Arnar: Drógum lengra stráið í dag Víkingur Goði Sigurðarson skrifar 16. febrúar 2019 20:25 Arnar Guðjónsson þjálfar Stjörnuna vísir/bára „Tilfinningin er mjög góð. Ég er stoltur af strákunum og við unnum virkilega sterkt Njarðvíkur lið og ég er bara mjög ánægður,” sagði Arnar Guðjónsson þjálfari Stjörnunnar eftir bikarmeistaratitilinn. „Þetta Njarðvíkur lið er frábært, vel þjálfað og þeir eiga skilið stórt hrós. Við bara drógum lengra stráið í dag,” sagði bikarmeistarinn Arnar um lið Njarðvíkur eftir leikinn. Stjarnan hélt Njarðvík undir 20 stigum í öllum leikhlutum leiksins nema þriðja. Það var stór hluti af ástæðunni fyrir að þeir eru bikarmeistarar. „Við vörðumst vel í þrjá leikhluta. Við áttum í tómu basli með þá í þriðja leikhluta. Varnarleikurinn hina þrjá leikhlutana var góður og það kannski skilaði þessu.” Brandon Rozzell var valinn besti leikmaður úrslitaleiksins, en hann var frábær í dag. „Mjög leiðinlegt sko. Alltaf vesen á honum,” sagði Arnar á léttu nótunum. „Nei hann er bara æðislegur gaur, sterkur í klefanum. Góður í körfubolta og góður náungi. Ég vissi hvað hann getur þar sem ég þjálfaði hann úti og þess vegna náðum við í hann. Við náðum í hann af því að við ætlum að vinna tvo titla í ár. Við erum komnir með einn og við ætlum að vinna Íslandsmeistaratitilinn líka. Hann er bara eitt púsl í þessu sterka liði sem ég er með,” sagði Arnar síðan um Brandon Rozzell. Þér er semsagt alveg sama um deildarmeistaratitillinn? „Já það er svona Cocoa Puffs bikar. Ef hann kemur á leiðinni þá kemur hann en við stefnum á það að verða íslandsmeistarar.” Þetta er fyrsta tímabil Arnars sem aðalþjálfari á Íslandi en hann þjálfaði lengi í Danmörku ásamt því að vera í þjálfarateyminu hjá íslenska landsliðinu. Arnar vann því bikarmeistaratitillinn í fyrstu tilraun sem verður að segjast að er tilefni til að fagna. „Já það verður eitthvað aðeins fagnað. Svo tökum við frí og huggulegheit næstu daga en það er búið að vera mikil keyrsla.” Íslenski körfuboltinn Mest lesið Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sport Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Íslenski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Íslenski boltinn Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Fleiri fréttir Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Sjá meira
„Tilfinningin er mjög góð. Ég er stoltur af strákunum og við unnum virkilega sterkt Njarðvíkur lið og ég er bara mjög ánægður,” sagði Arnar Guðjónsson þjálfari Stjörnunnar eftir bikarmeistaratitilinn. „Þetta Njarðvíkur lið er frábært, vel þjálfað og þeir eiga skilið stórt hrós. Við bara drógum lengra stráið í dag,” sagði bikarmeistarinn Arnar um lið Njarðvíkur eftir leikinn. Stjarnan hélt Njarðvík undir 20 stigum í öllum leikhlutum leiksins nema þriðja. Það var stór hluti af ástæðunni fyrir að þeir eru bikarmeistarar. „Við vörðumst vel í þrjá leikhluta. Við áttum í tómu basli með þá í þriðja leikhluta. Varnarleikurinn hina þrjá leikhlutana var góður og það kannski skilaði þessu.” Brandon Rozzell var valinn besti leikmaður úrslitaleiksins, en hann var frábær í dag. „Mjög leiðinlegt sko. Alltaf vesen á honum,” sagði Arnar á léttu nótunum. „Nei hann er bara æðislegur gaur, sterkur í klefanum. Góður í körfubolta og góður náungi. Ég vissi hvað hann getur þar sem ég þjálfaði hann úti og þess vegna náðum við í hann. Við náðum í hann af því að við ætlum að vinna tvo titla í ár. Við erum komnir með einn og við ætlum að vinna Íslandsmeistaratitilinn líka. Hann er bara eitt púsl í þessu sterka liði sem ég er með,” sagði Arnar síðan um Brandon Rozzell. Þér er semsagt alveg sama um deildarmeistaratitillinn? „Já það er svona Cocoa Puffs bikar. Ef hann kemur á leiðinni þá kemur hann en við stefnum á það að verða íslandsmeistarar.” Þetta er fyrsta tímabil Arnars sem aðalþjálfari á Íslandi en hann þjálfaði lengi í Danmörku ásamt því að vera í þjálfarateyminu hjá íslenska landsliðinu. Arnar vann því bikarmeistaratitillinn í fyrstu tilraun sem verður að segjast að er tilefni til að fagna. „Já það verður eitthvað aðeins fagnað. Svo tökum við frí og huggulegheit næstu daga en það er búið að vera mikil keyrsla.”
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sport Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Íslenski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Íslenski boltinn Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Fleiri fréttir Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Sjá meira