Viðskipti innlent

Átak um betri merkingar matvæla

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Frá undirrituninni í Melabúðinni í Vesturbæ Reykjavíkur í dag.
Frá undirrituninni í Melabúðinni í Vesturbæ Reykjavíkur í dag. Stjórnarráðið
Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Bændasamtök Íslands, Neytendasamtökin, Samtök verslunar og þjónustu og Samtök iðnaðarins undirrituðu í dag samkomulag um að bæta merkingar á matvælum og tryggja þannig betur rétt neytenda til upplýsinga um uppruna, framleiðsluhætti, lyfjanotkun og umhverfisáhrif þeirra.

Frá þessu er greint á heimsíðu ráðuneytisins en skipaður verður samráðshópur með fulltrúum neytenda, bænda og verslunar hvers hlutverk er að ráðast í átaksverkefni um merkingar og hvernig betur megi upplýsa neytendur og fyrirtæki um réttindi og skyldur á skýran og einfaldan hátt, í samræmi við alþjóðlegar skuldbindingar.

Verkefnið er tímabundið í eitt ár og að þeim tíma liðnum verður árangurinn metinn og ákvörðun tekin um framhaldið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×