Allir keyri á áttatíu vegna ástands vega Sighvatur Jónsson skrifar 19. febrúar 2019 12:00 Í drögum að nýjum umferðarlögum er lagt til að hámarkshraði allra ökutækja verði samræmdur. Vísir/Andri Marinó Framkvæmdastjóri Olíudreifingar vill að hámarkshraði allra ökutækja verði færður niður í 80 kílómetra á klukkustund á þjóðvegum landsins. Hann segir aðstæður vega ekki leyfa þungaflutninga á meiri hraða, því sé skynsamlegra að lækka hámarkshraða allra ökutækja í stað þess að hækka hámarkshraða flutningabíla aftur.Endurskoðun umferðarlaga Frumvarp til nýrra umferðarlaga er til kynningar í samráðsgátt stjórnvalda. Markmiðið með heildarendurskoðun umferðarlaga er að stuðla frekar að umferðaröryggi og bregðast við breytingum á samgöngum og samfélaginu á undanförnum árum. Meðal hugmynda er að samræma hámarkshraða allra ökutækja, þannig verði hámarksökuhraði utan þéttbýlis 80 kílómetrar á klukkustund á malarvegum og 90 kílómetrar á klukkustund á vegum með bundnu slitlagi. Þetta er breyting á gildandi lögum, samkvæmt þeim má ekki aka flutningabílum sem eru meira en 3,5 tonn að þyngd hraðar en 80 kílómetra á klukkustund.Hörður Gunnarsson, framkvæmdastjóri Olíudreifingar.Vísir/BaldurVegir þoli ekki flutninga á níutíu Málið kom til umræðu á morgunverðarfundi Vegagerðarinnar í dag þar sem rætt var um umferðaröryggi á þjóðvegum. Hörður Gunnarsson, framkvæmdastjóri Olíudreifingar, flutti erindi á fundinum fyrir hönd flutningasviðs Samtaka verslunar og þjónustu. Hörður segir í samtali við fréttastofu að hraði sé mesta áhættuatriðið sem líta þurfi til í tengslum við öryggi á vegum landsins. Aðspurður hvort það geti pirrað ökumenn ef flutningabílum sé ekið hægar en öðrum ökutækjum segir hann að lausnin sé að færa hámarkshraða allra ökutækja niður. „Við [flutningabílstjórar] erum nú á 80 og ég tel að vegaaðstæður á Íslandi leyfi ekki þungaflutninga með meiri hraða en það við langflest skilyrði sem boðið er uppá í vegakerfinu í dag,“ segir Hörður. Hörður telur óskynsamlegt að hækka hámarkshraða flutningabíla úr 80 í 90 kílómetra á klukkustund. Miðað við ástandið á vegum hafi flutningabílstjórar ekkert við meiri hraða að gera. Hörður Gunnarsson hjá Olíudreifingu tekur þar með undir sjónarmið Vegagerðarinnar að lækka hámarkshraða allra ökutækja í 80 kílómetra á klukkustund í stað þess að leyfa bílstjórum flutningabíla að keyra hraðar en nú er leyfilegt. Samgöngur Umferðaröryggi Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Sjá meira
Framkvæmdastjóri Olíudreifingar vill að hámarkshraði allra ökutækja verði færður niður í 80 kílómetra á klukkustund á þjóðvegum landsins. Hann segir aðstæður vega ekki leyfa þungaflutninga á meiri hraða, því sé skynsamlegra að lækka hámarkshraða allra ökutækja í stað þess að hækka hámarkshraða flutningabíla aftur.Endurskoðun umferðarlaga Frumvarp til nýrra umferðarlaga er til kynningar í samráðsgátt stjórnvalda. Markmiðið með heildarendurskoðun umferðarlaga er að stuðla frekar að umferðaröryggi og bregðast við breytingum á samgöngum og samfélaginu á undanförnum árum. Meðal hugmynda er að samræma hámarkshraða allra ökutækja, þannig verði hámarksökuhraði utan þéttbýlis 80 kílómetrar á klukkustund á malarvegum og 90 kílómetrar á klukkustund á vegum með bundnu slitlagi. Þetta er breyting á gildandi lögum, samkvæmt þeim má ekki aka flutningabílum sem eru meira en 3,5 tonn að þyngd hraðar en 80 kílómetra á klukkustund.Hörður Gunnarsson, framkvæmdastjóri Olíudreifingar.Vísir/BaldurVegir þoli ekki flutninga á níutíu Málið kom til umræðu á morgunverðarfundi Vegagerðarinnar í dag þar sem rætt var um umferðaröryggi á þjóðvegum. Hörður Gunnarsson, framkvæmdastjóri Olíudreifingar, flutti erindi á fundinum fyrir hönd flutningasviðs Samtaka verslunar og þjónustu. Hörður segir í samtali við fréttastofu að hraði sé mesta áhættuatriðið sem líta þurfi til í tengslum við öryggi á vegum landsins. Aðspurður hvort það geti pirrað ökumenn ef flutningabílum sé ekið hægar en öðrum ökutækjum segir hann að lausnin sé að færa hámarkshraða allra ökutækja niður. „Við [flutningabílstjórar] erum nú á 80 og ég tel að vegaaðstæður á Íslandi leyfi ekki þungaflutninga með meiri hraða en það við langflest skilyrði sem boðið er uppá í vegakerfinu í dag,“ segir Hörður. Hörður telur óskynsamlegt að hækka hámarkshraða flutningabíla úr 80 í 90 kílómetra á klukkustund. Miðað við ástandið á vegum hafi flutningabílstjórar ekkert við meiri hraða að gera. Hörður Gunnarsson hjá Olíudreifingu tekur þar með undir sjónarmið Vegagerðarinnar að lækka hámarkshraða allra ökutækja í 80 kílómetra á klukkustund í stað þess að leyfa bílstjórum flutningabíla að keyra hraðar en nú er leyfilegt.
Samgöngur Umferðaröryggi Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Sjá meira