Breikkun þjóðvegarins um Kjalarnes frestast Kristján Már Unnarsson skrifar 1. febrúar 2019 12:15 Frá Vesturlandsvegi um Kjalarnes. Vísir/Arnar Halldórsson Breikkun Vesturlandsvegar um Kjalarnes hefur verið frestað og verður eins milljarðs króna fjárveiting sem ætluð var til verksins næstu tvö ár skorin niður í 400 milljónir króna. Ástæðan er sögð tafir við verkhönnun og að samningar hafi ekki náðst við landeigendur. Þetta kom fram í hádegisfréttum Bylgjunnar. Eftir tvö banaslys í fyrra á veginum um Kjalarnes blossuðu upp umræður um öryggi vegfarenda. Vegamálastjóri sagði þjóðveginn hættulegan og brýnt væri að skilja að akstursstefnur. Bæjarstjórn Akraness krafðist þess að samgönguyfirvöld brygðust tafarlaust við hættulegu ástandi vegarins og stóð fyrir íbúafundi um málið. Í samgönguáætlun sem lögð var fyrir Alþingi í haust var gert ráð fyrir að samtals einum milljarði króna yrði varið til endurbóta á veginum á þessu og næsta ári. Þessi fjárhæð hefur nú verið lækkuð um 600 milljónir króna, samkvæmt breytingartillögu, sem umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis lagði fram í gær, en þar er gert ráð fyrir 200 milljónum í veginn um Kjalarnes í ár og öðrum 200 milljónum á næsta ári. Í greinargerð er gefin sú skýring að verkhönnun og samningum við landeigendur vegna þess verkefnis sé ólokið og því ljóst að ekki verði hægt að fara í það fyrr en í fyrsta lagi seint á árinu 2019.Frá Grindavíkurvegi.Mynd/Otti SigmarssonFjárveitingin er að hluta flutt yfir í Grindavíkurveg en þar stendur til að skilja akstursstefnur á þessu ári. Þingnefndin segir að kostnaðaráætlun vegna þess verkefnis hafi hækkað og til að unnt sé að tryggja að framkvæmdir geti hafist þurfi að hækka fjárveitingu til Grindavíkurvegar úr 500 milljónum króna í 700 milljónir. Þeir fjármunir séu fluttir af fjárveitingu Kjalarness. Nefndin tekur þó fram að lækkun fjárveitingar um 200 milljónir króna til Kjalarness ætti ekki að hafa áhrif á framvindu verksins eða seinka því enda sé gert ráð fyrir gjaldtöku á þeirri leið, og er vísað til yfirlits um hvaða vegaframkvæmdir verði fjármagnaðar með vegtollum. Núna er gert ráð fyrir að fyrsta stóra fjárveiting samgönguáætlunar til Kjalarness, 1.640 milljónir króna, verði árið 2021. Borgarstjórn Grindavík Mosfellsbær Reykjavík Samgöngur Tengdar fréttir Segir brýnt að bæta veginn um Kjalarnes Vegamálastjóri segir þjóðveginn um Kjalarnes hættulegan og brýnt sé að skilja að akstursstefnur. Úrbætur á veginum eru meðal þeirra sem lenda í niðurskurði samgönguáætlunar. 4. janúar 2018 20:00 Þolinmæði íbúa vegna Vesturlandsvegar á þrotum Íbúar á Vesturlandi kröfðust úrbóta á Vesturlandsvegi um Kjarlarnes á íbúafundi um samgöngumál á Akranesi í kvöld. Ráðherra segist hafa skilning á kröfum íbúanna. 24. janúar 2018 22:30 Annað banaslysið á svipuðum stað á fimm mánuðum Átta látnir í umferðarslysum það sem af er ári 5. júní 2018 18:30 Öryggi Vesturlandsvegar um Kjalarnes ekki gott Viðmið um dýpt hjólfara voru hækkuð úr 35mm í 50mm í kjölfar efnahagshrunsins 2009, svo ekki þyrfti að fara í viðhaldsframkvæmdir. Þess viðmið hafa ekki verið lækkuð aftur. 6. júní 2018 18:30 Banaslys á Kjalarnesi Einn lést og níu slösuðust í hörðum árekstri tveggja bíla á Vesturlandsvegi á Kjalarnesi, skammt frá Enni, á áttunda tímanum í kvöld. 4. júní 2018 22:34 Banaslys á Kjalarnesi Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og rannsóknarnefnd samgönguslysa rannsaka tildrög slyssins. 3. janúar 2018 14:13 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Fleiri fréttir Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Sjá meira
Breikkun Vesturlandsvegar um Kjalarnes hefur verið frestað og verður eins milljarðs króna fjárveiting sem ætluð var til verksins næstu tvö ár skorin niður í 400 milljónir króna. Ástæðan er sögð tafir við verkhönnun og að samningar hafi ekki náðst við landeigendur. Þetta kom fram í hádegisfréttum Bylgjunnar. Eftir tvö banaslys í fyrra á veginum um Kjalarnes blossuðu upp umræður um öryggi vegfarenda. Vegamálastjóri sagði þjóðveginn hættulegan og brýnt væri að skilja að akstursstefnur. Bæjarstjórn Akraness krafðist þess að samgönguyfirvöld brygðust tafarlaust við hættulegu ástandi vegarins og stóð fyrir íbúafundi um málið. Í samgönguáætlun sem lögð var fyrir Alþingi í haust var gert ráð fyrir að samtals einum milljarði króna yrði varið til endurbóta á veginum á þessu og næsta ári. Þessi fjárhæð hefur nú verið lækkuð um 600 milljónir króna, samkvæmt breytingartillögu, sem umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis lagði fram í gær, en þar er gert ráð fyrir 200 milljónum í veginn um Kjalarnes í ár og öðrum 200 milljónum á næsta ári. Í greinargerð er gefin sú skýring að verkhönnun og samningum við landeigendur vegna þess verkefnis sé ólokið og því ljóst að ekki verði hægt að fara í það fyrr en í fyrsta lagi seint á árinu 2019.Frá Grindavíkurvegi.Mynd/Otti SigmarssonFjárveitingin er að hluta flutt yfir í Grindavíkurveg en þar stendur til að skilja akstursstefnur á þessu ári. Þingnefndin segir að kostnaðaráætlun vegna þess verkefnis hafi hækkað og til að unnt sé að tryggja að framkvæmdir geti hafist þurfi að hækka fjárveitingu til Grindavíkurvegar úr 500 milljónum króna í 700 milljónir. Þeir fjármunir séu fluttir af fjárveitingu Kjalarness. Nefndin tekur þó fram að lækkun fjárveitingar um 200 milljónir króna til Kjalarness ætti ekki að hafa áhrif á framvindu verksins eða seinka því enda sé gert ráð fyrir gjaldtöku á þeirri leið, og er vísað til yfirlits um hvaða vegaframkvæmdir verði fjármagnaðar með vegtollum. Núna er gert ráð fyrir að fyrsta stóra fjárveiting samgönguáætlunar til Kjalarness, 1.640 milljónir króna, verði árið 2021.
Borgarstjórn Grindavík Mosfellsbær Reykjavík Samgöngur Tengdar fréttir Segir brýnt að bæta veginn um Kjalarnes Vegamálastjóri segir þjóðveginn um Kjalarnes hættulegan og brýnt sé að skilja að akstursstefnur. Úrbætur á veginum eru meðal þeirra sem lenda í niðurskurði samgönguáætlunar. 4. janúar 2018 20:00 Þolinmæði íbúa vegna Vesturlandsvegar á þrotum Íbúar á Vesturlandi kröfðust úrbóta á Vesturlandsvegi um Kjarlarnes á íbúafundi um samgöngumál á Akranesi í kvöld. Ráðherra segist hafa skilning á kröfum íbúanna. 24. janúar 2018 22:30 Annað banaslysið á svipuðum stað á fimm mánuðum Átta látnir í umferðarslysum það sem af er ári 5. júní 2018 18:30 Öryggi Vesturlandsvegar um Kjalarnes ekki gott Viðmið um dýpt hjólfara voru hækkuð úr 35mm í 50mm í kjölfar efnahagshrunsins 2009, svo ekki þyrfti að fara í viðhaldsframkvæmdir. Þess viðmið hafa ekki verið lækkuð aftur. 6. júní 2018 18:30 Banaslys á Kjalarnesi Einn lést og níu slösuðust í hörðum árekstri tveggja bíla á Vesturlandsvegi á Kjalarnesi, skammt frá Enni, á áttunda tímanum í kvöld. 4. júní 2018 22:34 Banaslys á Kjalarnesi Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og rannsóknarnefnd samgönguslysa rannsaka tildrög slyssins. 3. janúar 2018 14:13 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Fleiri fréttir Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Sjá meira
Segir brýnt að bæta veginn um Kjalarnes Vegamálastjóri segir þjóðveginn um Kjalarnes hættulegan og brýnt sé að skilja að akstursstefnur. Úrbætur á veginum eru meðal þeirra sem lenda í niðurskurði samgönguáætlunar. 4. janúar 2018 20:00
Þolinmæði íbúa vegna Vesturlandsvegar á þrotum Íbúar á Vesturlandi kröfðust úrbóta á Vesturlandsvegi um Kjarlarnes á íbúafundi um samgöngumál á Akranesi í kvöld. Ráðherra segist hafa skilning á kröfum íbúanna. 24. janúar 2018 22:30
Annað banaslysið á svipuðum stað á fimm mánuðum Átta látnir í umferðarslysum það sem af er ári 5. júní 2018 18:30
Öryggi Vesturlandsvegar um Kjalarnes ekki gott Viðmið um dýpt hjólfara voru hækkuð úr 35mm í 50mm í kjölfar efnahagshrunsins 2009, svo ekki þyrfti að fara í viðhaldsframkvæmdir. Þess viðmið hafa ekki verið lækkuð aftur. 6. júní 2018 18:30
Banaslys á Kjalarnesi Einn lést og níu slösuðust í hörðum árekstri tveggja bíla á Vesturlandsvegi á Kjalarnesi, skammt frá Enni, á áttunda tímanum í kvöld. 4. júní 2018 22:34
Banaslys á Kjalarnesi Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og rannsóknarnefnd samgönguslysa rannsaka tildrög slyssins. 3. janúar 2018 14:13