Á fréttavef BBC má sjá heldur magnað myndband sem sýnir mörg þúsund starra á flugi.
Fuglarnir sýna ótrúlega samhæfingu og ferðast þétt saman hvert sem þeir fljúga. Myndbandið er tekið við kirkju við Leominster á Englandi og hefur það vakið mikla athygli.