Ný reglugerð heimilar áframhaldandi veiðar á langreyði og hrefnu til ársins 2023 Sylvía Hall skrifar 19. febrúar 2019 17:45 Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur í dag gefið út reglugerð sem heimilar áframhaldandi veiðar á langreyði og hrefnu árin 2019 til 2023. Nær ákvörðunin til veiða á fimm ára tímabili, eins og fyrri reglugerð gerði en þetta kemur fram í fréttatilkynningu. Í tilkynningunni kemur fram að ákvörðun þessi byggist á ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar, en jafnframt hafði ráðherra hliðsjón af nýlegri skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands um þjóðhagsleg áhrif hvalveiða. Við ákvörðun sína studdist ráðherra einnig við minnisblað frá Hafrannsóknastofnun, sem hann óskaði eftir í kjölfar skýrslu Hagfræðistofnunar. Þetta minnisblað frá Hafrannsóknastofnun hefur verið birt á heimasíðu ráðuneytisins. Hafrannsóknastofnun ráðleggur að árlegar veiðar á tímabilinu 2018 til 2025 verði að hámarki 161 langreyður á veiðisvæðinu Austur-Grænland/Vestur-Ísland og að hámarki 48 dýr á svæðinu Austur-Ísland/Færeyjar og 217 hrefnur á íslenska landgrunnssvæðinu. Ráðgjöf sína byggir stofnunin á veiðistjórnunarlíkani vísindanefndar Alþjóðahafrannsóknaráðsins (IWC), sem er eitt það varfærnasta sem þróað hefur verið fyrir nýtingu á nokkrum dýrastofni í heiminum. Síðan hvalatalningar hófust 1987 hefur langreyði fjölgað jafnt og þétt við Ísland. Við síðustu talningu 2015 var fjöldinn á skilgreindu stofnsvæði metinn um 37 þúsund dýr sem jafngildir um þreföldun frá 1987. Í tilkynningunni segir að hrefnu hefur fækkað mikið á grunnsævi við Ísland frá síðustu aldamótum. Ekki er þó talið að stofninn hafi minnkað heldur fremur að útbreiðslan hafi færst norður vegna minna fæðuframboðs hér á sumrin. Ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar tekur tillit til þessarar þróunar í útbreiðslu hrefnustofnsins. Í fyrrgreindu minnisblaði Hafrannsóknastofnunar er vísað til þess að Náttúrufræðistofnun Íslands hefur nú í fyrsta sinn gefið út svæðisbundinn válista fyrir íslensk spendýr, þar sem beitt er sömu viðmiðum og á heimslista Alþjóðanáttúruverndarsjóðsins (IUCN). Þar flokkast langreyður sem „ekki í hættu“ sem staðfestir enn frekar gott ástand stofnsins hér við land, og það á einnig við um hrefnu, sandreyði og hnúfubak, auk smærri tannhvala. Hvalveiðar Sjávarútvegur Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent Fleiri fréttir Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Sjá meira
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur í dag gefið út reglugerð sem heimilar áframhaldandi veiðar á langreyði og hrefnu árin 2019 til 2023. Nær ákvörðunin til veiða á fimm ára tímabili, eins og fyrri reglugerð gerði en þetta kemur fram í fréttatilkynningu. Í tilkynningunni kemur fram að ákvörðun þessi byggist á ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar, en jafnframt hafði ráðherra hliðsjón af nýlegri skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands um þjóðhagsleg áhrif hvalveiða. Við ákvörðun sína studdist ráðherra einnig við minnisblað frá Hafrannsóknastofnun, sem hann óskaði eftir í kjölfar skýrslu Hagfræðistofnunar. Þetta minnisblað frá Hafrannsóknastofnun hefur verið birt á heimasíðu ráðuneytisins. Hafrannsóknastofnun ráðleggur að árlegar veiðar á tímabilinu 2018 til 2025 verði að hámarki 161 langreyður á veiðisvæðinu Austur-Grænland/Vestur-Ísland og að hámarki 48 dýr á svæðinu Austur-Ísland/Færeyjar og 217 hrefnur á íslenska landgrunnssvæðinu. Ráðgjöf sína byggir stofnunin á veiðistjórnunarlíkani vísindanefndar Alþjóðahafrannsóknaráðsins (IWC), sem er eitt það varfærnasta sem þróað hefur verið fyrir nýtingu á nokkrum dýrastofni í heiminum. Síðan hvalatalningar hófust 1987 hefur langreyði fjölgað jafnt og þétt við Ísland. Við síðustu talningu 2015 var fjöldinn á skilgreindu stofnsvæði metinn um 37 þúsund dýr sem jafngildir um þreföldun frá 1987. Í tilkynningunni segir að hrefnu hefur fækkað mikið á grunnsævi við Ísland frá síðustu aldamótum. Ekki er þó talið að stofninn hafi minnkað heldur fremur að útbreiðslan hafi færst norður vegna minna fæðuframboðs hér á sumrin. Ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar tekur tillit til þessarar þróunar í útbreiðslu hrefnustofnsins. Í fyrrgreindu minnisblaði Hafrannsóknastofnunar er vísað til þess að Náttúrufræðistofnun Íslands hefur nú í fyrsta sinn gefið út svæðisbundinn válista fyrir íslensk spendýr, þar sem beitt er sömu viðmiðum og á heimslista Alþjóðanáttúruverndarsjóðsins (IUCN). Þar flokkast langreyður sem „ekki í hættu“ sem staðfestir enn frekar gott ástand stofnsins hér við land, og það á einnig við um hrefnu, sandreyði og hnúfubak, auk smærri tannhvala.
Hvalveiðar Sjávarútvegur Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent Fleiri fréttir Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent