Tryggvi fær loksins að snúa heim á Hvolsvöll í haust Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 17. febrúar 2019 19:45 Tryggvi Ingólfsson fær að snúa heim aftur á dvalar- og hjúkrunarheimilið Kirkjuhvol á Hvolsvelli í haust, eftir að hafa verið í stofufangelsi á Landspítalanum í á að verða eitt ár. Tryggvi fagnar fréttunum en segir þó allt of langt að bíða til haustsins. Stuðningsmenn Tryggva afhentu félags- og barnamálaráðherra samantekt um málefni Tryggva fyrir helgi, auk þess sem oddviti Rangárþings eystra og sveitarstjóri fengu samskonar gögn. Tryggvi lamaðist frá hálsi þegar hann datt af hestbaki árið 2006 en eftir slysið fékk hann pláss á Kirkjuhvoli í heimabæ sínum Hvolsvelli og leið þar mjög vel í þau ellefu ár sem hann bjó þar. Tryggvi þurfti að fara í aðgerð á Landspítalanum og dvelja þar í þrjá mánuði en þegar hann ætlaði að snúa aftur heim á Kirkjuhvol höfðu tólf starfsmenn heimilisins skrifað undir bréf þess efnis að þeir myndu ganga út ef Tryggvi kæmi aftur. Á meðan hefur Tryggvi þurft að vera í „stofufangelsi á Landspítalanum, eins og hann segir sjálfur, í að verða eitt ár. Hafa læknar þó metið hann útskriftarhæfan.Ásmundur Einar Daðason, félags og barnamálaráðherra tók við skýrslu um málefni Tryggva frá stuðningsmönnum hans á föstudaginn. Þar var líka Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi.Magnús HlynurEn getur Tryggvi ímyndað sér af hverju þessi tólf starfsmenn vildu ekki fá hann aftur á Kirkjuhvol?„Nei, það get ég ekki. Ég hef í tvígang beðið um að fá að tala við þau og funda með þeim ef það væri eitthvað, sem ég hefði gert af mér, sem ég áttaði mig ekki á. Vildi þá leiðrétta það og koma því í lag. Í bæði skiptin var mér neitað um það,“ segir Tryggvi. En Tryggvi vill fara aftur á Kirkjuhvol. „Já, ég hef alltaf sagt það að ég vildi fara á Kirkjuhvol þrátt fyrir þetta, því að þarna leið mér vel. Mér fannst starfsfólkið sem annaðist mig alla vega mjög góðir vinir mínir,“ bætir Tryggvi við. Tryggvi eyðir deginum mikið í tölvunni þar sem hann stýrir músinni með hökunni og kinnum. Á föstudaginn fékk Tryggvi bestu fréttir sem hann hefur fengið lengi þegar hann fékk tölvupóst frá Antoni Kára Halldórssyni, sveitarstjóra Rangárþings eystra. „Þar sem að hann tilkynnti mér það að Kirkjuhvoll væri tilbúinn að taka á móti mér 1. september næstkomandi. Ég er mjög lukkulegur með þetta. Það eina sér mér finnst slæmt að þurfa að bíða í sjö mánuði í viðbót og ég veit í rauninni ekkert hvar ég á að bíða.“ Tryggvi hrósar starfsfólki lungadeildar Landspítalans fyrri frábæra umönnun en hann þráir þó ekkert heitara en að komast heim á Kirkjuhvol sem fyrst. Ekki hafa fengist neinar skýringar hjá sveitarstjórn Rangárþings eystra, sem fer með málefni Kirkjuhvols, af hverju Tryggva var úthýst af heimilinu á sínum tíma.Lilja Einarsdóttir, oddviti Rangárþings eystra og Anton Kári Halldórsson, sveitarstjóri tóku líka á móti skýrslu um málefni Tryggva á föstudaginn en það var Sæunn Þóra Þórarinsdóttir, sem vann skýrsluna sem sá um að afhenda þeim hana.AðsendTryggvi styttir sér stundir með því að vinna í tölvunni sinni en hann notar hökuna og kinnar til að stjórna músinni.Magnús HlynurTryggvi sem segist vera í stofufangelsi á Landsspítalanum enda voru læknar búnir að útskrifa hann af spítalanum fyrir tæplegu ári síðan. Á meðan hann kemst ekki í burtu þá teppir hann tvö pláss á lungadeildinni með tilheyrandi kostnaði. Heilbrigðismál Landspítalinn Rangárþing eystra Tengdar fréttir Þráir að komast heim á Hvolsvöll Stuðningshópur Tryggva Ingólfssonar á Hvolsvelli hefur sett á laggirnar undirskriftalista þar sem skorað er á sveitarstjóra Rangárþings eystra og ráðherra heilbrigðisráðuneytis að finna lausn á búsetuúrræðum fyrir Tryggva. 31. janúar 2019 09:45 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Sjá meira
Tryggvi Ingólfsson fær að snúa heim aftur á dvalar- og hjúkrunarheimilið Kirkjuhvol á Hvolsvelli í haust, eftir að hafa verið í stofufangelsi á Landspítalanum í á að verða eitt ár. Tryggvi fagnar fréttunum en segir þó allt of langt að bíða til haustsins. Stuðningsmenn Tryggva afhentu félags- og barnamálaráðherra samantekt um málefni Tryggva fyrir helgi, auk þess sem oddviti Rangárþings eystra og sveitarstjóri fengu samskonar gögn. Tryggvi lamaðist frá hálsi þegar hann datt af hestbaki árið 2006 en eftir slysið fékk hann pláss á Kirkjuhvoli í heimabæ sínum Hvolsvelli og leið þar mjög vel í þau ellefu ár sem hann bjó þar. Tryggvi þurfti að fara í aðgerð á Landspítalanum og dvelja þar í þrjá mánuði en þegar hann ætlaði að snúa aftur heim á Kirkjuhvol höfðu tólf starfsmenn heimilisins skrifað undir bréf þess efnis að þeir myndu ganga út ef Tryggvi kæmi aftur. Á meðan hefur Tryggvi þurft að vera í „stofufangelsi á Landspítalanum, eins og hann segir sjálfur, í að verða eitt ár. Hafa læknar þó metið hann útskriftarhæfan.Ásmundur Einar Daðason, félags og barnamálaráðherra tók við skýrslu um málefni Tryggva frá stuðningsmönnum hans á föstudaginn. Þar var líka Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi.Magnús HlynurEn getur Tryggvi ímyndað sér af hverju þessi tólf starfsmenn vildu ekki fá hann aftur á Kirkjuhvol?„Nei, það get ég ekki. Ég hef í tvígang beðið um að fá að tala við þau og funda með þeim ef það væri eitthvað, sem ég hefði gert af mér, sem ég áttaði mig ekki á. Vildi þá leiðrétta það og koma því í lag. Í bæði skiptin var mér neitað um það,“ segir Tryggvi. En Tryggvi vill fara aftur á Kirkjuhvol. „Já, ég hef alltaf sagt það að ég vildi fara á Kirkjuhvol þrátt fyrir þetta, því að þarna leið mér vel. Mér fannst starfsfólkið sem annaðist mig alla vega mjög góðir vinir mínir,“ bætir Tryggvi við. Tryggvi eyðir deginum mikið í tölvunni þar sem hann stýrir músinni með hökunni og kinnum. Á föstudaginn fékk Tryggvi bestu fréttir sem hann hefur fengið lengi þegar hann fékk tölvupóst frá Antoni Kára Halldórssyni, sveitarstjóra Rangárþings eystra. „Þar sem að hann tilkynnti mér það að Kirkjuhvoll væri tilbúinn að taka á móti mér 1. september næstkomandi. Ég er mjög lukkulegur með þetta. Það eina sér mér finnst slæmt að þurfa að bíða í sjö mánuði í viðbót og ég veit í rauninni ekkert hvar ég á að bíða.“ Tryggvi hrósar starfsfólki lungadeildar Landspítalans fyrri frábæra umönnun en hann þráir þó ekkert heitara en að komast heim á Kirkjuhvol sem fyrst. Ekki hafa fengist neinar skýringar hjá sveitarstjórn Rangárþings eystra, sem fer með málefni Kirkjuhvols, af hverju Tryggva var úthýst af heimilinu á sínum tíma.Lilja Einarsdóttir, oddviti Rangárþings eystra og Anton Kári Halldórsson, sveitarstjóri tóku líka á móti skýrslu um málefni Tryggva á föstudaginn en það var Sæunn Þóra Þórarinsdóttir, sem vann skýrsluna sem sá um að afhenda þeim hana.AðsendTryggvi styttir sér stundir með því að vinna í tölvunni sinni en hann notar hökuna og kinnar til að stjórna músinni.Magnús HlynurTryggvi sem segist vera í stofufangelsi á Landsspítalanum enda voru læknar búnir að útskrifa hann af spítalanum fyrir tæplegu ári síðan. Á meðan hann kemst ekki í burtu þá teppir hann tvö pláss á lungadeildinni með tilheyrandi kostnaði.
Heilbrigðismál Landspítalinn Rangárþing eystra Tengdar fréttir Þráir að komast heim á Hvolsvöll Stuðningshópur Tryggva Ingólfssonar á Hvolsvelli hefur sett á laggirnar undirskriftalista þar sem skorað er á sveitarstjóra Rangárþings eystra og ráðherra heilbrigðisráðuneytis að finna lausn á búsetuúrræðum fyrir Tryggva. 31. janúar 2019 09:45 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Sjá meira
Þráir að komast heim á Hvolsvöll Stuðningshópur Tryggva Ingólfssonar á Hvolsvelli hefur sett á laggirnar undirskriftalista þar sem skorað er á sveitarstjóra Rangárþings eystra og ráðherra heilbrigðisráðuneytis að finna lausn á búsetuúrræðum fyrir Tryggva. 31. janúar 2019 09:45