sér stað við upphaf leiksins sem hófst klukkan 17:30.Myndband af högginu má sjá á vef RÚV.Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ.vísir/eyþórHannes segir stjórn Körfuknattleikssambands Íslands hafa farið lauslega yfir málið í annríki bikarvikunnar en farið verður yfirvegað yfir atvikið síðar meir. „Við höfum beint því til Stjörnunnar að taka á því innan sinna raða. Hann er þarna á ábyrgð Stjörnunnar að það er algjörlega á ábyrgð stjörnunnar að meina honum aðgang að leiknum. Ég get ekki sagt til um það hvort hann komi á leikinn eða ekki, en ég myndi telja best að hann sleppi því,“ segir Hannes. Hann segir öryggisgæsluna á leiknum hafa brugðist mjög vel við í þessu tilviki og verða mun fleiri í öryggisgæslu þegar úrslitaleikir karla og kvenna fara fram í Laugardalshöllinni í dag. „Öryggisgæslan hjá okkur brást mjög hratt við þegar þetta kom upp á. Við erum klárlega búin að læra af þessu. Við höfum bent á það að undanförnu að það þurfi að auka öryggisgæslu og við erum sjálf búin að gera það.“ Hann bendir á að þetta sé einangrað atvik og svona lagað hafi ekki sést áður í Höllinni. „Ég er viss um að þetta muni ekki gerast í dag og þetta er ljótur blettur á leiknum. Ég er viss um að það verði öruggt fyrir alla að koma í Laugardal í dag og menn þurfa ekkert að óttast. Ég hef bent Stjörnumönnum á að það er á þeirra ábyrgð hvort hann komi eða ekki og ég tel það best fyrir alla að hann horfi á leikinn í sjónvarpinu í dag, viðkomandi einstaklingur.“
Dominos-deild karla Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Sjáðu hnefana tala í Laugardalshöll Stuðningsmaður Stjörnunnar kýldi stuðningsmann ÍR á meðan bikarleik liðanna stóð í gær. 15. febrúar 2019 11:11 Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Fyrsta jafntefli Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Sjá meira
Sjáðu hnefana tala í Laugardalshöll Stuðningsmaður Stjörnunnar kýldi stuðningsmann ÍR á meðan bikarleik liðanna stóð í gær. 15. febrúar 2019 11:11