Vonar að fiskeldisfrumvörp fæðist fyrir febrúarlok Stefán Ó. Jónsson skrifar 17. febrúar 2019 18:45 Sjávarútvegs- og landbúnaðaráðherra vonast til að geta lagt fram lagafrumvörp um fiskeldi innan tveggja vikna. Skiptar skoðanir eru um gjaldtöku á greinina, ekki síst í ljósi erlends eignarhalds, en ráðherra leggur áherslu á að fiskeldisfyrirtækjunum verði mörkuð skýr umgjörð og að markaðsaðstæður ráði för. Um er að ræða tvennfrumvarpsdrög sem Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra, segist vona að hægt verði að leggja fram á Alþingi fyrir febrúarlok, eins og þingmenn á borð við Albertínu Friðbjörgu Elíasdóttur varaformann atvinnuveganefndar Alþingis hafa kallað eftir. Fjölmargar umsagnir hafi borist um frumvarpsdrögin og því hafi verið í mörg horn að líta að sögn ráðherrans. „Það hefur verið stefnt að því í nokkra mánuði að þessi frumvörp kæmu fram í febrúar,“ segir Kristján Þór. Þau líti því vonandi ljós á næstu tveimur vikum. Kristján lagði fram frumvarp um breytingar á lögum um fiskeldi í fyrravor, sem atvinnuveganefnd náði ekki að afgreiða. Hann telur núverandi lagaramma greinarinnar henta illa þeirri starfsemi sem er í fiskeldi í dag. Því sé mikilvægt að tryggja greininni nýja, skýra umgjörð.Skiptar skoðanir eru um hvað teljist eðlileg gjaldheimta á fiskeldisfyrirtæki.FRÉTTABLAÐIÐ/ARONFram kom í vikunni að norska fyrirtækið Salmar hafi eignast meirihluta í Arnarlaxi, stærsta fiskeldisfyrirtæki landsins, og hyggist eignast fyrirtækið að fullu innan tíðar. Salmar er eitt stærsta fiskeldisfyrirtæki Noregs og eftir methagnað í fyrra hyggjast eigendur fyrirtækisins greiða sér 35 milljarða íslenskra króna í arð fyrir síðasta rekstrarár. Í frumvarpsdrögunum er gert ráð fyrir að gjaldtaka ríkisins á fiskeldisfyrirtæki muni nema einum milljarði króna árið 2023. Það þykir fiskeldisfyrirtækjum íþyngjandi, ekki síst í ljósi þess að þau eru flest enn í vaxtarfasa, meðan aðrir telja þau of lág. Fyrirtæki sem greiði tugmilljarða í arð geti staðið undir hærri greiðslum. Kristján Þór segir að eðli máls samkvæmt séu skiptar skoðanir um hvað teljist eðlileg gjaldheimta. Hann vilji í því sambandi benda á það að hann hafi lagt inn í Samráðsgátt stjórnvalda drög að frumvarpi um gjaldtöku í fiskeldi, sem geri ráð fyrir að hún verði sett á. „Í rauninni má segja að frumvarp, sem ég get vonandi lagt fram í febrúar, endurspegli afstöðu mína í þessum efnum.“ Aðspurður um hvort norskt eignarhald á stærsta fiskeldisfyrirtæki landsins muni lita frumvarpsdrögin segir Kristján það vera hlutverk stjórnmálamanna að leggja fram reglur og marka fyrirtækjum umgjörð til að starfa eftir. Það ráðist svo af markaðaðstæðum hverju sinni og áhuga manna hvar þeir fjárfesta, hvort sem það er í fiskeldi eða á öðrum sviðum. „Þannig byggir atvinnulífið upp sína starfsemi, á grunni þeirra reglna sem stjórnmálamenn setja með lögum frá Alþingi,“ segir sjávarútvegsráðherra. Alþingi Fiskeldi Tengdar fréttir Segir löngu tímabært að setja lög og reglur um fiskeldi Áætlað er að tekjur ríkissjóðs af fiskeldi verði einn milljarður króna árið 2023 samkvæmt frumvarpsdrögum sjávarútvegsráðherra. Hátt í tuttugu umsagnir eru um frumvarpið í Samráðsgátt stjórnvalda meðal annars frá Arnarlaxi sem gerir athugasemdir við gjaldið og segir það íþyngjandi og ótímabært. Varaformaður atvinnuveganefndar Alþingis segir löngu tímabært að setja lög og reglur um fiskeldi hér á landi. 15. febrúar 2019 13:15 Salmar eykur hlut sinn í Arnarlaxi um 2,5 milljarða króna Norðmenn gera yfirtökutilboð í Arnarlax. Miklir fjármunir undir. 14. febrúar 2019 10:20 Segir stjórnvöld færa norskum auðjöfrum landsins gæði á silfurfati Jón Kaldal segir söluvöruna í milljarða viðskiptum aðgang að íslenskri náttúru. 14. febrúar 2019 12:13 Mest lesið Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Neytendur Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Tuttugu tonn af íþróttanammi á sextíu dögum Neytendur Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Viðskipti innlent Framtíð tannlækninga og gervigreindar – kynntu þér Oraxs Samstarf Fleiri fréttir Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Sjá meira
Sjávarútvegs- og landbúnaðaráðherra vonast til að geta lagt fram lagafrumvörp um fiskeldi innan tveggja vikna. Skiptar skoðanir eru um gjaldtöku á greinina, ekki síst í ljósi erlends eignarhalds, en ráðherra leggur áherslu á að fiskeldisfyrirtækjunum verði mörkuð skýr umgjörð og að markaðsaðstæður ráði för. Um er að ræða tvennfrumvarpsdrög sem Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra, segist vona að hægt verði að leggja fram á Alþingi fyrir febrúarlok, eins og þingmenn á borð við Albertínu Friðbjörgu Elíasdóttur varaformann atvinnuveganefndar Alþingis hafa kallað eftir. Fjölmargar umsagnir hafi borist um frumvarpsdrögin og því hafi verið í mörg horn að líta að sögn ráðherrans. „Það hefur verið stefnt að því í nokkra mánuði að þessi frumvörp kæmu fram í febrúar,“ segir Kristján Þór. Þau líti því vonandi ljós á næstu tveimur vikum. Kristján lagði fram frumvarp um breytingar á lögum um fiskeldi í fyrravor, sem atvinnuveganefnd náði ekki að afgreiða. Hann telur núverandi lagaramma greinarinnar henta illa þeirri starfsemi sem er í fiskeldi í dag. Því sé mikilvægt að tryggja greininni nýja, skýra umgjörð.Skiptar skoðanir eru um hvað teljist eðlileg gjaldheimta á fiskeldisfyrirtæki.FRÉTTABLAÐIÐ/ARONFram kom í vikunni að norska fyrirtækið Salmar hafi eignast meirihluta í Arnarlaxi, stærsta fiskeldisfyrirtæki landsins, og hyggist eignast fyrirtækið að fullu innan tíðar. Salmar er eitt stærsta fiskeldisfyrirtæki Noregs og eftir methagnað í fyrra hyggjast eigendur fyrirtækisins greiða sér 35 milljarða íslenskra króna í arð fyrir síðasta rekstrarár. Í frumvarpsdrögunum er gert ráð fyrir að gjaldtaka ríkisins á fiskeldisfyrirtæki muni nema einum milljarði króna árið 2023. Það þykir fiskeldisfyrirtækjum íþyngjandi, ekki síst í ljósi þess að þau eru flest enn í vaxtarfasa, meðan aðrir telja þau of lág. Fyrirtæki sem greiði tugmilljarða í arð geti staðið undir hærri greiðslum. Kristján Þór segir að eðli máls samkvæmt séu skiptar skoðanir um hvað teljist eðlileg gjaldheimta. Hann vilji í því sambandi benda á það að hann hafi lagt inn í Samráðsgátt stjórnvalda drög að frumvarpi um gjaldtöku í fiskeldi, sem geri ráð fyrir að hún verði sett á. „Í rauninni má segja að frumvarp, sem ég get vonandi lagt fram í febrúar, endurspegli afstöðu mína í þessum efnum.“ Aðspurður um hvort norskt eignarhald á stærsta fiskeldisfyrirtæki landsins muni lita frumvarpsdrögin segir Kristján það vera hlutverk stjórnmálamanna að leggja fram reglur og marka fyrirtækjum umgjörð til að starfa eftir. Það ráðist svo af markaðaðstæðum hverju sinni og áhuga manna hvar þeir fjárfesta, hvort sem það er í fiskeldi eða á öðrum sviðum. „Þannig byggir atvinnulífið upp sína starfsemi, á grunni þeirra reglna sem stjórnmálamenn setja með lögum frá Alþingi,“ segir sjávarútvegsráðherra.
Alþingi Fiskeldi Tengdar fréttir Segir löngu tímabært að setja lög og reglur um fiskeldi Áætlað er að tekjur ríkissjóðs af fiskeldi verði einn milljarður króna árið 2023 samkvæmt frumvarpsdrögum sjávarútvegsráðherra. Hátt í tuttugu umsagnir eru um frumvarpið í Samráðsgátt stjórnvalda meðal annars frá Arnarlaxi sem gerir athugasemdir við gjaldið og segir það íþyngjandi og ótímabært. Varaformaður atvinnuveganefndar Alþingis segir löngu tímabært að setja lög og reglur um fiskeldi hér á landi. 15. febrúar 2019 13:15 Salmar eykur hlut sinn í Arnarlaxi um 2,5 milljarða króna Norðmenn gera yfirtökutilboð í Arnarlax. Miklir fjármunir undir. 14. febrúar 2019 10:20 Segir stjórnvöld færa norskum auðjöfrum landsins gæði á silfurfati Jón Kaldal segir söluvöruna í milljarða viðskiptum aðgang að íslenskri náttúru. 14. febrúar 2019 12:13 Mest lesið Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Neytendur Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Tuttugu tonn af íþróttanammi á sextíu dögum Neytendur Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Viðskipti innlent Framtíð tannlækninga og gervigreindar – kynntu þér Oraxs Samstarf Fleiri fréttir Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Sjá meira
Segir löngu tímabært að setja lög og reglur um fiskeldi Áætlað er að tekjur ríkissjóðs af fiskeldi verði einn milljarður króna árið 2023 samkvæmt frumvarpsdrögum sjávarútvegsráðherra. Hátt í tuttugu umsagnir eru um frumvarpið í Samráðsgátt stjórnvalda meðal annars frá Arnarlaxi sem gerir athugasemdir við gjaldið og segir það íþyngjandi og ótímabært. Varaformaður atvinnuveganefndar Alþingis segir löngu tímabært að setja lög og reglur um fiskeldi hér á landi. 15. febrúar 2019 13:15
Salmar eykur hlut sinn í Arnarlaxi um 2,5 milljarða króna Norðmenn gera yfirtökutilboð í Arnarlax. Miklir fjármunir undir. 14. febrúar 2019 10:20
Segir stjórnvöld færa norskum auðjöfrum landsins gæði á silfurfati Jón Kaldal segir söluvöruna í milljarða viðskiptum aðgang að íslenskri náttúru. 14. febrúar 2019 12:13
Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent
Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent