Mennirnir sem mótuðu næstu kynslóð hverfa á braut Tómas Þór Þórðarson skrifar 19. febrúar 2019 19:30 Hlynur Bæringsson og Jón Arnór Stefásson deila parketinu í síðasta sinn á fimmtudagskvöldið. vísir/vilhelm Jón Arnór Stefánsson og Hlynur Bæringsson, tveir fremstu körfuboltamenn Íslandssögunnar, kveðja landsliðið á fimmtudagskvöldið þegar að Ísland mætir Portúgal í forkeppni EM 2021 í Laugardalshöll. Það er engin spurning um að þeirra verður sárt saknað en hvað er það sem hverfur úr liðinu með þessum tveimur reynsluboltum. Íþróttadeild leitaði svara á blaðamannafundi KKÍ í dag. „Þarna fara leiðtogahæfileikar, reynsla og bara menn sem setja gott fordæmi. Þetta eru leikmenn sem berjast harðar en allir og gera allt eins vel og þeir geta. Svona er þetta á hverri einustu æfingu. Þeir eru alltaf jafn einbeittir. Við höfum oft talað um að yngri leikmenn þurfi að fylgja þeirra fordæmi þegar kemur að undirbúningi fyrir hverja einustu æfingu.“ Svo mörg voru þau orð hjá landsliðsþjálfaranum Craig Pedersen sem stýrir Jóni og Hlyni í síðasta sinn á fimmtudagskvöldið.Martin Hermannsson tekur við keflinu af Jóni Arnóri.vísir/vilhelmKoma aldrei aftur En, hvað segja strákarnir sem hafa barist með þessum hetjum á parketinu undanfarin ár? Martin Hermannsson er náttúrlegur arftaki Jóns Arnórs sem er leikmaður sem mótaði okkar fremsta körfuboltamann í dag. „Þarna eru að fara tveir af fremstu körfuboltamönnum okkar allra tíma. Þetta eru menn sem eru búnir að gefa líf og sál í þetta í einhver fimmtíu ár liggur við. Við eigum eftir að átta okkur á því þegar að þeir eru farnir hvað þeir gera mikið bæði inn á vellinum og fyrir utan. Þetta er fyrirliðinn okkar og svo besti íslenski körfuboltamaður allra tíma. Það er skrítið að hugsa út í það, að þeir komi aldrei aftur,“ segir Martin. „Jón Arnór hefur alltaf verið mín stærsta fyrirmynd. Það sést á mér á vellinum hvernig ég hreyfi mig. Maður er alltaf að reyna að herma eftir skotunum hans og varnarleiknum. Ég er bara stoltur af því að hafa lært af honum.“Tryggvi Snær sér nú um baráttuna undir körfunni.vísir/vilhelmTveir durgar Á sama tíma og Martin reynir að líkjast Jóni Arnóri tekur risinn úr Bárðardalnum, Tryggvi Snær Hlinason, við aðalhlutverkinu undir körfunni af Hlyni Bæringssyni þar sem hann er búinn að djöflast við sér mun stærri menn í tæpa tvo áratugi. „Bara að sjá þennan bardagamann. Þó að hann sé orðinn eldri núna er ótrúlegt að sjá hvað hann berst og getur gert. Það er ótrúlegt að sama á móti hverjum hann spilar er hann alltaf Hlynur. Hann er alltaf traustur,“ segir Tryggvi sem er mun stærri en Hlynur en hefur lært mikið þegar kemur að hjarta og baráttu af landsliðsfyrirliðanum. „Ég hef oft horft upp til Hlyns, sérstaklega þegar kemur að baráttu og ég tel mig ekki enn þá vera kominn nálægt honum. Ég vil komast það hátt að ég geti sagt að ég berjist jafn mikið og Hlynur. Hlynur er með alvöru íslensku baráttuna eins og Jón Arnór. Þeir eru báðir durgar sem eru alltaf í bardaga og alltaf harðir,“ segir Tryggvi Snær Hlinason. Alla fréttina úr kvöldfréttum Stöðvar 2 má sjá hér að neðan.Klippa: Jón Arnór og Hlynur kveðja Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Hlynur kveður íslenska landsliðið líka á fimmtudagskvöldið Hlynur Bæringsson, fyrirliði íslenska körfuboltalandsliðsins, mun spila sinn síðasta landsleik á fimmtudaginn alveg eins og Jón Arnór Stefánsson. 18. febrúar 2019 11:30 Hlynur: Langaði að hætta meðan ég var enn valinn Hlynur Bæringsson leikur sinn síðasta landsleik á fimmtudagskvöldið. 18. febrúar 2019 20:00 Mest lesið Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sport Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Golf Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Fótbolti Fleiri fréttir Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Sjá meira
Jón Arnór Stefánsson og Hlynur Bæringsson, tveir fremstu körfuboltamenn Íslandssögunnar, kveðja landsliðið á fimmtudagskvöldið þegar að Ísland mætir Portúgal í forkeppni EM 2021 í Laugardalshöll. Það er engin spurning um að þeirra verður sárt saknað en hvað er það sem hverfur úr liðinu með þessum tveimur reynsluboltum. Íþróttadeild leitaði svara á blaðamannafundi KKÍ í dag. „Þarna fara leiðtogahæfileikar, reynsla og bara menn sem setja gott fordæmi. Þetta eru leikmenn sem berjast harðar en allir og gera allt eins vel og þeir geta. Svona er þetta á hverri einustu æfingu. Þeir eru alltaf jafn einbeittir. Við höfum oft talað um að yngri leikmenn þurfi að fylgja þeirra fordæmi þegar kemur að undirbúningi fyrir hverja einustu æfingu.“ Svo mörg voru þau orð hjá landsliðsþjálfaranum Craig Pedersen sem stýrir Jóni og Hlyni í síðasta sinn á fimmtudagskvöldið.Martin Hermannsson tekur við keflinu af Jóni Arnóri.vísir/vilhelmKoma aldrei aftur En, hvað segja strákarnir sem hafa barist með þessum hetjum á parketinu undanfarin ár? Martin Hermannsson er náttúrlegur arftaki Jóns Arnórs sem er leikmaður sem mótaði okkar fremsta körfuboltamann í dag. „Þarna eru að fara tveir af fremstu körfuboltamönnum okkar allra tíma. Þetta eru menn sem eru búnir að gefa líf og sál í þetta í einhver fimmtíu ár liggur við. Við eigum eftir að átta okkur á því þegar að þeir eru farnir hvað þeir gera mikið bæði inn á vellinum og fyrir utan. Þetta er fyrirliðinn okkar og svo besti íslenski körfuboltamaður allra tíma. Það er skrítið að hugsa út í það, að þeir komi aldrei aftur,“ segir Martin. „Jón Arnór hefur alltaf verið mín stærsta fyrirmynd. Það sést á mér á vellinum hvernig ég hreyfi mig. Maður er alltaf að reyna að herma eftir skotunum hans og varnarleiknum. Ég er bara stoltur af því að hafa lært af honum.“Tryggvi Snær sér nú um baráttuna undir körfunni.vísir/vilhelmTveir durgar Á sama tíma og Martin reynir að líkjast Jóni Arnóri tekur risinn úr Bárðardalnum, Tryggvi Snær Hlinason, við aðalhlutverkinu undir körfunni af Hlyni Bæringssyni þar sem hann er búinn að djöflast við sér mun stærri menn í tæpa tvo áratugi. „Bara að sjá þennan bardagamann. Þó að hann sé orðinn eldri núna er ótrúlegt að sjá hvað hann berst og getur gert. Það er ótrúlegt að sama á móti hverjum hann spilar er hann alltaf Hlynur. Hann er alltaf traustur,“ segir Tryggvi sem er mun stærri en Hlynur en hefur lært mikið þegar kemur að hjarta og baráttu af landsliðsfyrirliðanum. „Ég hef oft horft upp til Hlyns, sérstaklega þegar kemur að baráttu og ég tel mig ekki enn þá vera kominn nálægt honum. Ég vil komast það hátt að ég geti sagt að ég berjist jafn mikið og Hlynur. Hlynur er með alvöru íslensku baráttuna eins og Jón Arnór. Þeir eru báðir durgar sem eru alltaf í bardaga og alltaf harðir,“ segir Tryggvi Snær Hlinason. Alla fréttina úr kvöldfréttum Stöðvar 2 má sjá hér að neðan.Klippa: Jón Arnór og Hlynur kveðja
Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Hlynur kveður íslenska landsliðið líka á fimmtudagskvöldið Hlynur Bæringsson, fyrirliði íslenska körfuboltalandsliðsins, mun spila sinn síðasta landsleik á fimmtudaginn alveg eins og Jón Arnór Stefánsson. 18. febrúar 2019 11:30 Hlynur: Langaði að hætta meðan ég var enn valinn Hlynur Bæringsson leikur sinn síðasta landsleik á fimmtudagskvöldið. 18. febrúar 2019 20:00 Mest lesið Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sport Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Golf Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Fótbolti Fleiri fréttir Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Sjá meira
Hlynur kveður íslenska landsliðið líka á fimmtudagskvöldið Hlynur Bæringsson, fyrirliði íslenska körfuboltalandsliðsins, mun spila sinn síðasta landsleik á fimmtudaginn alveg eins og Jón Arnór Stefánsson. 18. febrúar 2019 11:30
Hlynur: Langaði að hætta meðan ég var enn valinn Hlynur Bæringsson leikur sinn síðasta landsleik á fimmtudagskvöldið. 18. febrúar 2019 20:00